7. des

jæja haha ég sem ætlaði að verða geðveikt dugleg í desember. Ætlaði að blogga á hverjum degi en byrja svo ekki fyrren þann 7. haha æji það er alltaf næsta ár.  Annars hef ég ekki mikið að segja. Búin að vera að versla jólagafir fyrir íslendingana mína á fullu og er það næstum komið. Á bara eftir að kaupa pínku pons fyrir mömmu og svo er allt tilbúið. Ekki seinna vænna þar sem þetta verður að fara í póst fyrir fimmtudaginn.

Svo var ég að vinna í gær. Leit út um gluggan og sá að það var byrjað að snjóa. Fyrsti snjórinn á þessum vetri. Æji ég er ekkert hrifin af snjónum. Finnst hann sætur í 30 sek eða svo og svo má hann bara fara. Allt verður svo kalt og blautt og leiðinlegt. Vildi að það væri hægt að halda honum á einu svæði - í fjöllunum bara. Þetta viðhorf mitt ásamt því að mér er alltaf kalt lætur fólk oft efast um hvort ég sé réttilega íslensk.  Ég læt það nú liggja á milli hluta. 

Svo sendi ég pakka til Íslands í síðustu viku.  7 shamlessly stuttir jólasveinku búningar þar á ferð. Ættu að koma til Íslands á morgun. haha verð að sjá myndir stelpur!!

Hef ekkert meira að segja. Reyni að láta aftur heyra í mér fyrir jól Cool

 

já og begga þetta með kommenta kerfið opið í ákveðinn tíma bara, kann ekki að stilla það eða veit ekki hvort það sé hægt meira að segja en þú verður bara að kíkja við oftar! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sammála þér með snjóinn. Voða næs að horfa á þetta út um gluggann í smá stund en svo má þetta fara. Tala nú ekki um það þegar maður þarf að keyra í snjónum..ojj barasta!!! en já þú munt fá að sjá myndir ....ef þetta er nothæft þeas haha ;):)

JóhannaHlíf (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:42

2 identicon

Hæhæ Heiðrun. Ég rakst á bloggið þitt og langaði að senda þér línu. Málið er að ég er EduCare hérna í New York - Larchmont. Ég er bara ný komin (8.des) og er svona að skoða mig um. Hvað ertu búin að vera lengi og hvað áttu langt eftir?

Það væri æði ef við gætum kannski hist og spjallað :) hvar býrðu btw.?

 Allavega, þá þætti mér mjög vænt um að heyra frá þér. e-mailið mitt er svanaheimis@gmail.com.

Takk takk

Svana

Svana (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband