hi

úfff,  var búin að gleyma þessari síðu algjörlega. Skal reyna að bæta mig. Tók pínu sumarfrí bara!

Skrapp heim til íslands í byrjun júlí. Það var æðislegt, hitti fjölskyldu og vini. Fékk íslenskan mat að ógleymdu vatninu. Æðislegt í alla staði en þar var samt mjög gott að koma aftur.

Annars fór ég í smá ferðalag á laugardaginn fyrir 2 vikum að ég held. vaknaði eldsnemma og fór til Philly með vic, ætlunin var þó ekki að skoða sögulega hlutann, heldur fara yfir ánna til camden nj, sem er einmitt einn hættulegasti staðurinn í nj. Ætluðum að kíkja á download festival og sjá The Killers!!! Mega spenningur á ferðinni en urðum heldur betur fyrir vonbrigðum. Dæmið byrjaði kl 2 og við bjuggumst af einhverri ástæðu að það væri búið um 6 leytið svo ætluðum við að fara til Atlantic city og hitta fleiri vini þar. Við komum Til Philly um hádegið og jiiiiii minn þessi borg er ekki sniðug. Skítug og fremur ógeðsleg. Jakkí fólk að sníkja af manni peninga og snerta mann... Sick Tókum strætó yfir í gamla hlutann og ferjubát yfir til Camden. Komumst að því Killers fóru ekki á svið fyrren kl 10 sem þýddi að við myndum missa af þeim. Nokkur tár fuku en við ákváðum að hanga í nokkra tíma og hlusta á hin böndin sem voru bara mjög góð. Hittum Mút Math og spjölluðum aðeins við þá, þeir voru voða áhugasamir um ísland og einn þeirra er á leiðinni þangað í haust.

Tókum svo ferjuna aftur yfir og löbbuðum þaðan yfir á rútustöðina og tókum rútu til Atlantic City sem er Las Vegas austurstrandarinnar. Jiii hvað það var gaman haha. Ljósin og Casinoin. Eyddum mestum tímanum í WildWildWest og Trump tower. Ég gamblaði nú ekkert, var meira í að taka eftir. Tek áhættuna næst. Vorum í AC til að verða 4 og þá tók við 3 tíma akstur heim. Var komin heim kl 7á sunnudagsmorguninn. Asskoti þreytt enda búin að vera vakandi síðan 7.30 á föstudagsmorguninn að undanskyldum 3 tíma blund á laugardagsmorguninn. Svaf í 5 tíma og fór svo í göngutúr meðfram Long Beach ( er asskoti löng).

Núna er mín stödd á Martha's Vineyard. Búin að vera í viku og á aðra eftir. AHHHHH vá hvað það er ekkert að gera hérna. Matthew búinn að vera veikur í 2 daga og við höfum eiginlega ekki farið út úr húsi. Búin að lesa 5 bækur síðan við komum hingað og á aðeins 6 eftir. Lífið snýst ekki um annað en að hanga á ströndinni til hádegi, slappað af heima og svo fara út að borða eða þau fara út að borða og ég með krakkana. Að ógleymdum Mad Martha's ís sem er einn sá besti sem ég hef smakkað!!!  En þar sem Matthew er búinn að vera veikur höfum við ekki farið út úr húsi í 2 daga.AHHHH hehe...
Svo eru vinafólk þeirra að koma í fyrramálið sem þýðir að ég þarf að deila herbergi með Matthew í 3 daga. Er ekki sérlega hress með það en hvað get ég gert.  Get ekki beðið eftir að komast aftur til NY.

Þá tekur við vika þar sem Victoria verður í Þýskalandi og svo byrjar skólinn aftur. Trúi ekki að sumarið sé að vera officially búið! Verður samt einstaklega gott að komast aftur í rútínu. Droppa af í skólann kl 8.15 og sækja 2.40 já það verður næs!! Er svo pínu að byrja að plana ferð til Niagra Falls í september. Svo er ég að fara á Gavin DeGraw í byrjun september og Death Cab for Cutie og Coldplay. Já ágætis haust framundan.

ÆJi er ekki í meira bloggstuði einsog er. Sjáum hvenær við hendum einhverju inn næst.

Heidi xoxo 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummm ég hef aðeins eitt að segja... OJ þér!!!

Gavin, death cab OG Coldplay... umm life is unfair yes indeed!

Mig langar að sjá gavin... og coldplay jú og death cab... en hey ég fæ að sjá jason mraz í sept... :D

Dagný (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:49

2 identicon

jii minn þetta reikningsdæmi á síðunni þinni verður alltaf sífellt flóknara og flóknara... hmmm.. er ekki að fíla þetta beibí heh :) en gaman að fá loksins blogg frá þér... vertu nú dugleg að blogga fyrst þú hefyr hvort sem er ekkert að gera þarna á mv ;) verum í bandi sæta knúúús

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:03

3 identicon

Jeij, alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín elskan. Langaði bara að kvitta og senda þér smá kveðju :* Hafðu það gott og verðum í bandi! :)

Hjördís (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband