Mig dreymdi draum...

...ég var stödd útá flugvelli, beið og beið og sé svo mömmu og pabba labba útum hurðina. Við tók þessi mikli fögnuður og keyrt var heim. Stoppuðum á IHop og svo heim. Gaman að geta kynnt fólk fyrir raunveruleika mínum þetta árið þó að það hafi aðeins verið í draumi. Einnig var afmælið hjá pabba í miklu aðalhlutverki og afmælisgjöfin, ferð á formúluna í þýskalandi sló held ég í gegn.

Kíktum á Lion King, Chinatown, Battery Park, Ground Zero, Times square, Grand Central. Barnaby's og Baylie cirkus og læti. Lion King var algjört æði og stóð uppúr hjá mér. Einnig kíktum við á Staghorn steakhouse og var þar aðeins of mikið í boði, hef ekki séð svona mikið kjöt síðan í fjárhúsinu forðum daga tókum bíl heim og voða kósý. Svo verður draumurinn svoldi blurry. Sá Macy's Herald Square allavega slatta oft...

Minnir samt að fullt af rauðum skóm hafi komið við sögu og ál sólir, kem því ekki alveg fyrir mig samt. Sé eitthvað í sambandi við 300 pappadiska og Levi's og Polo gallabuxur. Fórum einnig á staði sem ég hef aldrei komið áður á. Stoppuðum á/í Cold Spring Harbour og Huntington. Fórum í mjög sætar búðir á fyrrnefnda staðnum og Svaka flottan veitingastað í Huntington. Hanu eða Honu eða eitthvað svoleiðis, forrétta bar mjög töff staður. Krakkarnir tóku þeim rosavel og Matt og mamma og Char og Pabbi urðu alveg best buddies. Fengu páskaegg og læti. Eitt var gegnumgangandi yfir allan drauminn en það var Puma merkið, veit ekki alveg hvað það þýðir en það var alltaf í bakgrunninum. Af því tilefni fór ég í dag og keypti mér nýja Puma skó, fannst þetta vera eitthvað sign eða eitthvað hehe...

 En einsog allir góðir hlutir hlaut þessi draumur að enda, var vel útsofin og ánægð eftir hann. Rosa gott að geta átt svona drauma öðru hvoru.

 

Annars voru páskarnir um helgina, ekkert hátíðlegt hér, skírdagur og föstudagurinn langi bara venjulegir vinnudagar og Matt fékk frí í skólanum því það var ekki búinn að vera neinn Snow Day og í dag líka. Spes þessir kanar, æji ekki búið að vera neitt frí í vetur vegna veðurs, gefum þeim bara 3 daga frí. Nýbúin að vera í vetrarfríi og Vorfríið að koma upp eftir 3 vikur. Dí segi ekki annað. Fórum í páskaeggjaleit á föstudaginn í spooky park og náðu krakkarnir allmörgum eggjum, fullum af sælgæti. Hengum svo með Victoriu og Katie um daginn. Á sunnudaginn páskadaginn sjálfan fórum við til foreldra Pauls í mat, fínn matur enda elskulegustu hjón. Krakkarnir vöknuðu snemma og leituðu að páskaeggjunum sem páskakanínan hafði falið á neðri hæðinni. Einnig fengu þau páskakörfu fulla af sælgæti og dóti, legó, dvd bangsa og fleira. Keyrðum heim frá PW og sá ég þá magnaðasta útsýni yfir manhattan sem ég hef séð, verð að fara þangað aftur og taka mynd. Aðeins of töff. 

 

Læt þetta vera gott í bili 

 

DSC02173

 

 úff sjáiði magnið af matnum, sendum 75% til baka.

 

 

 

 

 

DSC02263

 

sætu englarnir mínir

 

 

 

 

 

 

DSC02252

 

og ein af kjólnum awwww

 

 

 

 

 

 

DSC02248

 

sjáiði þessar snúllur, hvað Charlotte er glöð að benda á eggin sem sjást reyndar ekki... Matt svaka gæji með kærustuna við hliðina á sér sætu alltaf hreint!!! 

 

 

 

 

 

Endilega kommenta svo 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja sæta!! gott að þú skemmtir þér með mömmu þinni og pabba :) annars þakka ég bara gott spjall í gær!! var alltof langt síðan síðast... hafðu það nú gott og svo sé ég þig eftir ca 50 daga !! víví

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 09:56

2 identicon

Skemmtileg frásögn:) ég var að skoða myndirnar þínar og ég get ekki kommentað á þær en foreldrar þínir voru á canal street! hvaða verðlaun fæ ég? :p

Smá skop í gangi en það er alltaf gaman að lesa um það sem þú gerir eða lendir í:) Vertu nú duglegri að blogga stelpa! 

katrín (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:18

3 identicon

Hæ ástin mín, er farinn að sakna þín og allra ferðanna í lestunum og röltsins á manhattan, gaman að sjá myndirnar, ástar kveðjur Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:45

4 identicon

hæhæ, vildi bara óska þér Gleðilegra Páska :P
betra er seint en aldrei :P hihihi

Erna Ósk (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband