kreppa??

Jæja sæl öll sömul var búin að lofa einhverjum nýju bloggi og hér kemur það!

 Það skiptir ekki máli hvar ég skoða, allt er á niðurleið dollarinn kominn í 116kr sá ég danska kr í 20 og pundið í 220 jiiii minn eini  Shocking hvar ætlar þetta að enda. Greyið krakkarnir sem eru í námi erlendis, gengið búið að hirða helminginn af lánunum. Var að komast að því að launin mín hafa hækkað um 14þús á viku miðað við gengi! 

Maður fer að verða einsog mexicanarnir og senda peninga heim!! Myndi reyndar hagnast stórlega á því. Verst að ég eigi ekki pening til að senda heim haha Cool of dugleg að eyða í ekki neitt!!

Annars vil ég óska familíunni heima innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!!! Kominn tími til haha þó svo að sá gamli hafi næstum ávallt staðið fyrir sínu. LoL Hvernig væri að senda mér mynd? 

Annars bætist alltaf við tónleikana hjá mér! Einsog ég hef sagt svo oft áður (og segi aftur þar sem e´g keypti miðana með svo miklum fyrirvara híhí) death cab á mánudaginn hvorki meira né minna!! Ekki lítil spenna í gangi þar! Svo kemur nýtt föstudaginn 24 eru það The KILLERS sem taka sviðið (algjört klúður, sváfum yfir okkur og þurftum að versla miðana á ebay FootinMouth) ætlum að gefa þeim annan séns eftir AC ferðina sem klúðraðist svona svakalega haha. Nú mánudaginn eftir það eru það Coldplay sem taka sviðið í Izod center í NJ. Smá vesen líka með það (kemur á óvart?) Ekki er hægt að taka lest þangað og við höfum ekki nema rétt 2 tíma til að koma okkur þangað þannig að tadatada ég ætla að keyra! sjæs aldrei farið í þessa átt áður! Verður gaman að sjá. 

Svo er komið að stóru tilkynningunni ahhhhhhhhh OASIS spila í MSG þann 17 des og mín náði prime sætum á þá pilta. Án gríns öskraði þegar ég sá að þeir væru að spila! Er núna búin að eyða 340$ í þetta sem voru fyrir einhverjum vikum aðeins 22000 sem er ekki óviðráðanlegt Cool miðað við nöfn en er núna 40 þús krónu sem er náttlega fáránlegt Blush

Annars var Rosh Hashana síðustu 2 daga. Fyrir þá sem eru ekki sterkir í  hátíðisdögum gyðinga, þá voru þeir að halda upp á ný árið! Gleðilegt nýtt ár! Svo er Yum Kippur á fimmtudaginn og Sukkot á mánudaginn þar eftir. Já mikið að gera hjá gyðingum þennan mánuðinn. Gaman hjá mér líka þar sem það er enginn skóli! Tók krakkana einmitt í sædýrasafnið út í riverhead á "nýársdaginn" GamanGaman

Heyrðu svo má ekki gleyma taddada haha  er að fara í fjölskyldu frí í febrúar! Leggjum af stað á valentínusardaginn sjálfann 14.feb og komum aftur viku seinna 21 held ég. Hvet er förinni heitið? Jú í Karabíska hafið! Ahhhh verður gott að komast í sólbað úr kuldanum.

Erum að fara á tilbúin ? tilbúin? 

Disney siglingu!!!! jább mín ætlar að tjilla með mikka og mínu og guffa. En toppurinn verður að skreppa á dansiklúbbinn með öskubusku og þyrnirós. 3 sundlaugar og allt geðveikt flott. Stoppum á nokkrum eyjum og verður þá eflaust skúbadævað með stingrays, hugsanlega synt með höfrungum! (já the real deal!) híhí verður eflaust nokkuð gaman!!!

 

æji vá er að hlusta á kappræðurnar já Biden og Palin. Æji gvöööð hvað Palin er eitthvað heimsk þessi elska! Algjör brandari að horfa á hana. LoLágætis skemmtun engu að síður.

Ætla að segja þetta gott núna samt. Er með skemmtilega punkta sem ég set eflaust inn eftir einhverja daga en segjum þetta gott.

kv. Heidi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frænka!

Hljómar allt svo geggjað skemmtilega hjá þér !! Disney sigling.. og tónleikar.. Eigum við að ræða það eitthvað !

Um hvaða nýja fjölskyldumeðlim ertu að ræða?? smá forvitni á kantinum ;)

Dögg.. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:59

2 identicon

haha okei róleg væna pundið er ekki alveg orðið 220, thank god

en annars er ég voða öfundsjúk útí þig núna og hefði ekkert á móti því að vera þarna úti og fara á þessa tónleika og siglinguna, ég elska mikka! haha:D

en heyri í þér fljótlega sykur

Elínin (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:57

3 identicon

jááá ansans kreppa.. þetta er ekki að gera sig :/ .... en já það er nú ekki laust við að maður sé pínulítiðmikiðrosalega abbó núna,... væri alveg geim í að kíkja á þessa tónleika.. þú hugsar til mín þegar oasis taka LAGIÐ OKKAR !! awwww... missjú!!  en já ég ætla ekkert að tjá mig um það hvað mér finnst um þessa siglingu... þú veist alveg hvað mér finnst um það híhí draumurinn þinn rætist þá kannski loksins og þú færð að synda með sæljónum... ekki leiðinlegt haha :) en eníveis... hafðu það gott beibí og við heyrumst almennilega vonandi sem fyrst :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:35

4 identicon

hahaha já endilega reynda að fá að synda með sæljónunum í þetta skiptið elskan... :) múhhaha.. Annars máttu alveg vera duglegri að blogga :) Alltaf svo gaman að heyra hvað þú ert að bralla í Ameríkunni! Vona að þú hafir það gott beibí.. ;*

Hjördís (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband