pípí og púpí

Já blessaðir kúk og piss brandararnir hafa komið upp í huga mér síðast liðnu daga. Ég var aldrei hrifin af þeim og þótti þeir asnalegir svo afhverju er ég að hugsa um þá núna?

Jú svarið er potty-training eða koppavenjun. Mér var falið það gríðarlega mikilvæga hlutverk að koppavenja stelpuna! Miðvikudagurinn var valinn til verksins. Fór með strákinn í skólann og svo var bleyjan tekin af. Frá 8.45am til 11.59 am skipti ég 4x um föt á stelpunni. JEI gaman hjá mér En svo fór þetta að ganga. Fyrst kom piss eftir hádegið og svo kúkur um kvöldið. Já þessi orð eru mér orðin mjög töm. Svokölluð higlights! HAHA Fimmtudagurinn gekk mjög vel 4 piss og 1 kúkur og aðeins 1 fataskipti trúiði því hún er að ná því stelpan!
Föstudagurinn kom og það voru sko 7 piss og 2 kúkar (?fallbeyging?) vorum ekki einu sinni heima um daginn og læti! Var alveg svaka ánægð og hún litla líka! Fórum í target saman og völdum nærbuxur fyrir "stóru stelpuna"  Völdum my little pony, minnie mouse, hello kitty og mitt uppáhalds princesses!!!

Heyrðu svo kom laugardagurinn og foreldarnir tóku við. Það fór ekki betur en svo að stelpan hljóp 2x á pottyinn og settist niður án þess að einhver hjálpaði henni svo það fór bara allt í gegn. Þá var ákveðið að taka hana úr buxunum svo hún gæti bara hlaupið þegar hún þurfti. *Slæm Hugmynd* Devil   Foreldarnir fóru út að borða um 5 leytið og ég tók við. Stelpan byrjaði á að pissa á teppið eða smá allavega, hlupum svo með hana á koppinn. Hún stóð svo upp og fór að leika sér ég ekki allhress með þetta. Fór út með ruslið og svo mæti ég henni þegar hún segist þurfa að fara aftur. Jújú ég segi henni að setjast og sé eitthvað á gólfinu. Haldiði ekki að það hafi verið púpí útum allt gólf!! AAAAAAA ég fékk taugaáfall, skipaði stelpunni að setjast á kopinn og stráknum að halda sig uppi meðan ég fór og þreif stofuna. Og núna eru 5 disinfecting klútar á teppinu jammí takk fyrir ... Sick  stelpan öll út í þessu því meðan hún sat á kopnum tók hún eftir því að það var eitthvað á löppunum og byrjaði að skæla yfir því að hún væri messí og fór að þurka þetta með puttunum sem fóru svo í hárið og já ég veit ekki hvað og hvað. Reif hana uppí sturtu og pakkaði henni inní svefn galla, engar tær engar lappir ekkert sem getur farið á gólfið! úff  Svona fer þegar foreldrarnir komast í málið og skipta sér af!

já ég borðaði ekki kvöldmat eftir þetta!  

 Annars átti ég ágætis fyrripart af deginum. Kíkti í mollið og naut þess að labba um og skoða í fyrsta skipti síðan í desember þegar Elín fór haha LoL Keypti mér gallabuxur pils nokkra boli stuttbuxur 2 sandala og einhver krem. Maður verður að byrja að pakka niður vetrarfötunum því sumarið er að koma! Spáð 65°í næstu viku JEI!!! kominn tími til! Annars veit ég ekki hvað morgundagurinn verður. 

Er líklegast að fara í 2 ferðalög í apríl, 1 dags ferð með stelpunum til Philly að skoða libertybell og allt það dæmi og svo down south eitthvert. Annað hvort New Orleans eða Memphis. Megið endilega segja ykkar skoðun á þessu í kommentum hvert á ég að fara??

 Til hamingju Kata, fyrst að svara spurningu mánaðarins, í verðlaun eru trio á Applebee's láttu mig vita hvaða dag þú villt svo ég geti pantað borð! Tounge

Hædí - öflug með koppinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáhá!! þetta er afskaplega áhugavert blogg hjá þér !!! og það er greinilegt að þú ert að gera góða hluti þarna úti :) híhí við þurfum svo að fara að heyrast við tækifæri :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:45

2 identicon

Hæ ástin mín ! Það er alltaf gaman að lesa bloggin þín, þau koma mér alltaf í gott skap en vel á minnst takk fyrir síðast gott að vita til þess að við fórum ekki alveg með þig í búðarferðunum . Vel á minnst ég þarf líklega að fá þig í sendiferð fyrir mig ég hef líklega ekki keypt nóg af skóm vantar eitt par til en tala um það við þig í símanum. Önnur sólin er komin upp mjög falleg pabbi þinn er að hugsa hvernig hann eigi að festa hina svo vel fari vona að hann hugsi ekki of lengi. Hafðu það gott vina mín og við heyrumst. mamma

Mamma (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:14

3 identicon

Jeij ég er kem næstu helgi á einkaþotunni minni og við förum út að borða saman! Úff bara ef ég ætti pening og gæti komið til þín því ég sakna þín svo mikið! Var að tala við Shebu og við vorum að tala um kallana á sjónum og þá fór ég að hugsa um þegar við hertókum setustofuna og vorum að horfa á nágranna og oc:)! Sheba átti litla sæta stelpu 20 febrúar og hún heitir Eva Viktoría, algjör snúlla!

En wow hvað ég er stolt af þér að hlaupa ekki út öskrandi þegar stelpan skeit á GÓLFIÐ og setti það svo í hárið! Úff þetta hefur tekið á!  

Kata (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:43

4 identicon

Vá... bara svaka húllumhæ! Ég lenti nú í ýmsu ansi skrautlegu á mínum 3 mánuðum í USA. Þegar þú nefndir þetta með disinfecting-klútana (Hvar væru Ameríkanar án Clorox wipes...???), þá minnti það mig smá á það þegar ælupestin "skemmtilega" var þarna þegar skötuhjúin skelltu sér til Florida að chilla.. Don (afi gamli) kom heim daginn eftir með 2 brúsa af einhverju svona bakteríudrepandi spreyi (með hræðilegri lykt í þokkabót..) og tæmdi úr 2 brúsum á einum degi. Þetta var, að mig minnir, hálftíma ferli alveg, hann tók eitt herbergi í senn, þrátt fyrir að það voru bara þrjú herbergi sem voru illa lyktandi... Satt að segja var ólíft inní herbergjunum útaf þessu blessuðu spreyi.. Það var verra en gubbufýlan..hehe. Núna skil ég alveg hvað hann átti við þegar hann sagði alltaf "Ágústa, I'm too old to be a grandpa..." svona fimm-tíu sinnum á dag...hmmmm...

Jább... en annars er allt fínt að frétta af mér, er komin með smá svona smá USA-ferðaþrá.. svona eins og ég bjóst eiginlega við... en ég sé samt ekki eftir því að hafa flúið "the war zone"..

Blæjjó!

Ágústa Sv. (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband