Happy Thanksgiving

já það er hátíð í bæ eða svona næstum. Nei jólin eru ekki komin heldur er hin hefðbundna þakkargjörðarhátíð í dag.  Ég er reyndar að fagna henni ein eða næstum því! Fjölskyldan fór til MV ásamt einu stykki af ömmu og afa. Ég ákvað að vera heima og slaka á bara. Whistling

En já ég sagði að ég væri næstum ein. Er með herbergisfélaga þessa dagana sem mér liggur mikið á að koma út. Sambúðin gengur ekki svo vel. Þvílík læti um miðja nótt sem heldur mér vakandi eða vekur mig. Ekki alveg sátt. En hámarkinu var náð í gær nótt. Þessi þvílíku læti voru undir fataskápnum og sama hvað ég öskraði og flassaði ljósunum vildi hún bara ekki hætta. Ég varð svo pirruð á þessu að ég fór og sparkaði í skápinn og viti menn undan honum kom oggupoggu ógeðsleg mús. Hljóp undan skápnum og út úr herberginu. Ég var svo útúr því þreytt þannig að ég yppti bara öxlum, lokaði hurðinni og fór aftur uppí rúm. En viti menn stuttu seinna heyrði ég hana skvísa sér undir hurðina og aftur undir skápinn. Þá gjörsamlega fríkaði ég út og kallaði á liðsauka sem kost að því að undir skápnum lá nammi frá suður afríku. Sem þýðir það að h******ð hún Gwenda er ennþá að gera mér lífið leitt. Allavega þá flutti ég niður í sófa og svaf þar það sem eftir var morguns.

Annars hefur lífið bara verið ljúft. Fór aftur í 6 flags fyrir einhverjum vikum og var þá pínd í hvorki meira né minna í alla rússíbanana.hér um bil... Fór meðal annars í hæðsta og hraðasta rússíbana í heiminum og vá þetta var einsog geimflaugarskot. haha en gaman. 

Svo fór ég á körfuboltaleik, NY Knicks og dallas mavericks. Góður leikur knicks voru yfir allan tíman nema síðustu fokking 10 sekúndur. Leikurinn fór í yfirtíma og að lokum unnu dallasarnir þetta Angry 

svo skellti ég mér á killers tónleika og var það býsna gaman. er að fara aftur í janúar vegna mikils áhuga victoriu. Einnig fór ég á geðveika Coldplay tónleika með Duffy í upphitun. Þvílík snilld sem þessir tónleikar voru!!! 

Einnig var Halloween í lok October. Músin mín var sætasti engill sem sést hefur á jörðinni og Matthew var öflugur Anakin Skywalker. 50 manna partý var haldið hérna með 2 metra butler sem hræddi krakkana og reykvél. Draugum í trjám, köngulóm í mat og ég veit ekki hvað og hvað. 

 Æji vá veit ekkert hvað meira ég á skrifa   látum þetta duga í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok þú verður að losa þig við þennan herbergisfélaga!! ojjj barasta !! held þú ættir að hafa samband við Gwendu og ausa yfir hana skömmum... hun á það sko alveg skilið!!

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:48

2 identicon

Á ég að kenna þér geggjeð góða músargildru.. sem VIRKAR.. allavega á íslenskar mýs :)

 Þú nærð þér í fötu og setur smá vatn í.. Svo legguru prik þvert yfir fötuna ( það verður að vera hringlaga.. svo það geti rúllað) og á mitt prikið skelluru einhverjum mat, t.d. súkkulaði. Fyrir utan fötuna seturu eitthvað svo hún komist upp a prikið og þegar hún er komin á prikið.. rúllar það og hún dettur niður.. og þú getur ímyndað þér sögulokin...

 Annars gaman að lesa bloggið þitt !

Dögg (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Heiðrún

haha þetta er nokkuð góð hugmynd hjá þér haha

væri til i að sjá stuart litla synda smá haha!!! ætla að renna það undir fólkið niðri!

Heiðrún, 30.11.2008 kl. 20:18

4 identicon

hahah.. ég veit :) Amma gamla var dugleg að láta mýsnar synda.. það gekk reyndar frekar illa hjá þeim :o ...  gangi þér vel í baráttunni við Stuart !

Dögg (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 07:44

5 identicon

Heh.. fíla nú ekki beint mýs sem herbergisfélaga.. en þær eru sætar.

Hinsvegar veit ég að Erna Ósk er með nokkrar misgóðar músasögur úr fortíðinni, getur haft samband við hana til að fá frekari upplýsingar.

Verð samt að kvarta yfir því að "athugasemda-glugginn" er ekki opinn nema í einhvern ákveðinn tíma eftir að blogg hefur verið skrifað.. hver fattaði upp á því annars?

Begga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:30

6 identicon

ég vona að þú hafir náð að losa þig við herbergisfélagann!

ég er mjög stolt af þér fyrir að hafa farið í stærsta rússíbanann! bara orðið geimflaugaskot, lætur mig fá sting í magann... ;P

steinka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband