lalala

úff var búin að gleyma þessari síðu, biðst afsökunar.

Þurfti nú aðeins að líta yfir gamla bloggið til að vita hvar ég á að byrja.

Ferðin til Philly var æðisleg, tókum daginn snemma og misstum næstum af rútunni. Bókuðum túr independence hall þar sem declaration of independence var signuð, um  en misstum af honum, bókuðum annan og misstum líka af honum náðum þó þriðja! Þetta var svo ekkert svo merkilegt hehe hefðum alveg getað skoðað þetta sjálfar en það er því miður ekki leyft. Sáum liberty bell og annað skemmtilegt. Hittum stráka úr háskólanum þarna sem gáfu okkur rós og var fyndið að sjá fólkið í kringum okkur þegar við gengum um með rós um allt haha! Sáum fyrsta bankann í ameríku og númer 2.  Franklin's house og skrifstofu, hús betty rose( sem saumaði fánann) og allt meira hehe, löbbuðum svo út úr gamla bænum og fundum okkur sætan stað til að borða á. Vorum svo komnar heim um 11 leytið úff hvað það var gott að taka skóna af sér og leggjast uppí rúm hehe...

 

Richelle er farin og það er voða skrýtið án hennar. Eitthvað svo tómlegt, enginn sem vill sjá stelpumyndir með mér lengur hehe... Eða hanga át at greens...  En jæja lífið heldur áfram.

Fór að djamma með katie einhvern föstudag og var það sjúklega gaman, fórum á stað sem heitir guesthouse, hún hitt promotera í urban outfitters um daginn og hann bauð okkur út. Frítt borð, coat check og drykki! Mjög gaman haha! Laugardagurinn fórum við Vic með Rachel og Renee á Dragon game og hengum með playerunum eftir á, það var tja mjög spes. en gaman haha. Sunnudagurinn fór í hádegismat með stelpunum og voru atburðir vikunnar ræddir. Ekkert meira gert.

 

Matthew átti svo afmæli á laugardaginn einsog mamma (til hamingju, ertu búin að fá pakkann??). Svaka partý var haldið hérna heima, þemað var mad science og kom einhver krípí gaur  í hvítum slopp og gerði einhver trikks og krakkarnir gerðu slím og fleira, svo var risa rennibraut í garðinum sem meira segja ég fór í (þó að ég hafi öskrað fyrst haha). 25 krakkar og álíka margir foreldrar og 120 gjafir. Matthew fékk meðal annars i-pod frá vinkonu pauls og tinu. Hann kann ekki einusinni að lesa svo hann getur ekki sett tónlistina sjálfur á haha! 

Fékk nýjan síma á þriðjudaginn, búin að láta laga batteríið og allt í einu virkaði hátalarinn ekki. Fékk samt alveg eins síma bara nýjan mjög gaman. 

Þessi helgi: Fór á savannah á föstudaginn með vic og rachel og rene og rich, þau 2 létu sig hverfa frekar fljótlega en við héngum þar til 4, hittum Larry sem er x-inn hennar rachel og héngum með honum og vinum hans. Fórum svo heim til eins þeirra eftir á og vorum þar til að verða 6. Var komin heim kl6.35 og laumaðist ég upp stigann þegar tina var að bursta í sér tennurnar og matt var að leita að nýja bílnum *hefði verið vandræðalegt ef þau hefðu séð mig*

Vaknaði svo 2 og hálfum tíma seinna og fór að vinna fyrir Michelle (richelle's hostmom). Var að vinna með nýju stelpunni  í 6 tíma og kom svo heim og passaði mína. Mjög fínt...

Í dag hringdu stelpurnar í mig og við fórum á besta stað í heimi eða top 10 allavega, Roslyn's Deli. Fengum okkur beyglu og settumst niður í roslyn park! Fórum þaðan í Diane's bakery og keyptum okkur brownie og fórum á tappin strönd þar sem við sátum og töluðum og reyndum að tana pínu. Rosa gott veður í dag eftir frekar crappy viku. 

Allavegaheld að þetta sé orðið nógu langt blogg veit ekki hvort þetta sé gott en what the ....

 

og jei bara 12 dagar í litlu íslendingana mína!

 

hædí 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegt blogg snúlla...alltaf gaman að lesa um það hvað þú ert að bralla þarna úti :)... en já við sjáumst svo bara eftir 11 daga vúbbídú :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:00

2 identicon

ég ætla bara rétt að vona að þú munir nú ekki gleyma þessari síðu!!! hvað varð um áramótaheitið varðandi bloggið þitt hmm... ;P
alltaf gaman að fá nýjar fréttir skvís! :)

steinka (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 07:41

3 identicon

Hæ ástin mín

gaman að sjá loksins eitthvað frá þér, langt síðan síðast allavega, það verður víst nóg um að vera á næstu vikum hjá þér að gæda vini og ættingja. Vantar myndir frá Philly og fl. en þær sjálfsgt koma, bestu kveðjur til allra. Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband