18.okt

Jæja lofaði alvöru færslu og hér kemur hún!

Alltaf gaman að sjá nýtt fólk kommenta Smile hitt fólkið mætti taka sér það til fyrirmyndar Grin

Fjölskyldan fór til MV um síðustu helgi. Ég var ein heima sem var nææææææs. Kíktum á Dave&Busters á laugardagskvöldið sem var mega stuð. Vic og ég keyrðum svo til Jersey á sunnudeginum, fórum í 6flags. Það var æði, fór meira að segja í pínulítinn rússíbana sem fór ekki í hringi. Fór svo í fallhlíf og fleiri tæki. Mjög gaman og æðislegt veður. Svo klukkan 6 þegar allt varð dimmt var spiluð spooky tónlist og reykur allstaðar. Svo sá maður fólk í búningum labba um og hræða fólk. híhí öskraði nokkrum sinnum enda með mjög lítið hjarta. Blush 

Annars fór ég á Death cab tónleikana um daginn. Vááá hvað þeir voru geðveikir. Bandið náttlega flott en staðurinn ekki síðri. Þeir tóku öll frægu lögin og þau nýju. Maður var með gæsahúð allan tímann. Ég tók nokkur myndbönd en einsog vanalega er myndavélin ekki nálægt. 

Ég og Vic  fórum í gær og hittum nýja stelpu, 19 og frá þýskalandi einsog allir aðrir híhí. Er með 2börn á sama aldri og ég. Hún virkaði mjög fín, talaði allavega LoL  fórum í keilu þar sem hún kemst hvergi annars staðar inn... Fórum svo eftir það á rúntinn inní Manhattan með Aaroni. Keyrðum yfir Manhattan br inn og stoppuðum á diner og fengum okkur kvöldmat. Ákváðum þar að taka stelpuna á smá túristarúnt. Fórum niðrí battery park og sáum frelsisstyttuna, keyrðum þaðan hringinn framhjá seaport of yfir brooklyn br. Keyrðum aðeins um í brooklyn og keyrðum á svona promenade. Þar sem sást yfir til Manhattan, útsýnið alveg magnað. Þaðan fórum við yfir Williamsburg br aftur inní manhattan og skoðuðum times square sem er ekki nokkrum manni bjóðandi nema um miðja nótt. Fórum svo fram hjá Rockfeller center og meðfram central park. Keyrðum svo yfir queensborough br og fórum heim. Fórum sem sagt yfir allar brýrnar á austurhluta manhattan híhí...

Svo á litla músin mín afmæli á þriðjudaginn verður alveg 3 ára en hún heldur því reyndar fram að hún verði bara 1 árs. Verðum með bökunarafmæli í PW þar sem krakkarnir 20 talsins munu bara sínar eigin möffins.  Svo á föstudaginn eru Killerstónleikarnir og á mánudaginn er það Coldplay og föstudaginn þar á eftir er Halloween!

Matthew er alveg að verða vitlaus fyrir Halloween. Garðurinn orðinn einn kirkjugarður og bein útum allt. Þeir fundu svo reykvél í kjallaranum sem var skoðuð í dag. köngulóavefur í öllum trjám og grekar svona creepy. Matthew segir að þetta sé betra en jólin. Algjör dúlla. InLove

æji man ekki meira, segjum þetta gott íbili. 

Hædí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh hvað ég vildi að ég væri í Bandaríkjunum þegar Halloween væri! Sjitt hlýtur það að vera flott! Alltaf nóg að gera hjá þér og alltaf gaman að lesa bloggið þitt;) 

Miss you sailor:P 

Katrín (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:24

2 identicon

öfund öfund.....!!!!

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:45

3 identicon

hæ hæ ! alltaf gaman að lesa bloggið þitt !

Dögg (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband