Mig dreymdi draum...

...ég var stödd útá flugvelli, beið og beið og sé svo mömmu og pabba labba útum hurðina. Við tók þessi mikli fögnuður og keyrt var heim. Stoppuðum á IHop og svo heim. Gaman að geta kynnt fólk fyrir raunveruleika mínum þetta árið þó að það hafi aðeins verið í draumi. Einnig var afmælið hjá pabba í miklu aðalhlutverki og afmælisgjöfin, ferð á formúluna í þýskalandi sló held ég í gegn.

Kíktum á Lion King, Chinatown, Battery Park, Ground Zero, Times square, Grand Central. Barnaby's og Baylie cirkus og læti. Lion King var algjört æði og stóð uppúr hjá mér. Einnig kíktum við á Staghorn steakhouse og var þar aðeins of mikið í boði, hef ekki séð svona mikið kjöt síðan í fjárhúsinu forðum daga tókum bíl heim og voða kósý. Svo verður draumurinn svoldi blurry. Sá Macy's Herald Square allavega slatta oft...

Minnir samt að fullt af rauðum skóm hafi komið við sögu og ál sólir, kem því ekki alveg fyrir mig samt. Sé eitthvað í sambandi við 300 pappadiska og Levi's og Polo gallabuxur. Fórum einnig á staði sem ég hef aldrei komið áður á. Stoppuðum á/í Cold Spring Harbour og Huntington. Fórum í mjög sætar búðir á fyrrnefnda staðnum og Svaka flottan veitingastað í Huntington. Hanu eða Honu eða eitthvað svoleiðis, forrétta bar mjög töff staður. Krakkarnir tóku þeim rosavel og Matt og mamma og Char og Pabbi urðu alveg best buddies. Fengu páskaegg og læti. Eitt var gegnumgangandi yfir allan drauminn en það var Puma merkið, veit ekki alveg hvað það þýðir en það var alltaf í bakgrunninum. Af því tilefni fór ég í dag og keypti mér nýja Puma skó, fannst þetta vera eitthvað sign eða eitthvað hehe...

 En einsog allir góðir hlutir hlaut þessi draumur að enda, var vel útsofin og ánægð eftir hann. Rosa gott að geta átt svona drauma öðru hvoru.

 

Annars voru páskarnir um helgina, ekkert hátíðlegt hér, skírdagur og föstudagurinn langi bara venjulegir vinnudagar og Matt fékk frí í skólanum því það var ekki búinn að vera neinn Snow Day og í dag líka. Spes þessir kanar, æji ekki búið að vera neitt frí í vetur vegna veðurs, gefum þeim bara 3 daga frí. Nýbúin að vera í vetrarfríi og Vorfríið að koma upp eftir 3 vikur. Dí segi ekki annað. Fórum í páskaeggjaleit á föstudaginn í spooky park og náðu krakkarnir allmörgum eggjum, fullum af sælgæti. Hengum svo með Victoriu og Katie um daginn. Á sunnudaginn páskadaginn sjálfan fórum við til foreldra Pauls í mat, fínn matur enda elskulegustu hjón. Krakkarnir vöknuðu snemma og leituðu að páskaeggjunum sem páskakanínan hafði falið á neðri hæðinni. Einnig fengu þau páskakörfu fulla af sælgæti og dóti, legó, dvd bangsa og fleira. Keyrðum heim frá PW og sá ég þá magnaðasta útsýni yfir manhattan sem ég hef séð, verð að fara þangað aftur og taka mynd. Aðeins of töff. 

 

Læt þetta vera gott í bili 

 

DSC02173

 

 úff sjáiði magnið af matnum, sendum 75% til baka.

 

 

 

 

 

DSC02263

 

sætu englarnir mínir

 

 

 

 

 

 

DSC02252

 

og ein af kjólnum awwww

 

 

 

 

 

 

DSC02248

 

sjáiði þessar snúllur, hvað Charlotte er glöð að benda á eggin sem sjást reyndar ekki... Matt svaka gæji með kærustuna við hliðina á sér sætu alltaf hreint!!! 

 

 

 

 

 

Endilega kommenta svo 


Til hamingju pabbi!

 

Jæja ágætu lesendur ákvað að skella inn örfáum línum - sem verða eflaust langar- í tilefni þess að ég hef ekkert annað að gera! Tounge 

Ég vil byrja á að óska pabba innilega til hamingju með daginn!!! Stórt tilefni og ekki verra að geta fagnað með honum í dag! 

Mamma og Pabbi komu í gær og var það rosa gaman að sjá þau eftir tæplega 8 mánuði! Þau stóðu við sitt og ferðuðust þungt sem veldur því að þau munu ekki geta verslað neitt hérna!!! right!!

Annars var helgin busy! Fór á föstudag með Lotte og Katie inní manhattan og kíktum við á Pink Elephant og Home- held að klúbburinn heiti það. Lotte þekkir promoter á þessum stöðum og fórum við því vip inn og allt frítt! Misstum svo af lestinni heim og pínu var það pínu ævintýri útaf fyrir sig.Ekki slæmt, nema hvað laugardagurinn var pínu slæmur Wink

Á laugardaginn þegar maður var orðinn gönguhæfur kíkti ég svo út með Richelle og Andrew. Fórum við á Sullivan's fengum okkur að borða það og kíktum svo á green's. Ég fór svo heim þar sem ég leyfði Paul og Tinu að fara út. Þess má geta að veðrið um helgina var brjálað, stormur og læti sem olli því að ekkert sjónvarp enginn sími og það sem verst var ekkert internet!!

Veðrið var það brjálað á fimmt kvöldið að glugginn minn hélt alltaf áfram að opnast alla nóttina svo ég hreinlega svaf á glugganum í klst eða svo... Sleeping  

Jæja aftur að helginni, Sunnudagurinn kom og fór og fórum ég ásamt Richelle í barnaafmæli hjá stelpunni hennar sem varð 4 ára. Afmælið var haldið í risastórum íþróttasal og var mjög gaman, öskubuska kom í heimssókn og læti Wizardeftir það héldum við Richelle og Rachel í the colliseum þar sem Arena Football var spilaður, það er amerískur fótbolti sem er samt pínulítill afþví hann er innanhúss. Rachel er að deita gaur í liðinu og gaf hann okkur fría miða. Þaðan fórum við út að borða á Fridays og svo á Greens.  

Mánudagur tók aðeins til og hélt útá flugvöll þar sem maður hitti Önnu Margréti á leið til Naples og svo ma og pa! Já það var gaman að sjá þau aftur! 

Heyrðu hef gleymt að segja það hérna en ég er byrjuð í skóla aftur, er í Nassau community college með Katie. Við fundum ekkert áhugavert svo við ákvaðum að taka rússnesku á þetta! svaka stuð á okkur og erum  við orðnar pínu klárar sko, kennarinn er nettruglaður  en dúlla samt. Hann ákvað að allir þyrftu að hafa rússneskt nafn í tímanum og Heiðrún er ekki til í rússnesku né Heidi svo Natasha var ákveðið. Þar hafið þið það, geng undir 3 nöfnum!  мое имя Natasha

Með þessu kveð ég ykkur kæru lesendur mamma var að vakna! LoL


It sucks to be me!!!

Jæja komið að nýju bloggi! Margt búið að gerast síðan síðast, allir farnir að pæla í því hvenær ég kem heim og ég veit ekki neitt! Kannski í ágúst kannski janúar eða mai! Aldrei að vita! Cool Annars er ég að pæla í að taka smá road-trip í ágúst. Fara í lestarferð til chicago og california og taka smá túr um vesturströndina. Kristjana og Steinunn hafa báðar sýnt áhuga á að koma með mér! og ef einhverjir fleiri hafa áhuga þá bara skella sér með!

Nóg búið að vera að gerast undanfarið. Búin að hanga mikið með Richelle en það fer að styttast óttalega mikið í heimför hennar! Paul tók þátt í leiksýningu um síðustu helgi og tók ég einn þáttinn uppá  myndavél og verður þessu skellt á netið þegar ég næ í myndavélina ef einhver hefur áhuga það er að segja. 

Vicktoria kom heim um síðustu helgi úr siglingu um  karabía hafið. Smá öfund í gangi hefði ekkert á móti því að skreppa til bahamas úr kuldanum.  Vorum pínu að plana að fara kannski í júní hehe.

Fór inní nyc um síðustu helgi með Richelle, sáum Avenue Q á broadway, asskoti góð sýning bara. Gary Coleman í henni og svo prúðuleikarar hehe.

 Annars eru Tina og Paul að fara til Martha's Vineyard á morgun og ég verð ein með krakkana JEI reyndar mun Richelle gista hjá mér en þetta verður spes helgi, búið að vera erfið vika með krakkana.  Matthew týndi svo báðum hægri skónum sínum, hann á bara 2 sem hann getur gengið í svo kl 8,20 í morgun var ekkert skópar til að fara í í skólann. Minn maður tók bara upp snjóstígvélin sín og fór í þeim, leikfimi og allt í dag hehe greyið strákurinn!

Held ég hafi ekkert annað að segja, bara smá updeit svona.  Whistling

Jei og fullt af kommentum svo! 


Herra Valentínus

já komið að nýju bloggi held ég! Verð að losa einhverja hérna úr viðjum forvitninnar og segja aðeins frá sambandi mínu við lögguna hér í bæ. Nú þetta er pínkulítill bær sem ég er í rétt um ein fermíla á stærð en ég veit ekki hvað margar löggur. Þetta er rólyndis bær sem aldrei neitt gerist í og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að stoppa fólk sem stoppar ekki alveg á línunni eða talar í síma í bílnum. Er ég sú eina sem hef ekki verið stoppuð af þeim.

Eða þannig!

Við upphaf þessarar sögu er vert að geta þess að hreingerningardagar í herberginu mínu eru á sunnudögum. Ef ég er ekki heima þá verð ég að gera það á þriðjudögum. Þeir sem þekkja mig líka vita það að ég á of mikið af dóti. Usa er engin undantekning, ég á það mikið af dóti að ég veit ekkert hvað ég á að gera við það. Tek til en samt er einhver óregla á þessu. Bið hér með um tip varðandi þetta. Þetta var einnig vikan eftir skíðaferðina ógurlegu þannig að mér hafði ekki gefist tími til að taka til. Verð líka að segja að húsið er alltaf í tiptoppi hver einasti hlutur á sér stað og er þar. Alltaf!

Sea Cliff og nágrannabæjirnir (Glen Head, Glen Cove) hafa sætt innbrotum síðustu viku þeir halda að þetta sé einn maður sem fari labbandi inn. Taki lausamuni (skartgripi, fartölvur...) og labbi heim. Löggan hérna sem hefur ekkert að gera er orðin pínu pirruð á þessu og vill fara að ná honum.

Ókei, febrúar 14 2008 rann upp. Valentínusardagurinn sjálfur. Tina tók sér frí frá vinnu til að  fara með bekknum hans Matthews í the planeterium. Allt í góðu með það, ég og Char fórum í músík og þaðan fórum við í pizzu og héldum svo heim, þannig er sko mál með vexti að þrífikonan kemur alltaf á fimmtudögum og tekur húsið í geng en okkur semur ekkert þannig eða hún fer pínuí mig þannig að ég tek char alltaf í hádegismat og svo förum við heim og þá er hún farin. Nema þarna, ég keyrði framhjá húsinu en ákvað að fara til richelle þar sem hún var heima. Nema hvað ég mæti Tinu á leiðinn, hún fer heim og þá er þrífikonan farin. 

Hún fer inn og heyrir fótstepp uppi. Kallar hvort einhver sé þarna og fer uppá 2 hæðina. Þegar hún er komin þangað ákveður hún að hún geti hvort eð er ekki gert neitt ef það er einhver inni svo hún kallar að hún sé að að hringja á lögguna nema hvað að hún gerir það.

Hérna mæta svo 3 löggubílar fullir af löggumönnum og þyrla, Police já það var þyrla yfir húsinu. Engin smá athygli sem beindist að húsinu hehe... Allavega löggumennirnir hlupu um allt húsið í alla króka og kima og þeir eru margir. Enginn finnst en einn löggugaurinn segir að allt húsið líti út einsog það eigi að vera miðað við það sem hann sjái. - Nema eitt herbergið uppá 3 hæðinni, miðað við restina af húsinu líti það herbergi út fyrir að hafa verið brotist inní... Já talandi um vandræðalegt! 

 


no whities on my bus!!!

halló, langt síðan ég hef séð þig, já veistu ég sko... var alltaf á leiðinni en svo hafði ég aldrei tíma og svo var þetta bara orðið svo leiðinlega langt eitthvað. Jájá blessuð vertu getur komið fyrir hvern sem er! já ég ákvað allavega að eyða þessu vandræðalega mómenti og líta inn! Já töff er gakktu í bæinn. Takk, hvað hefuru svo verið að gera síðan síðast??

 

Tja ég kíkti á Spice girls tónleika einhvern tímann fyrir löngu, það var alveg æðisgengilega gaman. Tók fullt af myndum og vídjóum sem þú getur kíkt á. Það er allt á myndasíðunni! Fór með Richelle og sátum við bara á nokkuð góðum stað! Maðurinn sem sat við hliðina á chelle var pínu spes, leit út fyrir að vera á fimmtugsaldrinum en kunni alla textana og söng af lífsins löngun. Tók einnig nokkur dansspor með. Allavega alveg æðislegt að hafa séð þær einu sinni, þær voru jú svo stór hluti af lífi mínu eitt sinn.

Heyrðu þetta hljómar bara nokkuð gaman en varstu ekki að fara í eitthvað ferðalag? haha jú ég skrapp sko í svona skíðaferð sem ég fann á netinu og hljómaði mjög vel. Já og hvað? gekk það ekki alveg upp? Tja... það var gaman ætla ekki að neita fyrir það en ehhhh ekki alveg einsog ég hafði búist við.  Ok haltu áfram

Já sko semsagt ég og Katie sáum ferð á party síðunni okkar sem auglýsti skíðaferð með öllu inniföldnu á nokkuð góðum díl. Við ákváðum að taka því. Dagurinn langþráði kom og eftir að hafa eytt kvöldinu áður gramsandi að vettlingum og húfu setja ofan í tösku leitandi að snjóbuxunum sem elín kom með og súmóúlpunni minni í dágóðan tíma. Paul kom heim 3,15 á föstudeginum en við ætluðum að taka 3.46 lestina inná penn station. Ferðin byrjaði ekki betur en svo að við misstum af lestinni. Tókum næstu lest og vorum komnar inná Penn 4,50. Rútan átti að fara klukkan 5 svo það var ekki seinna vænna en að drífa sig.

Við sáum rútuna loksins á horni 33 and 8th kynntum okkur fyrir latino stúlku en við kipptum okkur ekkert upp við það enda ekki sú fyrsta sem við sáum. Þegar við stigum uppí partý rútuna sem hljómaði af tónlist og skvaldi var skyndilega óþægileg þögn, hálffull rútan leit á okkur og sáum við strax afhverju, við vorum nebblega ekki með tómatsósu á enninu (kíktum á það á undan) málið var að við vorum þær skjanna hvítustu manneskjur í rútunni. Þær einu sem gætu sagst vera af caucasional kynþætti. Við fundum okkur sæti og grúfðum okkur niður í það létum lítið fyrir okkur fara og biðum eftir að rútan fylltist svo við gætum komist af stað.

Þegar rútan fór á stað við fögnuð okkar katie varð okkur ljóst að við vorum enn í miklum minnihluta eða 2 á móti 50 (rútan tók 52) og má einhver segja mér prósentuna hugsa að hún sé lá. Nú við hlógum bara og göntuðumst með þetta enda erum við nú að koma úr nyc!  Við mættum á staðinn um 8 leytið, vorum staddar í Ellenville nálægt Catskill fjallinu og Hunter fjalli. Fínasta hótel enda einhver privat sveita klúbbur. Tjékkuðum okkur inn og fundum herbergið okkar. Kvöldmaturinn var pizza og kjúklinga vængir. Gaurinn rétti okkur grænmetis pizzu og sagðist ekki einu sinni bjóða okkur pepperóníið þar sem allt hvíta fólkið sem hann hefði afgreitt um ævina vildi alltaf grænmetis pizzu. Við tókum sneiðina hljóðalaust og flýttum okkur að borða. Ákváðum að fara ekki í náttfatapartýið þar sem við komumst að því að buxurnar okkar og bleiki stuttermabolurinn myndi ekki hafa neitt í korselettin og stuttu pífupilsin sem kynsystur okkar ætluðu að klæðast. Ákváðum bara að fara í háttinn og mæta snemma á skíðin daginn eftir. 

Fórum uppá hótelherbergi um 10 leytið og komumst að því að helmingurinn af herberginu var á floti eða teppi á gólfinu var svo blautt að ef þú settir strigaskóna á gólfið voru þeir orðnir blautir í gegn. Nú ég dóttir móður minnar hringdi til að kvarta, enginn svaraði svo ég hringdi í öll þau númer sem mér datt í hug þar til ég fékk samband við móttökuna. Tilkynnti ég þeim að gólfið í herberginu okkar væri rennblautt og vildum við að eitthvað yrði gert. Þau sögðust koma skömmu seinna.

á miðnætti hrukkum við svo báðar upp við að einhver bankaði á hurðina. Við ákváðum að svara ekki þar sem við töldum okkur ekki vilja vera í minnihluta að ræða við einhvern í misgóðu ástandi á miðnætti. Nú þá heyrum við að korti er rennt í hurðina og hún opnuð, þetta var sem sagt starfsmaður frá hótelinu en við svo sniðugar að hafa hurðina dobbel læsta. Þannig að hún opnaðist aðeins einsog 1 sm. Maðurinn var ekki alveg að ná því og ýtti hurðinni nokkrum sinnum og svo fast að við héldum að hún ætlaði af hinu megin. Öskruðum aðeins og spurðum hvað væri í gangi.

Ég víkingurinn mikli beit á jaxlinn og opnaði hurðina, öskraði aðeins á hann hvað í fjandanum hann væri að gera rífandi upp hurðina á miðnætti þegar hún væri læst. Hann sagðist hafa verið sendur frá lobbýinu til að gefa okkur straujárn. Maðurinn ætlaðist til að við straujuðum blautt teppið. Ég þakkaði fyrir og sendi hann burt með straujárnið og urraði þegar hann rétti fram höndina eftir tipsi!!! 

Já díses ókurteisin í manninum og hótelinu, hvað var í gangi eiginlega? Æji veistu ég veit það eiginlega ekki alveg. Hvað gerðuð þið svo?

Nú ég fór aftur að sofa og vöknuðum við alloft við að einhver var að banka á dyrnar en enginn opnaði hana hehe...

Já vá, ekkert smá í gangi ha! já segðu furðulegt sko... En hvað svo um morguninn?

Já við vöknuðum um 9 leytið og vorum komnar í morgunmat um 9,30. Var það morgunmatur að hætti svartra enda vorum við ennþá í hlutföllunum 2 á móti 350 manns. S.S. Beikon pulsur steiktar kartöflur eggjahræra og kaniltóst. við fengum okkur smá eggja hræru og tóst og fundum svo sæti út í horni eftir að hafa labbað framhjá borðum sem þögnuðu og allir litu við þegar við gengum framhjá.

Drifum okkur svo í gallann og útí brekku, vorum komnar þangað um 10 30 leytið. Öll skíði voru þá leigð út og ekki von á fleirum fyrren klukkan hálf 4. Við skunduðumst þá á skauta, en þær stærði sem eftir voru voru 42 go stærra. Má því geta að ekki hafi miklar listir verið leiknar. Vorum þar til hádegis og var leiðinni heitið uppá hótel í hádegismat. 

Já og hvað, maður er nú orðinn pínu spenntur hérna!

já haha skoo við vorum semsagt á leið í mat  en eitthvað hljóp í okkur, veit ekki hvort það var kuldinn, hreina loftið (magnað hvað maður tók eftir því) ofbirtan eða hvað en við fórum í snjókast. Katie tróð inná mig og ég var sko ekki að leyfa henni það svo ég hljóp á eftir henni. Það fór ekki betur en svo að hún rann á svellbunka og beint á rassinn. Lá þar kyrr í nokkrar mínótur og kveinkaði sér. Ákvað að standa upp en lét sig falla aftur þegar hún sá bara stjörnur. Góðhjartaður maður af öðrum kynþætti rétti okkur hjálparhönd og studdi við hana þar til uppá hótel var komið. Skórinn tekinn af okklin orðinn 4 faldur og hún gat ekki labbað fyrir verkjum.

ómæ og hvað gerðuð þið,

haha við lágum uppí rúmi það sem eftir var og kíktum bara í kvöld og morgun mat enda komnar með nóg af vandræðalegum þögnum augnlitum og neitun á að sitja á sama borði og við. Laugardagsnóttin fór svo í að bölva einhverjum þegar þeir settu eldskynjarana í gang við hassreykingar. Hef aldrei séð þefað eða verið umkringd jafn miklu dópi og þessa helgi. Þess má geta að kvöldmaturinn var kominn úr suðrinu, fried kjúklingur svört baunasósa ribs og fleira tilheyrandi.

en bíddu hvað gerðuð þið þá? haha við lágum uppí rúmi og horfðum á mtv, einkum real life. Get sko sagt ykkur allt um hvernig er að vera nýkomin úr fangelsi í florida, vera djammalkahólisti, vera í blönduðu sambandi, hvað er að gerast hjá britney elskunni og síðast en ekki síst hvernig er að vera hvítur og upplifa "smá" hatur frá latinos og svörtum.  

ómæ go hvað fóruð þið svo bara heim? hehe já svo fórum við heim að lokum en leituðum fyrst að rútunni okkar í hópi þessarra 10 rúta sem voru þarna útí í snjóbylnum. allir voru að fara í bronx og nokkrir til brooklyn. Fann aldrei rútuna okkar, sá samt þarna eina rútu sem ég hafði ekki spurt bílstjórann hvert hann væri að fara. Ég leit á hann og byrjaði að labba að honum. Hann glotti og sagði mér að stoppa því þetta væri ekki rútan mín. Ég hváði og spurði hvernig í ósköpunum hann vissi það og hvert hann væri að fara. Hann sagði að það væri auðvelt. Það væru sko engir hvítingjar í hans rútu! Ég sá rautt og langaði mest að segja honum að bílstjórinn minn hefði allavega haft allar tennur í munninum en þessi hafði 4 tennur uppi og 2 niðri. En labbaði í kjánalega í burtu. Kvaddi svo eina vin okkar þarna en það var gamla konan í búðinni. Hún hafði einmitt alist upp í Glen Cove en flutt þegar hún var barn. Sagði okkur að þegar krakkarnir hennar urðu 16 stæði nýr bíll á planinu svo það voru 5 bílar á planinu í dágóðan tíma þar sem þú kæmist ekki neitt þarna án bíls. 

Fann svo rútuna og við horfðum á spænska morðmynd og hlustuðum á spænsk ástarlög til skiptis.  Þegar við komum inní hina ástkæru manhattan hlupum við inní penn og stukkum í lestina. Nutum þess að vera á meðal hvítra aftur.

Vá þetta hefur verið skondin ferð, já þú getur sko sagt það. Þetta var nokkuð spes upplifun.

Og hvað eitthvað meira í fréttum?

Jájá hef 1 eða 2 sögur í viðbót en þær verða að bíða betri tíma þar sem batterýið mitt er að vera búið bæði tölvan og mitt. Þar að auki er partý í gangi og ég og Matt höfðum sleepover í herberginu mínu. En það kemur fyrr en seinna.

Já ókei, bíð bara spennt

Já gerðu það, er nefnilega með eina nett vandræðalega löggusögu í pokahorninu.

Haha en takk fyrir að segja mér þessa langloku! Jájá ekkert mál takk fyrir að lesa sko, nenniru samt að kvitta og láta mig vita hvað þér finnst!

já ekki málið hehe Wizard


loksins nýtt!

jæja nú skal ég gefa mér nokkrar mínótur í að blogga.

Síðasta helgi var fín, á föstudeginum vann ég aukalega hjá music kennara Charlotte, maðurinn hennar er í samtökum leikara og handritshöfuna og þar af leiðandi kýs hann fyrir allar verðlaunaafhendingar. Ég horfði því á bíómyndir heima hjá þeim sem er nýjar í bíói hérna, ekki slæmt. Horfði á The Kite Runner, Juno og smá hluta af Atonement. Hugsa að ég fari samt í bíó á Atonement þar sem hún lofaði góðu.

Á laugardeginum fórum við á Chinaclub sem er frægur klúbbur við times square. Okkur leist nú ekkert á blikuna mér og Katie þegar við þurftum að fara í gegnum málmleitarhlið á leiðinni inn. Einsog við færum að fara í flugvél. Göntuðumst með að það væri nú þvílík ólukka að hafa gleymt byssunni heima! og við það komment fengum við extra leit hehe... Bandit Eyddum mestum tíma kvöldsins að forðast indverja og báðum tyrki um aðstoð hehe. Vorum svo samferða öðrum tyrkjanum heim í lestinni þar sem hann var að fara út á flugvöll. 

Vann svo venjulega í vikunni. Var alveg uppgefin á föstudaginn en ég var með krakkana frá hálf átta um morguninn til miðnættis. Hélt þeim uppteknum svo þau myndu þreytast og gera mér lífið minna erfitt en ég gleymdi að reikna með því að ég varð alveg uppgefin.  Á laugardaginn var ég eitthvað að stússast, skilaði kjól en kom við í Sephora, ég hreinlega get ekki farið þangað ein. Missi mig alltaf svo svakalega. Eyddi 110 dollurum í gær og 120 á þriðjudaginn í síðustu viku. alveg svakalegt. InLove

Nú annars fór ég ásamt Vicy og Richelle og Paul í þetta svaka fína partý á þriðjudaginn síðasta. Endaði á að klæðast pilsi frá Tinu og bol sem ég keypti í englandi um árið! Löbbuðum inn og þurftum að kvitta okkur inn og sýna skilríki og læti.  Löbbuðum svo útí enda staðsins þar sem okkar partý var. Leið okkur einsog lambi á leið í slátrun þegar við löbbuðum fram hjá borðunum. Allir hættu að tala og litu upp og horfðu á okkur, ekkert smá óþæginleg tilfinning. Þess má geta að Alec Baldwin var á svæðinu en hann er heiðursfélgi klúbbsins. 

Okkur var svo fengnir drykkir og sest niður til borðs salat, steik eða kjúklingur , og ávaxta tarta! Vicy fékk sér baby kjúkling og ég hef aldrei séð annað eins. Hann var svo lítill. Get veðjað að kjúklingurinn hafi ekki verið 2 daga gamall þegar honum var skellt á pönnuna svo lítill var hann. Lá við að það væri skurn á honum. Annars var þetta mjög gott. Paul var með stutta ræðu þar sem ástríða hans á erfðaskrám kom í ljós. LoL Spjölluðum við einhverja kalla á borðinu okkar ásamt manninum sem var yfir þessu öllu. Fórum svo heim um 10,30. Paul hafði leigt bíl til að keyra okkur heim. Og honum fannst aðeins of þröngt að vera í venjulegum bíl svo hann tók limma á leigu hehe æji hann var svo krúttlegur. 

Annars fór ég á blockbusters í gær og leigði mér 3 myndir horfði á 2 í gær. High school musical 2 sem er klassi og Maria full of grace. Sem kom mér virkilega á óvart, mjög góð mynd. Mæli með að þið tékkið á henni. 

Í dag er svo dagurinn. Superbowl! The Giants and the Patriots eru að keppa og held ég með risunum þó svo að Patriots séu með fullkomna season. Ætlum að fara á bar stelpurnar og hafa gaman. Allavega allt að verða vitlaust hérna. Á von á góðum leik og tel ég að ég sé búin að læra nógu margar reglur til að geta skilið leikinn hehe... Whistling

Á Þriðjudaginn er svo Super Tuesday. Þar sem kosningar fara fram í einhverjum 20 fylkjum fyrir forsetakosningarnar.  

Á miðvikudaginn er svo komið að deginum sem ég hef beðið eftir síðan ég var 10 ára. Spice Girls koma í bæinn. Eða colliseum allavega. Á von á að hafa brilliant time. hehe.

Næsta helgi er svo fríhelgin mín og ætla ég og Katie að skella okkur á skíði. Fundum skíðaferð sem hljómar vel. Borguðum í gær og er ég aðeins farin að kvíða hehe. En hei ég kemst allavega á skíði og skauta og sleða og sund og ég veit ekki hvað og hvað.

Kíkið á þetta!

skitrip

 

 

           jæja segi þetta gott í bili!

          

                     hædí!
 


blogg- eða ekki

jæja maður farinn að fá kvartanir úr öllum áttum. Tina og Paul skruppu út  í kvöld, Tina fékk miða frá einum viðskiptamanni í vinnunni á Spamalot, sem er ?Monty Python? leikrit með Clay Aiken í aðalhlutverki. æji vitiði ég meika ekki að blogga í kvöld. Er að sofna hérna. Hef samt frá nógu að segja! Geri það á morgun, lofa!

 hædí


halló

jájá þetta áramóta heit mitt gekk ekki lengi en batnandi manni er best að lifa right?

Er samt eitthvað ekkert búin að vera að gera uppá síðkastið. Síðasta vika fór í að vinna og gekk það svona sæmilega, Charlotte er alveg að gera alla vitlausa á heimilinu. Fer í "Time-out" aðra hverja mínótu og er hótað hina en þetta ætti að ganga yfir á næstu 2 mánuðum vonandi...  Woundering Fór með krakkana í krakkasafnið bæði miðvikudag og föstudag, það var næs. Tíminn fljótur að líða hehe 

Á föstudaginn fór ég með stelpunum út að borða, fórum á nýjan sushi stað í Glen cove sem er víst að verða frekar frægur. Sushi-ið var mög gott, áhugavert að finna söl- bragðið. Fór svo snemma að sofa enda uppgefin eftir vikuna. Laugardeginum eyddi ég með stelpunum, kíktum í broadway mollið en það var útsala á bitten línunni. Keypti skó, jakka, hálsmen og náttbuxur ásamt sólgleraugum á 45 dollarar. Ekki slæm kaup þar. Var svo að vinna um kvöldið og Vicky kom til mín um miðnættið. 

Á sunnudaginn fór ég svo til Katie og vorum við að plana ferð saman en það kemur í ljós seinna. Kíkti svo í mollið til að reyna að finna kjól fyrir fína boðið. Fann einn en ætla að fara aftur á morgun með vicky, hann er pínu dýr en svo flottur. ohhh what can you do...  InLove  Fórum svo um kvöldið á Savannah en það var djamm í gangi þar. Höfðum svaka gaman, fórum í truth or dare og var það mjög áhugavert. Fórum í smá keppni innbyrðis en skulum ekkert vera að díteila það hérna.

Í dag er svo MLK day eða Martin Luther King day, veit ekki hvort þetta er fæðingar eða dánardagur eða hvað. Nokkurskonar holiday allavega.  

Er svo á morgun að fara að sækja um NY ID. Vona ða ég hafi allt sem ég þarft, hehe var að skoða listann og ekkert lítið sem ég þarf að mæta með.

Já meðan ég man, Paul var boðið í annað partý einsog jólapartýið nema hann þarf að tala og eitthvað en þetta er haldið í The Grand Havana Room sem er alveg þvílíkt flottur -members only- klúbbur og alls ekki hver sem er sem kemst þar inn. Ég er rosa spennt og mátti bjóða 2 stelpum. Tek Richelle og Vicky með mér. Við hittum Paul þarna og tökum svo bíl heim. Hugsa að þetta verði alveg æðislegt. Veit allavega að þeir eru að borga 150 dollara fyrir hverja manneskju sem mætir.

Læt þetta duga í bili. 

hædí 


Totally Legally Blonde

jæja kominn tími á nýtt blogg sýnist mér, eða einhver var svo næs að minna mig á það. Tounge

 Er búin að vera pínu lasin uppá síðkastið eða frá miðvikudeginum (svona er þetta að vera orðin svona gömul, passið ykkur) Whistling Á föstudaginn eftir vinnu eða um 7,30 fór mín í sturtu og svo beint uppí rúm, var alveg uppgefin eftir vikuna. En sú hvíld var góð þar sem laugardagurinn var strembinn.  Dagurinn byrjaði með því að Matthew vakti mig klukkan 8,30 voða sætur með kossum og læti - geri aðrir betur.

Lá svo uppí rúmi til hádegis en dreif mig loks á lappir og fór í búðina að kaupa sæta diska glös og svoleiðis. Byrjaði að vinna klukkan 4 og það var sko skipulagt. Leika- taka til, matur bað uppí rúm hehe... Krakkarnir voru sofnaðir kl 7,45.

Ég hljóp þá niður kláraði að ganga frá og svo komu stelpurnar kl 8,30. Við pöntuðum kínverskan en það gekk eitthvað hálf klúðurslega og þeir hringdu í okkur eftir klukkutíma og voru þá alveg hinumegin frá okkur hehe...bílstjórinn ekki alveg sá skarpasti. Nú maturinn kom til okkar um 10 leytið og borðuðm við hann með svöngum maga! Tina og Paul komu heim um 11 leytið og við drifum okkur út og var ferðinni heitið á Savannah. Það var svona líka rosalega gaman. Að sjálfsögðu var ég með kórónu - það þarf ekki að spurja að því. og fékk ég alveg óteljandi söngva misgóða en söngva samt hehe Allavega það var alveg ótrúlega gaman með stelpunum engir skandalar engin rifrildi og ég átti áhugavert samtal við peyja sem var aðeins of líkur árna má! Ég að sjálfsögðu spurði hann hvort það væri einhver tenging á milli þeirra en það virtist ekki vera! Sideways

Á sunnudaginn var bara sofið út fyrir utan það að Matthew kíkti a mig um 9 leytið og spurði hissa afhverju ég svæfi alltaf svona lengi! Ég mumblaði eitthvað og hélt áfram að sofa hehe.  Var svo bara eitthvað að stússast og um 3 leytið fór ég að taka mig til. Tókum lestina kl 5 inní nyc og fórum á legally blonde söngleikinn

Það var algjört æði! Vorum í rosagóðum sætum og þetta var bara alveg magnað. Góður söngur, flottir dansar og bara allt fullkomið. Þegar við komum svo út var svo byrjað að hellirigna, úfff mín var ekki sátt!!

Dagurinn í dag var svo tekinn rólega, skrapp í mollið (fyrsta skipti síðan elín fór) og langaði hreinlega að hlaupa burt aftur hehe. Þurfti að kaupa eitthvað handa Tinu og Paul í brúðkaupsafmælisgjöf (15ár). Stoppaði þar í 45 min og hljóp svo út hehe takk Elín... Kom við hjá Eileen og sótti bréf frá henni sem ég þarf að senda til ct. og svo heim. Þægilegur dagur.

Annars var Matthew sætastur í morgun, hann hljóp inn til mín 5mín í 8 og vakti mig með kossum, sagði svo eitthvað við mig og sagði að það væri ?suðurafríkanska? fyrir Ég elska þig. Honum fannst bara að ég ætti að vita það áður en hann færi í skólann. Sætastur? InLove

Komnar nokkrar myndir á netið, á samt eftir að fá fleiri frá laugardagskvöldinu.

Takk fyrir gjafirnar elsku sæta fólk, jóhanna steinunn og gísli davíð. Finnst rosa vænt um þetta. 

Mamma takk fyrir blómin,

DSC01893 DSC01886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hædí 


Legally Legal

úfff ég er svo sybbin en maður gaf víst pínu loforð þannig að það er best að brjóta það ekki í fyrstu vikunni hehe...

Allavega maður átti víst afmæli í gær! jei!!  Wizard orðinn 21 og loksins löglega löglegur í bna. Ekki það að maður hafi ekki verið löglegur hérna fyrr nú er það bara löglegt... Whistling    

Við fórum út að borða á ítalskan stað kvöldið áður fjölskyldan. Fórum á ítalskan stað í næsta bæ (Roslyn), rosalega góður matur og gaman að vera með þeim. Þau gáfu mér miða fyrir 2 á Legally Blonde á sunnudaginn sem ég er að pæla í að fara á með Richelle. Og hlakka svaka til.  Hlógum líka mikið af því hvernig Charlotte gafst uppá gafflinum sem hún fékk með spaghettíinu sínu og ákvað að nota bara hendurnar. Hún leit meira út einsog hún væri með leir í höndunum þegar hún bretti upp ermar og stakk sér í. Greip lúku og bar það uppað andlitinu opnaði munnin og tróð eins miklu þar inní og mögulega komst og hitt fór í hárið, augun og restina af líkamanum. Öskraði svo og kvartaði yfir að hafa sósu á þumalputtanum. æji sætasæta hehe...

Nú  á afmælisdaginn sjálfan vaknaði ég og byrjaði að vinna klukkan hálf átta, syndsamlega snemma! Fór á bókasafnið með Char og Richelle&Jacob mættu með okkur. Fórum heim borðuðum hádegismat og svo fór Char að sofa. Seinna um daginn fórum við til Vicktoriu og Katie (kærastan hans Matts) en Katie fékk hvolp í jólagjöf.  Leiðinleg saga, veit ekki afhverju ég er að segja hana. 

Allavega um kvöldið komu Tina og Paul heim með eina bestu köku sem ég hef fengið hehe jammí. Svo fórum við Richelle og Vicky út að borða á Cheescake factory. Fékk ég mér pasta með kjúkling og svo köku í eftirrétt ein einsog vanalega þá kláraði maður aðeins 1/3 af pastanu og 1/4 af kökunni. En bæði var tekið heim í boxi hehe og maturinn var sko spenntur á leiðinni heim(sjáist á mynd seinna). Heyrðu haldiði að maður hafi ekki fengið afmælissöng og læti með kökunni! haha fólkið baðst svo afsökunar á að hafa valið mér skömmustutilfinningu (gvuð hvað þetta er glötuð setning en get ekki þýtt þetta úr ensku einsog er). Vicky yfirgaf okkur en við Richelle héldum áfram og kíktum á barinn þar sem maður drakk einn eða tvo drykki í tilefni dagsins á kostnað barsins hehe... Hélt svo heim og vaknaði í morgun, deginum eldri. 

Fór í Music með Char, Matt fór á bókasafnið og svo knúsuðumst við. Ég og Matt bjuggum svo til kvöldmatinn sem var svona líka góður, gerðum salsasósu og settum grænmeti í hana smá beikon og ost. Settum það inní samloku af tortillum og inní ofn. Æði gott og Matt át 2 skammt sem varð til þess að ekkert varð eftir fyrir mömmu og pabba hehe...

Tina er úti og Paul með stráka kvöld niðri og ég uppi að horfa á greys. En nú er komið nó er farinn í háttinn.

 Hædí löglega lögleg.

ps setti inn fleiri myndir frá tónleikunum og gamlar myndir frá playdate með jakob og Wilmington jólapartýinu. Ætla svo að reyna að setja inn myndir frá afmælinu á morgun.

 

 ps2. Ætlaði að setja inn myndband en er í pínu veseni með það, finnútúr því á morgun svo stay tuned. Vantar líka tölvuhjálp en útskýri það seinna. 

ps3. Elsku fallegasti og stærsti flugeldurinn minn, takk ótrúlega vel fyrir mig. Pakkinn kom í dag. Hlakka til að heyra í þér á morgun. 

 

 

jei hehe... hlustiði svo í endann þegar þau biðjast afsökunar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband