Bad boys are bad!

Spurning um nýtt blogg? Komin með nóg af áhyggjum síðustu helgar! En til að uppdeita koppa málið þá gengur það rosa vel. Stelpan er alveg að ná þessu og kannski eitt slys á dag.

Vikan búin að vera ágæt fínasta veður komið svona peysuveður, 10 - 15 stig. Fór ekki útúr húsi á mánudaginn, var uppi að taka til og skipuleggja og hugsa sambandi við næsta ár. Kom svo sem ekkert útúr því frekar en fyrri daginn ágúst janúar eða mai er stóra spurningin, skóli eða ekki!! ahhhhhh hata að taka ákvarðanir!! Ætla að leggja þetta fyrir fólkið hérna!

Option 1: Extend for 6 or 9 months, go on a vacation to Paul what are you offering?, come home in jan or may and work til school starts 2009. Vicy has already extended. Have more time with the family and my kids. Once in a lifetime opportunity

ísl. Framlengja um annað hvort 6 eða 9 mánuði. Fara með þeim í frí um veturinn til Florida eða svo líka í siglingu um bresku eyjarnar eða eitthvað annað ekki komið á hreint. Fresta skóla og koma heim í janúar eða mai og fara að vinna fram á haustið. Tækifæri sem mér mun ekki bjóðast aftur. Vicy búin að framlengja!

Option 2: Follow the original plan, come home in august and go to school.

ísl.Fylgja upphaflegu plani, koma heim í ágúst og fara í skóla.

Need good answers no 1 word comment plz.
 

Vil fá svör í kommentum og rökstuðning. Ekkert bara 1 orð heldur alvöru takk annars verður það ógilt!!! 

 Fór svo með Vicy á Lifehouse tónleika, Vicy þekkir hljómsveitina ekki mikið bara nokkur lög og þannig en var samt til í að kíkja á þá. Semsag við mættum í ekkert smá töffaðan ballroom sal, var svona miðaldalegur með hráum veggjum og læti. Svo byrjaði þetta með startup bandi sem heitir HoneyHoney, ágætis tónlist áttu gott lag en söngkonan var frekar pirrandi. Svo kom pása og við héldum að Lifehouse myndi stíga á stokk næst. Jæja svo kom næsta band á sviðið og var það Matt Nathanson hann var svona líka góður fyndinn og skemmtilegur, ágætur fyrir augað líka InLove Vicy sagði eitthvað við mig en ég var ekki að pæla heldur hlusta. Svo kláraði hann 30 min seinna og hún leit á mig og hló sagði þetta vera pínu lélegt. Spurði svo hvort við ættum ekki að drífa okkur! Ég spurði hvert og hún sagði heim! Hún hélt að Matt Nathanson væri Lifehouse *vandræðalegt* fannst skrýtið að þeir tóku ekkert af lögunum sem hún þekkti.  Hlógum mikið að þessu.

Heyrðu er með soldið sem ég þarf að bera undir ameríkuhópinn sem fyrst! zootophia!

 Matt var í fríi í skólanum á miðvikudaginn og fórum við á chuck'e'cheese með skarann eða Ég með Char og Matt, Vic með Katie, Richelle með Jakob og Sally með Noah og Zahary. Enginn smá hópur þar á ferð og svaka stuð. Fyrsta skipti sem ég fer með krakkana þangað (veit að ágústa fór nokkrum sinnum hehe) en þetta verður pottþétt ekki í það síðasta!!! Við stelpurnar höfðum svo gaman af þessu að við ákváðum að fara í Dave & Busters um kvöldið og leika okkur aðeins meira. Þegar kvöldið kom svo beiluðum við á því ( D&B er sko fullorðins, og við vorum bara góðar í barnatækjunum Whistling ) fórum á Applebees og fengum okkur að borða namminamm!

Í dag er ég svo að vinna auka er semsagt búin að vera að vinna frá 7,30 í morgun og kl er 22,30 núna og á ég einhvern tíma eftir.  Stuð á þessu, svo verð ég í fríi á morgun en get ekkert gert annaðkvöld þar sem hjónin eru að fara til MV á sunnudaginn og ég verð ein með krakkana fram á mánudag já gaman að þessu. Shocking er orðin pínu þreytt á þessu en hei hvað getur maður gert!

Annars er ég næstum pottþétt að fara til Philly á sunnudaginn í næstu viku skoða liberty bell og það alltsaman, og næstum hugsanlega til New Orleans í lok apríl spennandi tímar framunda, svo er maður að fara til MV í spring break eða frá laugardegi 19 til 23 af apríl. Ágætt svo sem nema hvað að Richelle fer þann 23. Hún verður með kveðjupartý í Greens þann 18 sem ég mæti og verð svo skrautleg í bílnum og svo matarboð þann 20 sem ég missi af og svo fer hún sama dag og ég kem heim. Mikill söknuður sem verður þar Crying En lífið heldur áfram er það ekki?

"Girls fall for bad boys, thats the way it goes. The bad boys are bad and you're not gonna change them, but its not your fault! you cant help who you're attracted to so its up to the decent guy to make himself more interesting"

- Paul when he came home buzzy last night. He's kinda right isn't he?

Hope I quoted you right Paul!

That's all folks


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ok! þú veist hvað mér finnst!! og ég get rökstutt það eins og mér sé borgað fyrir það og get sent þér margra blaðsíðna ritgerð um það ef þú gefur mér nokkra daga!! Málið er að ég held þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað við á Íslandi söknum þín mikið. Það vantar þig. Þegar allt er í klessu þá ert það svo oft þú sem getur lagað það á einhvern undraverðan hátt og ég held það gæti verið doldið slæmt að hafa allt í klessu í svona langan tíma...!! Heiðrúnu heim takk!!

En já varðandi þetta kvót þá gæti ég bara ekki verið meira sammála.

heyrumst vonandi sem allra fyrst... og hafðu það gott snúlla. Knús !!

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:38

2 identicon

okey, heiðrún sorrý en florida! ég skal fara þangað með þér! en ef þið munuð fara í siglingu eða gera e-h annað sem er mjög líklegt að þú munir ekki fá tækifæri til, þá er náttúrlega frábært að þú munir hafa gaman, en þá er eins gott að þú komir EKKI seinna en janúar!!!!! þíns er sárt saknað! þó að ég myndi helst vilja fá þig heim sem fyrst, þá er bara gott mál að njóta tækifæranna, EN ef þú ætlar að vera lengur til þess að vera bara að spóka þig um í flórída, þá verð ég fúl út í þig! ;)

með lifehouse þá held ég að ég þekki bara eitt lag með þeim, "hanging by a moment", nema það séu síðan önnur lög sem ég þekki en veit ekki að það eru þeir sem spila það...

þetta er fínt kvót! skyldi samt ekki alveg en það er aukaatriði... hehe ;P

steinka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:29

3 identicon

Já, Chuck'E'Cheese er fínn staður. Svona fínn staður þar sem krakkarnir geta útkeyrt sig, farið beint í bað og steinsofnað. (Enda veitti heldur ekki af því hjá úper kreisí strákunum sem ég var að passa..) Það var samt eitt skipti þar sem það tók mig 20 mínútur að koma strákunum út af staðnum vegna þess að þeir voru að heimta ís úr einhverri vél, og ég sagði alltaf bara "Nei, er ekki með pening" (sem var lygi nottla) En það endaði þannig að ógeðslega sæti strákurinn sem var að vinna þarna vorkenndi mér svo, og opnaði ísvélina og náði í íspinna handa þeim... *Roðn*

Samt verst að það er ekki Monkey Joe's hjá þér í NY, það er mega fínn hoppukastalastaður. Meira að segja líka svona lítið leikhorn og mini hoppukastali fyrir 3 ára og yngri börnin. Mega gaman.. Þurfti bara að sitja á rassinum og drekka ógeðslega vont diet coke úr vél... Já, og lesa Cosmo.

Bæjó, og góða helgi..

Ágústa Sv. (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 16:32

4 identicon

er ekki skemmtilegra að njóta lífsins, held það. Klárt mál að ég myndi ferðast út um allt ef það biðist og ég myndi meika að taka breik úr skóla á annað borð. Þannig að kostur 1 er kl árlega betri

Óli (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:06

5 identicon

Ég verð sko bara að kommenta á þetta ...

 Framlengdu ekki spurning!! Hvenær helduru að þú fáir þetta tækifæri aftur - að fara og ferðast og ferðast - kannski aldrei !!Þú vilt örugglega ekki missa af því sem þú gætir verið að fara að upplifa.. ( og ef þetta er eitthvað leiðinlegt (trúi því samt ekki) þá geturu alltaf komið heim og farið þá bara að vinna fram á haust 2009).  Maður lifir náttlega bara einu sinni og maður á að njóta þess ! Skólinn getur alveg beðið í ár og fyrir utan það þá ertu svo sem ekki að missa af neinu á klakanum (nema þá að vera með fjölskyldu og vinum.. ) en þú segir bara öllum að þeir verði bara að koma og heimsækja þig ef þau vilja hitta þig :P

 En allavega, gaman að lesa bloggið þitt og haltu áfram að skemmta þér :)

Dögg (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:59

6 identicon

Já, ég ætla nú ekkert að tjá mig um hvort þú eigir að vera lengur úti eða ekki. Verður barasta að ákveða það sjálf og sætta þig við að ég hjálpa þér lítið við þá ákvörðun.

Bad boys will be bad boys, but stupid girls will be stupid girls. Ég kenni nú ansi oft stelpunni um að falla fyrir gaur sem kemur ílla fram við hana. Maður ræður víst ekki hverjum maður verður hrifin af en maður ræður nú alveg hvort maður gerir e-ð í því eða ekki? Eða miskildi ég lífið og hæfileikan til að ákveða hlutina sjálfur? Að láta stjórnarst af tilfiningum einum saman og engum rökum endar oftast nær í rugli er ég nokkuð viss um. Stundum verður maður (lesist stelpur) að læra af reynslunni og hætta að láta koma ílla fram við sig og ætlast svo til að fólk vorkenni þeim, það verður þreytt og hallærislegt með tíð og tíma.

En hvað veit ég

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:36

7 identicon

Ég vil að þú komir heim sem fyrst og það er góð og gild ástæða fyrir því! Ég sakna þín þvílíkt mikið! En ég skil alveg að þú viljir vera lengur því þetta er bara once in a lifetime! Kannski verð ég rík á næstunni hmmmm.... og þá get ég komið í heimsókn til þín;)

Katrín (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 10:38

8 identicon

Vera áfram úti. Við erum sammála Dögg.

Svona tækifæri býðst bara 1x á ævinni. Mamma þín liggur á netinu til að fá gott far út.

Bless bless

                                       Solla og Óli

solla og oli (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:26

9 identicon

Össs... ég segi að vera úti lengur, skiptir engu með að fresta skóla í ár í viðbót ef þú hefur tækifæri til að gera eikkverja úberskemmtilega hluti sem munu kannski ekki bjóðast þér aftur.

En það er bara mín skoðun... flott blogg hjá þér heiðrún... er stundum að njósna hvernig er í ameríkunni;) hehehe...

Signý (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:35

10 identicon

Já Heiðrún vertu bara lengur úti... ég vildi að ég hefði gert eitthvað svona sniðugt, skólinn hleypur ekkert í burtu frá þér og ef þú kemur heim og byrjar strax og verður kannski orðin leið eftir mánuð og pælir af hverju þú sért ekki að sjá heiminn í staðin fyrir að vera ári fyrr grafin ofan í bækurnar! þannig njóttu bara lífsins!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

Jóhanna Margrét Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 11:35

11 identicon

Hæ sæta mín! Þó að ég sé farin að sakna þín alveg helling þá segi ég að þú eigir að nota þetta tækifæri og vera lengur úti... Eitt ár til eða frá skiptir engu í sambandi við skóla! En ákvörðunin er samt sem áður þín, enginn sem getur ákveðið þetta fyrir þig...

Vona að þú hafir það og þurfum svo að fara að heyrast við tækifæri.. alltof langt síðan

Hjördís Sif (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband