so new aupair I hear?


Kominn tími á nýtt blogg held ég, takk fyrir kommentin allir! Fullt af fólki sem ég hafði ekki hugmynd um að læsi bloggið jei! W00t Alltaf gaman!

Ég hef næstum komist að niðurstöðu en ætla samt ekki að gefa það upp hérna strax. Og það þýðir ekki að spurja mig, ætla ekkert að segja strax. Þú líka Jóhanna! Tounge 

Annars var vikan ágæt, fórum á laugardaginn out east, eða til Hampton's mjög gaman. Richelle Katie Vic og ég fórum og áttum góðan dag. Keyrðum út til Montauk og sáum vitann sem er elsti viti í NY 1792. George Washington fannst alveg nauðsynlegt að setja vita þarna og svona líka sætann. Vorum reyndar aðeins of seinar og það var búið að loka vitanum en við löbbuðum bara í kringum hann. Sáum nokkra surfara sem við héldum reyndar að væru stórir fuglar þar til einn labbaði fram hjá okkur! Blush

Sáum svo húsið hennar Richelle eða fyrrum húsið þar sem Jets eru að flytja til Jersey. Kíktum á hinar villurnar og fengum okkur ís í blíðunni. Hún sagði okkur einnig að ef þú átt ekki hús í bænum (East Hamptons) þá máttu ekki fara á ströndina! Ekki nóg að kaupa sér gistingu á hóteli! Verður að eiga hús. Alveg fáránlegast í heimi Angry
Bærinn minnti mig mikið á MV. Sæt lítil strandgata og ísbúð á hverju horni nema hvað í stað sætra öðruvísi búða eru designer búðir útum allt einsog D&G, Ralph Lauren, Michael Kors og fleiri enda svo sem ekki skrýtið kannski verður að eiga nokkrar milljónir til að búa þarna.

Kíktum svo um kvöldið í keigh party hjá Andrew, mjög gaman stoppuðum ekki lengi. Á sunnudaginn fóru Tina og Paul til MV og var ég ein með krakkana. Kíktum í Broadway Mall með krakkana og svona svaka stuð! Annars mest lítið í vikunni. 

Fimmtudagurinn var æðislegur, glampandi sól og hiti! Kíktum á leikvöllinn ég og char og á ströndina eftir skóla með Katie og Vic, Matt hafði svo Baseball æfingu eftir það og vorum við bara á stuttermabol til 7. Hefur ekki gerst lengi  en vá vhað það var æðislegt. Í gær var ágætisveður líka en ekki einsgott þó. Paul sagði að veðrið á fimmt væri einsog may veður þannig að íslendingahópurinn minn þið eruð  in for a treat!  Cool

 Gott veður í dag einnig eða um 25°og skýjað (maður hjómar einsog veðurfréttirnar). Fór með bílinn í þrif og tók aðeins til, fór í lunch með stelpunum og tók krakkana á skólauppfærslu á Rumpeltilskin, sætt hjá þeim. 3 stelpur í því sem ég var að passa í vikunni. Algjörar dúllur! Var að passa 4 systur í vikunni og vá! Hef ekki lennt í öðru eins, bestu vinkonur allar og engin rifrildi nokkurntímann. Knúsast alltaf eftir skóla því þær hafa ekki sést svo lengi og um leið og maður segir háttatími þá hlaupa allir upp stigann uppí rúm. Vá 4 stelpur eru einsog Matthew minn! lol Kissing Hann er samt sætastur.

Nýja stelpan hjá Richelle kom á fimmtudaginn og átti Michelle að sækja hana á LaGuardia en fann hana ekki, hún tók vitlausa rútu og var á JFK sem er ekki alveg við hliðina hehe fannst um 6 leytið! Matthew frétti af því og sagði við 4 ára gömlu Ella, " So Ella, New aupair I hear" Halo hvaða 5 ára drengur myndi orða spurningu svona? Ella leit á hann og hljóp í burtu því hún skyldi ekki spurninguna. 

Fór á Avril tónleika á föstudaginn, góðir tónleikar en algjörlega PG hehe... Avril var mætt á sviðið kl 8.00 og fór af því 9.30 var mjög gaman samt að syngja og hoppa með 8 og 9 ára gömlum krökkum í fylgd mömmu og pabba. Hún var með mjög skemmtilegt sjóv engu að síður og flotta dansara. Við vorum á gólfinu og kannski 30 manns milli okkar svo maður sá hana alveg up-close sem var gaman. Svo eru næstu tónleikar held ég bara með íslendingunum mínum á Augustana. Keypti einmitt albúmið þeirra á itunes áðan.

Morgundagurinn verður svo tekinn snemma, en vakning er klukkan 5.30 og farið verður útúr húsi kl 6.45 haldið til Manhattan kl 7.17 og til Philly kl 8.40. Komum þangað um 10 leytið og verður þá tekinn massívur túristadagur. Liberty bell independence museum, Edgar Allan Poe, Ross húsið og ég veit ekki hvað og hvað. Svo verður haldið heim um 9 leytið úff best að hlaða prince charming svo hann haldi manni uppteknum í rútunni.  Halo

Erum hætt við að fara til MV yfir Spring break. Húsið ekki nógu tilbúið. Sem þýðir að ég verð hérna til að segja bless við Richelle, omg trúi ekki að við eigum bara 2-3 playdate eftir. Char verður crushed! og vá hvað það verður erfitt. æji ætla samt að kíkjatil hennar í júní. 

Annars held ég að þetta sé gott í bili. Búin að vera að skrifa þetta síðustu 3 tímana on og off ásamt sjónvarpi og söngvakeppni framhaldsskólana til hamingju Verzló, feis allir hinir Tounge vá hef aldrei notað svona marga broskalla. Já veit varla hvað ég er að skrifa hérna lengur og eflaust einhverjar endurtekningar úbbs... 

Myndir komnar á netið.

Þangað til næst! Luv'ya

Hædí 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha Vá ég ELska að lesa bloggin þín! ávallt gaman þegar maður hefur ekkert að gera! og kemur manni alltaf í gott skap!:D

enn.. allavega þá hlakka mig til að vita ákvörðunina  sama á hvaða hátt hún fer, báðir möugleikarnir með sína kosti!;D en gott að það er gaman hjá þér og gott veður,  langar svo að vera hjá þér í góðu veðri;P haha enn allavega.. heyri í þér fljótlega ;*

Elínin (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:28

2 identicon

hvað segiru....ætlaru að bjóða mér upp á 30° hita eða meira? hljómar vel!

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:22

3 identicon

hah þú ert ágæt!! ég held nú samt ég geti giskað á ákvörðunina þína mín kæra... en við ræðum það seinna :)

annars líst mér aðeins of vel á það að við séum að koma í hitann til þin.. ég er ekki alveg að fíla þetta veður á íslandi þessa dagana.. snjór einn daginn og svo glampandi sól næsta daginn,... þetta getur ruglað mann í ríminu :)

en já þarf endilega að fara að heyra í þér uppá smá plan fyrir ferðina þar sem það eru ekki nema 31 dagur þangað til við komum og ennþá fuuulllt sem þarf að plana :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 10:47

4 identicon

Hæ Heiðrún mín, Edda frænka þín hérna. Jú, ég er líka ein af þeim sem kíki á bloggið þitt af og til og hef gaman af. Var núna rétt í þessu að sjá þínar síðustu færslur og ákvað að kommentera á þær, úr því þú ert að biðja um það. Og þá langaði mig að segja að það að ferðast í einn vetur á einhverja staði sem þú hefur aldrei komið á áður, þarf ekki bara að fela í sér einhverja skemmtun þá stundina, heldur muntu búa að þeirri reynslu allt þitt líf, sama hver hún verður. Þannig að það þarf ekkert endilega að stilla þessum tveimur valkostum upp sem skemmtun annars vegar og svo skóla hins vegar. Ábyrgðarleysi vs. ábyrgð. Þetta er náttúrulega  bara 10 eininga námskeið í skóla lífsins. Og svo hins vegar finnur maður stundum hvenær komið er nóg. Og þá er líka allt í lagi að segja pass, sama hversu spennandi hlutirnir hljóma. Það er ekki mikil hjálp í þessu, er það? Þannig að ég bæti aðeins um betur. Það er bara ein rétt ákvörðun sem þú getur tekið og það er ákvörðunin sem þú ert sátt við.

 

Annars virðumst við vera að fást við svipaða hluti þessa dagana, að þrífa upp kúk og piss. Skrítið þetta líf. J Katrín er alltaf að æfa sig að fara á klósettið en stundum kemst hún ekki alla leið. Hún varð tveggja ára um daginn og fékk þrjú sett af nærfötum sem hún var svo ánægð með að hún klæddi sig í þau öll í einu, og pissaði svo í gegnum þau öll á einu bretti. Það fór þó að minnsta kosti ekki mikið á gólfið. Nóg í bili.

 

Kærar kveðjur,

Edda

 

Edda frænka (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband