1.3.2008 | 02:17
It sucks to be me!!!
Jæja komið að nýju bloggi! Margt búið að gerast síðan síðast, allir farnir að pæla í því hvenær ég kem heim og ég veit ekki neitt! Kannski í ágúst kannski janúar eða mai! Aldrei að vita! Annars er ég að pæla í að taka smá road-trip í ágúst. Fara í lestarferð til chicago og california og taka smá túr um vesturströndina. Kristjana og Steinunn hafa báðar sýnt áhuga á að koma með mér! og ef einhverjir fleiri hafa áhuga þá bara skella sér með!
Nóg búið að vera að gerast undanfarið. Búin að hanga mikið með Richelle en það fer að styttast óttalega mikið í heimför hennar! Paul tók þátt í leiksýningu um síðustu helgi og tók ég einn þáttinn uppá myndavél og verður þessu skellt á netið þegar ég næ í myndavélina ef einhver hefur áhuga það er að segja.
Vicktoria kom heim um síðustu helgi úr siglingu um karabía hafið. Smá öfund í gangi hefði ekkert á móti því að skreppa til bahamas úr kuldanum. Vorum pínu að plana að fara kannski í júní hehe.
Fór inní nyc um síðustu helgi með Richelle, sáum Avenue Q á broadway, asskoti góð sýning bara. Gary Coleman í henni og svo prúðuleikarar hehe.
Annars eru Tina og Paul að fara til Martha's Vineyard á morgun og ég verð ein með krakkana JEI reyndar mun Richelle gista hjá mér en þetta verður spes helgi, búið að vera erfið vika með krakkana. Matthew týndi svo báðum hægri skónum sínum, hann á bara 2 sem hann getur gengið í svo kl 8,20 í morgun var ekkert skópar til að fara í í skólann. Minn maður tók bara upp snjóstígvélin sín og fór í þeim, leikfimi og allt í dag hehe greyið strákurinn!
Held ég hafi ekkert annað að segja, bara smá updeit svona.
Jei og fullt af kommentum svo!
Athugasemdir
já heiðrún mín ég segi að þú komir heim í ágúst.... er ekki alveg viss um að þú gerir þér grein fyrir því hversu mikið þín er saknað hérna! en vá þessi löggusaga fyrir neðan er bara eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 12:24
sammála jóhönnu, komdu í ágúst heim! þíns er sárt saknað! þessi löggusaga bjargaði deginum hehe! ;P
steinka (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:48
haha já ég er til í þetta road trip sko, efast samt um að þú viljir hafa mig með en það er annað mál!;P haha en svo á ég víst sameiginlegt að týna hægri skó með matthew nema ég týni sokkum haha en ótrúlega gaman að lesa þessi blogg hjá þér
Love you;*
Elínin (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:13
Bwahaha.. gód saga ;)
En gaman ad fylgjast med thér og haltu áfram ad skemmta thér !! Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.