disney

Jæja kominn marsmánuður og læti.

Ákvað að henda inn nýju bloggi þar sem allir virðast svo spenntir að heyra um paradís!!

já ferðin var í einuorði fullkomin. Fórum úr kuldanum í ny á fimmtudeginum 12 feb og vorum við krakkarnir sótt í limmu sem tók okkur til foreldranna sem höfðu báðir farið til vinnu og þaðan út á flugvöll. Flugum til Orlando eftir smá seinkun í vélinni sem olli miklum pirringi hjá yngsta meðliminum en þetta var hennar annað flug (var 12vikna í því fyrsta). Flugum með JetBlue sem er svona líka fínt félag. Hver og einn með sitt sjónvarp svo ég horfði á Ellen og MTV og krakkarnir á Spongebob. 

Svo lentum við um kvöldið og náðum í bílinn og keyrðum til Mömmu Tinu. Þau búa í samfélagi fyrir eldri borgara, mjög töff risa gosbrunnur við innganginn og læti. Þar sváfum við um kvöldið og eyddum föstudeginum þar. Fórum í sundlaugina -aðeins of gott að komast aftur í sund!! Keyrðum um á kerrunni og skemmtileg heit. Þau splæstu í golf kerru til að keyra um á svæðinu, kerran gengur á rafmagni og er því einstaklega sparneytin og dugir vel til að komast á milli sundlaugarinnar, tennisvallarins og hússins. Svo var matarboð um kvöldið og kom þá frændinn sem leit út einsog Tony úr Sopranos og var mikið karpað um stjórnmál mér til mikillar gleði GetLost

Nú á laugardaginn sjálfann þá keyrðum við til baka  og alla leið til Port Canaveral þar sem skipin legga frá. Skiluðum bílnum og tókum rútu uppað skipi. Þegar við stigum út sögðum við skilið við töskurnar sem birtust svo í herberginu okkar seinna. Við löbbuðum inn, chekkuðum okkur inn og krakkana í barnaklúbbin. Fórum svo um borð í skipið. Það var í einu orði sagt ótrúlegt. 

Eyddum 2 dögum á siglingu og var þá deginum skipt: Fórum í morgunmat svo voru krakkarnir sendir í krakkaklúbbinn og fullorðnafólkið fór í sund eða sólbað. Krakkarnir sóttir, farið í hádegismat og svo allir í sund. Svo fara stelpurnar 2 að hvíla sig og við hin syndum lengur svo er kíkt í bíó eða eitthvað svoleiðis fram að kvöldmat.

Maturinn var æði, sama fólkið sem sinnti okkur öll kvöldin. Endalaus matur og góður líka. Borðaði meðal annars, tunfisks steik, snigla, steikur,  mahi-mahi, lamb, önd, og nóg af sushi!! hehe... Dásamlegir eftirréttir og fallegir staðir.

Á 3 degi komum við að St. Maartin. Lítil og sæt eyja. Foreldrarnir skelltu sér í hjólreiðatúr og var ég með krakkana. Svo hittum við þau og gengum meðfram ströndinni. Fengum okkur svo hádegismat á flippuðum stað þar sem við sátum úti og grillið við hliðina á okkur bókstaflega. Fjölskyldan fór svo aftur um borð í skipið en ég ákvað að rölta um, kíkja á pósthúsið og skoða mannlífið. Rölti og settist svo niður við ströndina, með bók og drykk í hönd - lífið gerist ekki mikið betra. Nema hvað. Allt í einu sé ég hóp af fólki og þau tala eitthvað furðulega, ekki ensku og ekki spænsku. Ég legg við hlustir og viti menn þetta voru Íslendingar haha!!! Hópur af 20 íslendingum að norðan held ég voru mætt á ströndina á St. Maartin. Þetta gjörsamlega made my day haha.. LoL

Svo daginn eftir vorum við á St. Thomas, þar fórum við í ferð í nokkurskonar sædýra safn. Sáum risa skjadbökur og iguanas? hákarla og hvali. Fórum einnig í bát þar sem við fórum niðrá botn, æji nokkurskonar kafbát. Það var gaman, heyrðu já ég gaf páfagauk að borða haha! 

Nú daginn eftir það þá var dagur á sjó og héldum við okkur við sama plan og áður.  Daginn eftir það vorum við komin til Castaway Key. Sem er disney eyjan, þar er skipið "the flying dutchman" úr Pirates of the carribbean. Ætluðum ekki að komast inn vegna mikils vind sem hafði ruglað flóðinu en þetta gekk allt upp sem betur fer.  Eyjan var æði. yndisleg strönd og volgt vatn. Svo fórum við í Stingray ævintýra ferð, veit ekki hvað stingray er á íslensku þið googlið þetta bara! Allavega þá fræddumst við um þá, gáfum þeim að borða og snorkluðum svo fyrir ofan þá. Æðislega gaman. 

Svo var sjóræningja kvöld eitt kvöldið. Allir í sjóræningja fötum og þema út um allt, borðuðum "sjóræningja mat" og svo var dansi kvöld uppá dekki. Litlan mín var alveg að elska það og var þetta hennar besta kvöld. Captain Hook hafði sem sagt rænt skipinu en mikki kom sem betur fer flúgandi yfir  dekkið og rak hann burt. Svo kveikti hann á kyndli og þá fór þessi flotta flugeldasýning í gang.

Daginn eftir vorum við komin í land og mikil sorg í gangi við morgunmatsborðið. Krakkarnir kvöddu hvort annað - við sátum á borði með Raines fjölskyldunni frá Queens. Litlan mín sýndi öllum náttfötin sín sem hún bar svaka spennt í bakpoka. Við kvöddum töskurnar kvöldið áður og sáum þær ekki aftur fyrren í NY sem var þvílíkur lúxus. 

Æji þetta var bara frábær ferð í alla staði, verð að gera svona aftur.

Svo komum við heim og þá beið mín valentínusargjöf þar sem ég var í burtu á daginn sjálfann. Risa blómvöndur, dvd, súkkulaði bangsi og sætt kort hehe...  InLove 

Svo er dómsdagur á morgun og daginn eftir það Britney!!! Myndir komnar inn!!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

vá hljómar vel..... þú hefur ekki fengið tækfæri til að synda með sæljónum eins og þú hefur alltaf þráð? ;)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:19

2 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt!!

Ferðin hefur verið geggjuð!!

Dögg (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:08

3 identicon

þetta hefur verið ævintýraleg ferð!  var jack sparrow nokkuð sjáanlegur!?! hehe ;)

Steinka (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband