Til hamingju pabbi!

 

Jæja ágætu lesendur ákvað að skella inn örfáum línum - sem verða eflaust langar- í tilefni þess að ég hef ekkert annað að gera! Tounge 

Ég vil byrja á að óska pabba innilega til hamingju með daginn!!! Stórt tilefni og ekki verra að geta fagnað með honum í dag! 

Mamma og Pabbi komu í gær og var það rosa gaman að sjá þau eftir tæplega 8 mánuði! Þau stóðu við sitt og ferðuðust þungt sem veldur því að þau munu ekki geta verslað neitt hérna!!! right!!

Annars var helgin busy! Fór á föstudag með Lotte og Katie inní manhattan og kíktum við á Pink Elephant og Home- held að klúbburinn heiti það. Lotte þekkir promoter á þessum stöðum og fórum við því vip inn og allt frítt! Misstum svo af lestinni heim og pínu var það pínu ævintýri útaf fyrir sig.Ekki slæmt, nema hvað laugardagurinn var pínu slæmur Wink

Á laugardaginn þegar maður var orðinn gönguhæfur kíkti ég svo út með Richelle og Andrew. Fórum við á Sullivan's fengum okkur að borða það og kíktum svo á green's. Ég fór svo heim þar sem ég leyfði Paul og Tinu að fara út. Þess má geta að veðrið um helgina var brjálað, stormur og læti sem olli því að ekkert sjónvarp enginn sími og það sem verst var ekkert internet!!

Veðrið var það brjálað á fimmt kvöldið að glugginn minn hélt alltaf áfram að opnast alla nóttina svo ég hreinlega svaf á glugganum í klst eða svo... Sleeping  

Jæja aftur að helginni, Sunnudagurinn kom og fór og fórum ég ásamt Richelle í barnaafmæli hjá stelpunni hennar sem varð 4 ára. Afmælið var haldið í risastórum íþróttasal og var mjög gaman, öskubuska kom í heimssókn og læti Wizardeftir það héldum við Richelle og Rachel í the colliseum þar sem Arena Football var spilaður, það er amerískur fótbolti sem er samt pínulítill afþví hann er innanhúss. Rachel er að deita gaur í liðinu og gaf hann okkur fría miða. Þaðan fórum við út að borða á Fridays og svo á Greens.  

Mánudagur tók aðeins til og hélt útá flugvöll þar sem maður hitti Önnu Margréti á leið til Naples og svo ma og pa! Já það var gaman að sjá þau aftur! 

Heyrðu hef gleymt að segja það hérna en ég er byrjuð í skóla aftur, er í Nassau community college með Katie. Við fundum ekkert áhugavert svo við ákvaðum að taka rússnesku á þetta! svaka stuð á okkur og erum  við orðnar pínu klárar sko, kennarinn er nettruglaður  en dúlla samt. Hann ákvað að allir þyrftu að hafa rússneskt nafn í tímanum og Heiðrún er ekki til í rússnesku né Heidi svo Natasha var ákveðið. Þar hafið þið það, geng undir 3 nöfnum!  мое имя Natasha

Með þessu kveð ég ykkur kæru lesendur mamma var að vakna! LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með pabba þinn :) en já ég er ekki frá því að það fari þér vel að heita natasha...  ætli maður þurfi ekki að fara að rifja upp þessar þrjár eða fjórar setningar sem maður lærði um árið hjá jóni ingvari til þess að spyrja þig út úr ...hmmm.. það er spurning... hafðu það nú gott og njóttu þess að vera með ma&pa :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:50

2 identicon

Flott hjá þér að skella þér í rússneskuna.. Mig langar nú barasta að læra pólsku. Sá að það er hægt að taka byrjendaáfanga í pólsku í fjarnámi í Versló. Spurning hvort maður skelli sér á svoleiðis í sumar.. Sérstaklega þar sem ein af bestu vinkonum mínum, sem er pólsk, verður á Íslandi í sumar...

En hérna, þegar þú nefndir Naples, það minnti mig algerlega á þá "skemmtilegu" staðreynd, að ef ég hefði ekki farið til Íslands, þá hefði ég sennilega verið núna um páskana chillandi í sólinni í Naples í Florida, og svona.. En óþarfi að hugsa útí það, þar sem það hefði nottla verið þarna með algjörum sækóum...!! Hehe..

Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:22

3 identicon

Rússnesku, djöfulll er það nett, þannig þegar þú kemur heim nenniru þá að rífast við mig á rússnesku, þá skil ég ekki neitt, og get ekkert móðgast ;)

Er komin einhver dagsetning eða mánuður með heimkomuna???

Erna Ósk (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:00

4 identicon

hææ. mer fannst ekkert sma fyndið að sja þig a flugvellinum.. eheheh .. verst bara að við vorum að missa af fluginu og þurftum að hlaaaaaupa...ehehhe se þig soon

anna margret Olafsdottir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband