1.3.2008 | 01:56
Herra Valentínus
já komið að nýju bloggi held ég! Verð að losa einhverja hérna úr viðjum forvitninnar og segja aðeins frá sambandi mínu við lögguna hér í bæ. Nú þetta er pínkulítill bær sem ég er í rétt um ein fermíla á stærð en ég veit ekki hvað margar löggur. Þetta er rólyndis bær sem aldrei neitt gerist í og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að stoppa fólk sem stoppar ekki alveg á línunni eða talar í síma í bílnum. Er ég sú eina sem hef ekki verið stoppuð af þeim.
Eða þannig!
Við upphaf þessarar sögu er vert að geta þess að hreingerningardagar í herberginu mínu eru á sunnudögum. Ef ég er ekki heima þá verð ég að gera það á þriðjudögum. Þeir sem þekkja mig líka vita það að ég á of mikið af dóti. Usa er engin undantekning, ég á það mikið af dóti að ég veit ekkert hvað ég á að gera við það. Tek til en samt er einhver óregla á þessu. Bið hér með um tip varðandi þetta. Þetta var einnig vikan eftir skíðaferðina ógurlegu þannig að mér hafði ekki gefist tími til að taka til. Verð líka að segja að húsið er alltaf í tiptoppi hver einasti hlutur á sér stað og er þar. Alltaf!
Sea Cliff og nágrannabæjirnir (Glen Head, Glen Cove) hafa sætt innbrotum síðustu viku þeir halda að þetta sé einn maður sem fari labbandi inn. Taki lausamuni (skartgripi, fartölvur...) og labbi heim. Löggan hérna sem hefur ekkert að gera er orðin pínu pirruð á þessu og vill fara að ná honum.
Ókei, febrúar 14 2008 rann upp. Valentínusardagurinn sjálfur. Tina tók sér frí frá vinnu til að fara með bekknum hans Matthews í the planeterium. Allt í góðu með það, ég og Char fórum í músík og þaðan fórum við í pizzu og héldum svo heim, þannig er sko mál með vexti að þrífikonan kemur alltaf á fimmtudögum og tekur húsið í geng en okkur semur ekkert þannig eða hún fer pínuí mig þannig að ég tek char alltaf í hádegismat og svo förum við heim og þá er hún farin. Nema þarna, ég keyrði framhjá húsinu en ákvað að fara til richelle þar sem hún var heima. Nema hvað ég mæti Tinu á leiðinn, hún fer heim og þá er þrífikonan farin.
Hún fer inn og heyrir fótstepp uppi. Kallar hvort einhver sé þarna og fer uppá 2 hæðina. Þegar hún er komin þangað ákveður hún að hún geti hvort eð er ekki gert neitt ef það er einhver inni svo hún kallar að hún sé að að hringja á lögguna nema hvað að hún gerir það.
Hérna mæta svo 3 löggubílar fullir af löggumönnum og þyrla, já það var þyrla yfir húsinu. Engin smá athygli sem beindist að húsinu hehe... Allavega löggumennirnir hlupu um allt húsið í alla króka og kima og þeir eru margir. Enginn finnst en einn löggugaurinn segir að allt húsið líti út einsog það eigi að vera miðað við það sem hann sjái. - Nema eitt herbergið uppá 3 hæðinni, miðað við restina af húsinu líti það herbergi út fyrir að hafa verið brotist inní... Já talandi um vandræðalegt!
Athugasemdir
hehe....þetta er góð íslenska í þessari setningu hjá þér:
heyrir fótstepp uppi, hvað eru fótstepp?
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:16
Hehe, þessi löggusaga var þess virði að þurfa að bíða í 2 vikur eftir...hehe.
Sko.. ég skal nú alveg gefa þér milljón trilljón ráð um hvernig á að halda öllu í röð og reglu í herberginu sínu... Þ..e.a.s. í Ameríkunni hjá snyrtipinnum dauðans (jú nó vott æm tokking abáát...). Eeeeeeeeeeen aftur á móti er það ráðgáta hvernig herbergið mitt hefur fengið að vera eins og war zone alveg frá því ég kom heim frá USA.. (Tek það fram að herbergið mitt hér heima er bara pínulítið stærra en fataherbergið sem ég var með..haha.
Rétta orðið er fótatak.. en hvernig var á postoffice um daginn? :P hehe
Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:30
HAHAHAHAH váá´*hæ fæv* ánægð með þig! gott að við höfum eitthvað sameiginlegt:'D hahahah
Elínin (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.