Inauguration 20. janúar

Komiði sæl og blessuð! Langt síðan síðast ég veit en þetta verður þá bara örlítið lengra blogg!!

 

Látum okkur sjá, í dag er náttlega merkilegur dagur. Barack H. Obama var svarinn í forsetaembættið. Ég fylgdist með næstum frá byrjun en þetta er búið að vera í sjónvarpinu í allan dag. Litlu stelpurnar algjörar dúllur og ekkert smá sem líf þeirra er að breytast. Barack svar svo eiðinn þó svo að hann hafi gleymt smá hehe... Annars var það alveg magnað að fylgjast með þessu. 2 milljónir manna flyktust til D.C. en það er meira en 6fallt ísland til að vera vitni að þessu.  Nú er svo nágrannaballið sem Obama sjálfur ákvað að hafa og voru þau hjúin að ljúka sínum fyrsta dansi sem eitt áhrifamesta fólk í heimi. Michelle klæddist æðislega flottum hvítum kjól frá hönnuðinum Jason Wu. Stelpurnar láta sér ekki leiðast heldur en þær flugu alla vini sína frá Chicago og er nú heljarinnar náttfatapartý í hvíta húsinu - ekki slæmt það!!

Nú annars er ég ekki búin að vera að gera mikið. Skrapp til Canada í nokkra daga og átti þar hið fínasta frí. Var sótt á flugvöllin og fórum þaðan beint á barinn Madison, sem minnti mig pínu á íslenska stemmninu. Lifandi tónlist á öllum hæðum (4)  Allt lokaði kl 2 en ein vinkona Richelle ákvað að skreppa heim með gæja sem hún hitti 2 tímum fyrr. Við fengum okkur pizzu og svo kom neyðarkall frá stelpunni. Gæinn var ss. fyrir bæði kynin og var íbúðin hans full af nöktum karlmönnum sem hún var ekki að fýla. Sóttum hana og fórum svo heim að sofa. Daginn eftir var slappað af, og farið í bíó. Sunnudaginn fórum við í verzlunarmiðstöð og þar keypti ég mér vetrarúlpu og hefur mér aldrei verið svona "ekki" kalt um vetur áður. Svo fórum við út að borða með foreldrum Richelle - kínverskt hlaðborð yumm!!! og bíó! mánudagur var svo tekinn sem túristadagur. Fór á alla helstu staðina í miðbæ Toronto. Cn turninn sem er víst hæðsti eða einn af hæðstu turnum heimsins. kínahverfið (engar töskur þó Tounge) hippahverfið og ég veit ekki hvað og hvað. Hittum svo vin hennar 'Chelle - Daniel söngvarann mikla. Héngum með honum og viti menn skruppum aftur í bíó haha.... Þriðjudeginum eyddum við svo í miðbænum með vinkonum hennar  og svo fórum við á "broadway" sýninug ( skruppum í leikhús) og sáum Dirty Dancing. Þegar við komum út var svo búið að snjóa -fyrsti snjórinn sem ég sé  í Canada haha og lékum við okkur í honum í dálitla stund. Svo kem ég heim og klukkan orðin 3, kíki á póstinn sem betur fer og sé að fluginu mínu sé cancelað! omg ég panikkaði. Leitaði að öðrum flugum og það var annað hvort kl 12 eða 7 um kvöldið. Þetta var á gamlárs btw!! Nennti ekki að eyða öðru gamlárs í lest þannig að ég tók fyrra flugið. En þá var málið að við þyrftum að fara frá húsinu hennar um 6.30. Vegna umferðar og snjós. Þannig að 3 tíma svefn var málið þá nóttina og svo brunuðum við til Buffalo. Komá flugvöllin kl 10.30 og sá að fluginu mínu var frestað til 3. Lét mér leiðast á flugvellinum og las og las. Svo misstum við af brautartímanum þannig að ég var ekki komin heim til jfk fyrren um 5 leytið (65min flug). Svo tók við lest og lest og bið og lest. Var komin heim í hús um hálf átta, pantaði kínverskt og fór í bað og að sofa. Var því sofnuð kl hálf tíu á gamlárs og fagnaði því ekkert voðalega! Fékk einmitt nokkur símtöl og man ekki neitt eftir því, enda held ég að ég hafi nú ekki meikað mikið sens! 

 Svo átti maður afmæli. Orðin svaka gömul núna díííí!! Frown Var að vinna um daginn, fékk söng á bókasafninu en litla mín kjaftaði hehe svo fékk ég köku og pakka um kvöldið. Þaðan var svo haldið á annað heimili okkar og það sem íslendingarnir muna aldeilis eftir Savannah!! Það var þvílík skemmtun og ekki skemmdi fyrir að Holly og Chris mættu á svæðið. En Chris er víst frá East Meadow. Maður fékk að sjálfsögðu mynd Whistling en ekki hvað?? Ætla ekkert að fara nánar út í það enda allir búnir að sjá þetta á feisbúkk...

 

Heyrðu talandi um litlu mína. Okkur (mér) tókst hið ómögulega. Stelpan er orðin koppaþjálfuð. Og yfir nóttina líka. Erum samt ekki alveg að trúa þessu þannig að við krossum fingurna bara! En já nú er þungu fargi af mér létt. Stelpan má fara í sundlaugina á skipinu!!

Omg við erum að fara í siglingu eftir 3 vikur!!! Get ekki beðið enda skítkalt alveg!!!

 Svo ætla ég bara að segja það hérna að ég er að koma heim í maí-júní ekki alveg komið á hreint en ég hef cirka mánuð í að ákveða hvaða flug ég vil heim Undecided. Nú vil ég vita hvort einhverjir af mínum góðu (en fáu) lesendum geti ekki hjálpað mér með vinnu plíííííísss... Allt veltur á því. Svo fer maður í Bifröst í haust. 

 Annars held ég að þetta sé orðið ágætlega langt í bili!

 Hérna er svo mynd af hjónunum. 

Obamas%20dance

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bleble


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott blogg mín kæra :) ... vá mig langar á savannah..... verðum að fara þangað aftur við tækifæri :)... en komdu bara sem fyrst heim. ég er búin í prófum 20. maí og ég vil að þú komir heim þá plíiís....

JóhannaHlíf (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband