haha

jæja er aðeins búin að gleyma mér hérna. Tími til kominn að uppfæra síðuna er þaggi?

Allavega mjög langt síðan ég fór til Philly! Gleymdi einnig í síðasta bloggi að minnast á international night í skólanum hjá matthew sem var einmitt einhvern tímann í lok apríl. Mín kynnti ísland, sprengdi eldfjall og heftaði víkingabáta einsog mér væri borgað fyrir það! Gaf íslenskt nammi og trallaði þjóðsönginn og læti.

hmm hvað síðan þá! íslendingarnir mínir komu hingað í 10 æðislega daga! Fórum meðal annars í Riverhead outlettið, dragons game, nokkrum sinnum á Savannah og nokkuð oftar í mollin. Þau eru alveg stórhissa á þessum íslendingum allt fólkið hérna,allir alveg verslunarsjúkir! Fórum inní Manhattan líka nokkrum sinnum. ogþar var allt þetta helsta gert! Empire state, Brooklyn bridge (þó við meikuðum bara hálfa sökum rigningar), battery park, ground zero, financial district, city hall, china town, times square, ljósa show í natural history museum, tónleika með augustana, út að borða á dragstað með ansi skemmtilegu aukashowi. Wink stóðum fyrir utan the met! ásamt öðrum hlutum sem ég man ekki alveg í augnablikinu.

Ég skemmti mér alveg svakalega vel þessa daga og þakka þeim kærlega fyrir komuna, vona að þau hafi notið þess líka! Kissing

Annars þá var Alexandra að fermast á sunnudaginn, til hamingju með það, Elín átti afmæli í gær og fékk þar af leiðandi bílprófið til hamingju með það, einsgott að felix verði í sama ástandi og þegar ég fór þegar ég kem heim! Paul á svo afmæli í dag jei!!

Annars er maður bara búin að taka því rólega, djamma aðeins og tjilla bara með fólkinu mínu. Fór í bíó inní Manhattan á sunnudaginn, fór með katie og vic og dressuðum við okkur upp í tilefni þess að við vorum að fara á Sex and the city myndina. Hversu góð er þessi mynd??

Tina og Paul eru að fara til MV á föstudaginn og verða fram á þriðjudag. Ég verð heima með krakkana og svo koma amma og afi líka á svæðið! Verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur en maður vonar það besta!

Annars er ég búin að ákveða að vera úti annað ár! Get ekki sagt skilið við þessa litlu orma mína. Ætla samt að reyna að koma heim í júlí þannig að haldið honum opnum!

 

segi þetta gott í bili!

hædí 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ sæta!! loksins komið nýtt blogg:) íslendingarnir þínir skemmtu sér sko aaalveg jafn vel og þú...ef ekki bara betur... var búin að steingleyma að við hefðum farið á þetta ljósa show!! :) en eníveis þú veist það bíður þín bleikt partý þegar þú kemur heim í heimsókn í sumar beibí..... heyri í þér sæta.. ble

JóhannaHlíf (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:37

2 identicon

Hæ, og takk æðislega fyrir mig:D Þetta var bara aðeins of gaman.

Hlakka svo til að sjá þig í júlí :D Meina hann er alveg opinn hjá mér, en þú verður bara að muna að koma á þeim tíma sem maður er ekki einhversstaðar í burtu:D haha..

 Vona að þér gangi vel að passa krakkana með ömmu og afa ;) hehe

Beggan (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:27

3 identicon

hæhæ, vildi bara vera sammála, Sex and the city, the movie, er geðveikt skemtmileg :D

hlakka til að sjá þig í júlí skvís ;)

Erna Ósk (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband