tell me you'll open your eyes

hallóhalló hvað syngur í fólki? Kominn tími á nýja færslu?

mamma kom við í síðustu viku og var það æðislegt. Tókum því rólega bara og nutum þess að vera hérna. Ég var að vinna líka þannig að það svo sem bauð ekki uppá mikla möguleika en mamma stóð sig vel sem aðstoðarmaður og spilaði tennis og púslaði daginn út og inn. Við skruppum í mollið nokkrum sinnum og eitt skipti til manhattan hvorki meira né minna takk fyrir. Ferðuðumst um Long Island og höfðum það gaman. Þakka ég henni komuna vel -- eða eitthvað svoleiðis.

Annars er lífið hérna gott. Krakkarnir að klára skólann á föstudaginn og því bara hálfur dagur þessa vikuna. Við tókum okkur til Vic, Katie og ég og sóttum krakkana í skólann og fórum á Tappin leikvöllinn í allsherjar picnic. Vorum þar frá 12 til að verða 3 í þessu líka glampandi sólskini þannig að á meðan krakkarnir hlupu um lágum við í smá sólbaði. Maður verður aðeins að vörka tanið áður en maður kemur heim er það ekki? Ætlum svo á morgun með krakka skarann í lítinn skemmtigarð ekki svo langt frá! Verður gaman að sjá það.  Skellti mér einmitt í miðnætur golf á mánudaginn svona einsog í básum held ég (á 2 hæðum og maður skýtur bara eitthvert) get ekki sagt að ég eigi framtíðina fyrir mér í golfinu en maður hitti boltann allavega (eftir nokkrar tilraunir stundum Cool)

já talandi um það, er komin með pínu tan þó svo að sumir taki ekki eftir því, það er þarna samt Blush nú verður bara ólífolían tekin á þetta hér eftir!

En annars þá er ég að koma heim í smá heimssókn í lok næstu viku. Hlakkar mig eitt agnarlítið svakamikið til og vonast til að hitta sem flesta. Njóta íslands og koma svo aftur hingað út.

Ætlum að reyna að fara í six flags nokkur á sunnudaginn þar sem ég á bara 2helgar eftir með Katie og svo bara bæbæ. Ekkert smá erfitt að hugsa sér að segja bless við stelpurnar sem maður er búinn að þekkja í ár. En maður verður bara að hugsa að maður sjái hana aftur fljótlega. Annars má benda á það að ef ég hefði ekki framlengt þá væri ég að koma heim eftir rétt tæpar 5 vikur. Væri byrjuð að pakka niður og pæla í hvernig ég ætti að senda allt dótið heim. Vá hvað ég er ekki tilbúin í það. Er svo engan vegin tilbúin að kveðja finnst ég núna fyrst vera búin að settla niður hérna í usa.  Held að ég hafi tekið alveg rétta ákvörðun í sambandi við þetta!

Veit ekkert hvort það verður nýtt blogg áður en maður kemur heim eða á meðan en við sjáum hvort andinn komi yfir mig.  Annars segi ég bara sjáumst í næstu viku!

 

set inn eina mynd af skaranum í dag

 

DSC03068


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jeij það verður gaman að sjá þig. Hvaða dag eigum við von á þér???

Erna Ósk (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:53

2 identicon

vá ég hlakka svo til að hitta þig beibí! Verðum að taka gott íslenskt sumardjamm allar saman :) vívíví

Hjördís (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:50

3 identicon

hlakka til að sjá þig sólbrúna og sæta í næstu viku...verður aðeins of ljúft að fá þig heim í smá stund :)

Djóí (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:27

4 identicon

Hæ Heiðrún

Frábært að þú kannt svona vel við þig úti.

Vildi bara kvitta fyrir innlitið gangi þér vel með tanið og góða skemmtun heima njóttu vel.

Bestu kveðjur

Gulla

Gulla frænka (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband