20. des

jæja gott fólk, 2 færslur í desember! geri aðrir betur!!

Lítið búið að gerast svo sem. Komin með allar jólagjafir og fyrir nokkru meira að segja! Er núna að duna mér bara að pakka inn og slappa af eða þannig.

Annars kom alveg "þvílíkur" snjóbylur í gær. Eða sko það snjóaði alveg heila 8 cm. Allt fór í flækju hérna, allir skólar á long island voru lokaðir nema skólinn hjá Matthew!  Jafnvel þótt að það byrjaði ekki að snjóa fyrren kl. 11. Allavega var þetta orðið svo "svakalega" slæmt kl 2 að ég var vinsamlegast beðin um að labba í skólann og taka ekki áhættuna á að klessa bílinn! Vinnan hjá Tinu var lokað kl. 1 svo allir kæmust nú örugglega heim í þessu óveðri. Díses ég gat ekki annað en hlegið að þessu, allir svo alvarlegir - hversu slæmt er þetta? Það er ekki öruggt að keyra í þessu veðri. Þurfti svo að skreppa í bankann í dag og Tina hringdi í mig 10 min seinna bara til að athuga hvort ég væri ennþá á lífi. Hversu slæmir vegirnir væru og hvort ég væri að fara eitthvað langt! Tek það fram að það var pínu snjór á gangstéttinni en göturnar voru auðar. Æji þau eru ágæt!

Annars fór ég á magnaða tónleika á miðvikudaginn.Grin Oasis voru að spila og voru þetta bestu tónleikar sem ég hef farið á. Ljósashjóið var svo magnað og laugin og strákarnir voru alveg geðveikir. Þessar raddir og að sjá þá svona nálægt. haha vá þetta var svo flott og gaman og við vorum í geggjuðum sætum. MSG var alveg troðfullur og selt jafnvel 2 í sömu sætin. Tóku öll gömlu frábæru lögin ásamt nýjum og var stemningin mögnuð. Tók einhver video sem ég set inn á endanum langar samt að búa til smá video klippu. Ef einhver veit um imbaprúf forrit til að gera það þá kvitta takk...  Samt athyglisvert að bræðurnir Liam og Noel stóðu eins langt frá hvor öðrum og þeir mögulega gátu. En þeir voru einmitt settir í bann í oktober í canada fyrir slagsmál á tónleikum haha... 

 En heyriði talandi um canada. Ég ætla að skreppa þangað á föstudaginn til að kíka á hana 'chelle mína. Flýg til Buffalo og svo keyrum við þaðan. Ætlum að stoppa við Niagara falls og í casinóin. haha Spurning hvort maður komi þaðan með milljónir.  Svo er planið að kíkja á skíði um helgina og svo bara skoða og njóta þess að vera þarna. Langar að kíkja á gríska húsið sem var í myndinni My big fat greek wedding en við sjáum til hvort við finnum það.  Svo verður kíkt á location frá Hairspray myndinni. Annars veit ég ekki alveg hvað ég er að pæla því mér er nógu kalt hérna við frostmark en það er -13°c í toronto núna. Hefði ég athugað það áður en ég bókaði miðann þá hefði ég eflaust farið til florida í staðinn. HAHA InLove Annars er snjór eiginlega allstaðar núna, snjóaði í LasVegas (fyrsta skipti í 27 ár) ásamt Malibu og öðrum stöðum í Cali, new mexico og stöðum sem á ekki að snjóa. 

Svo er ég með fleiri fréttir af Stúarti. Hann fór í nokkra daga eflaust vegna þess að það hlýnaði aðeins. En svo fyrir 2 dögum fór ég að vakna aftur við þessi djös læti. Sá sem hélt að mýs væru hljóðlátar hefur ekki kynnst mínum því þær eru jafn háværar og ég veit ekki hvað. Svo síðustu nótt ákvað ég að láta ekki bjóða mér þetta lengur ætlaði að confronta helvítis músina. Svo ég læddist úr rúminu og labbaði um gólfið og þær kipptu sér ekkert upp við það.  Kveikti ljósið og sá þær svo undir skrifborðinu. Stuart hafði sótt sér liðsauga því þarna voru 2 helvítis hávaðasamar mýs! Þær litu á mig og héldu svo bara áfram. Sá sem sagði mér að mýs væru hræddari við mig en ég við þær var dead wrong! Þeim var sko drullusama þó að ég væri að fylgjast með þeim. Þannig að ég gafst upp að lokum og flutti mig yfir í annað herbergi. Paul setti svo upp helling af gildrum og áðan sá ég að önnur músin var dauð!!! HAHAH Devil sá hlær best sem síðast hlær múhaha! Bara ein eftir. Ég mun halda ykkur updeituðum.

Annars eru jólin bara eftir örfáa daga. Matthew tekur þátt í helgileiknum í kirkjunni sem er hluti af fermingarfræðslunni hans. Þannig að fjölskyldan neyðist til að fara í kirkju, en það hefur ekki gerst síðan Matthew var skýrður. Annars verður aðfangadagur einstaklega "kózý" amma mætir á svæðið með heimabakaða pizzu með lauk og papriku og læti bara. Mér verður þá eflaust hugsað til Hamborgahryggsins, jólaölsins, kartaflanna og sósunnar ásamt rauðkálinu heima með slef í munni! En jájá ég verð heima næstu jól, lofa!! Wink

Annars segi ég þetta gott í bili elskurnar, hvernig væri svo að kvitta eða eitthvað!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ástin mín

Gaman að lesa frá þér væri gaman að vera þarna en kanski seinna,

láttu ekki stuartana ráða lífi þínu ha, ha, sendirðu mér líka jóla sv búning?

spjalla við þig á morgun. 

Pabbi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 04:08

2 identicon

vá hefði alveg verið til að kíkja á oasis tónleika ó mæ ó mæ... en já gott að stuart 1 er farinn... væri ekki svo sniðugt ef þessi kvikindi færu að fjölga sér inni hjá þér.... úbbosssí !!

JóhannaHlíf (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband