17.2.2008 | 05:16
no whities on my bus!!!
halló, langt síðan ég hef séð þig, já veistu ég sko... var alltaf á leiðinni en svo hafði ég aldrei tíma og svo var þetta bara orðið svo leiðinlega langt eitthvað. Jájá blessuð vertu getur komið fyrir hvern sem er! já ég ákvað allavega að eyða þessu vandræðalega mómenti og líta inn! Já töff er gakktu í bæinn. Takk, hvað hefuru svo verið að gera síðan síðast??
Tja ég kíkti á Spice girls tónleika einhvern tímann fyrir löngu, það var alveg æðisgengilega gaman. Tók fullt af myndum og vídjóum sem þú getur kíkt á. Það er allt á myndasíðunni! Fór með Richelle og sátum við bara á nokkuð góðum stað! Maðurinn sem sat við hliðina á chelle var pínu spes, leit út fyrir að vera á fimmtugsaldrinum en kunni alla textana og söng af lífsins löngun. Tók einnig nokkur dansspor með. Allavega alveg æðislegt að hafa séð þær einu sinni, þær voru jú svo stór hluti af lífi mínu eitt sinn.
Heyrðu þetta hljómar bara nokkuð gaman en varstu ekki að fara í eitthvað ferðalag? haha jú ég skrapp sko í svona skíðaferð sem ég fann á netinu og hljómaði mjög vel. Já og hvað? gekk það ekki alveg upp? Tja... það var gaman ætla ekki að neita fyrir það en ehhhh ekki alveg einsog ég hafði búist við. Ok haltu áfram
Já sko semsagt ég og Katie sáum ferð á party síðunni okkar sem auglýsti skíðaferð með öllu inniföldnu á nokkuð góðum díl. Við ákváðum að taka því. Dagurinn langþráði kom og eftir að hafa eytt kvöldinu áður gramsandi að vettlingum og húfu setja ofan í tösku leitandi að snjóbuxunum sem elín kom með og súmóúlpunni minni í dágóðan tíma. Paul kom heim 3,15 á föstudeginum en við ætluðum að taka 3.46 lestina inná penn station. Ferðin byrjaði ekki betur en svo að við misstum af lestinni. Tókum næstu lest og vorum komnar inná Penn 4,50. Rútan átti að fara klukkan 5 svo það var ekki seinna vænna en að drífa sig.
Við sáum rútuna loksins á horni 33 and 8th kynntum okkur fyrir latino stúlku en við kipptum okkur ekkert upp við það enda ekki sú fyrsta sem við sáum. Þegar við stigum uppí partý rútuna sem hljómaði af tónlist og skvaldi var skyndilega óþægileg þögn, hálffull rútan leit á okkur og sáum við strax afhverju, við vorum nebblega ekki með tómatsósu á enninu (kíktum á það á undan) málið var að við vorum þær skjanna hvítustu manneskjur í rútunni. Þær einu sem gætu sagst vera af caucasional kynþætti. Við fundum okkur sæti og grúfðum okkur niður í það létum lítið fyrir okkur fara og biðum eftir að rútan fylltist svo við gætum komist af stað.
Þegar rútan fór á stað við fögnuð okkar katie varð okkur ljóst að við vorum enn í miklum minnihluta eða 2 á móti 50 (rútan tók 52) og má einhver segja mér prósentuna hugsa að hún sé lá. Nú við hlógum bara og göntuðumst með þetta enda erum við nú að koma úr nyc! Við mættum á staðinn um 8 leytið, vorum staddar í Ellenville nálægt Catskill fjallinu og Hunter fjalli. Fínasta hótel enda einhver privat sveita klúbbur. Tjékkuðum okkur inn og fundum herbergið okkar. Kvöldmaturinn var pizza og kjúklinga vængir. Gaurinn rétti okkur grænmetis pizzu og sagðist ekki einu sinni bjóða okkur pepperóníið þar sem allt hvíta fólkið sem hann hefði afgreitt um ævina vildi alltaf grænmetis pizzu. Við tókum sneiðina hljóðalaust og flýttum okkur að borða. Ákváðum að fara ekki í náttfatapartýið þar sem við komumst að því að buxurnar okkar og bleiki stuttermabolurinn myndi ekki hafa neitt í korselettin og stuttu pífupilsin sem kynsystur okkar ætluðu að klæðast. Ákváðum bara að fara í háttinn og mæta snemma á skíðin daginn eftir.
Fórum uppá hótelherbergi um 10 leytið og komumst að því að helmingurinn af herberginu var á floti eða teppi á gólfinu var svo blautt að ef þú settir strigaskóna á gólfið voru þeir orðnir blautir í gegn. Nú ég dóttir móður minnar hringdi til að kvarta, enginn svaraði svo ég hringdi í öll þau númer sem mér datt í hug þar til ég fékk samband við móttökuna. Tilkynnti ég þeim að gólfið í herberginu okkar væri rennblautt og vildum við að eitthvað yrði gert. Þau sögðust koma skömmu seinna.
á miðnætti hrukkum við svo báðar upp við að einhver bankaði á hurðina. Við ákváðum að svara ekki þar sem við töldum okkur ekki vilja vera í minnihluta að ræða við einhvern í misgóðu ástandi á miðnætti. Nú þá heyrum við að korti er rennt í hurðina og hún opnuð, þetta var sem sagt starfsmaður frá hótelinu en við svo sniðugar að hafa hurðina dobbel læsta. Þannig að hún opnaðist aðeins einsog 1 sm. Maðurinn var ekki alveg að ná því og ýtti hurðinni nokkrum sinnum og svo fast að við héldum að hún ætlaði af hinu megin. Öskruðum aðeins og spurðum hvað væri í gangi.
Ég víkingurinn mikli beit á jaxlinn og opnaði hurðina, öskraði aðeins á hann hvað í fjandanum hann væri að gera rífandi upp hurðina á miðnætti þegar hún væri læst. Hann sagðist hafa verið sendur frá lobbýinu til að gefa okkur straujárn. Maðurinn ætlaðist til að við straujuðum blautt teppið. Ég þakkaði fyrir og sendi hann burt með straujárnið og urraði þegar hann rétti fram höndina eftir tipsi!!!
Já díses ókurteisin í manninum og hótelinu, hvað var í gangi eiginlega? Æji veistu ég veit það eiginlega ekki alveg. Hvað gerðuð þið svo?
Nú ég fór aftur að sofa og vöknuðum við alloft við að einhver var að banka á dyrnar en enginn opnaði hana hehe...
Já vá, ekkert smá í gangi ha! já segðu furðulegt sko... En hvað svo um morguninn?
Já við vöknuðum um 9 leytið og vorum komnar í morgunmat um 9,30. Var það morgunmatur að hætti svartra enda vorum við ennþá í hlutföllunum 2 á móti 350 manns. S.S. Beikon pulsur steiktar kartöflur eggjahræra og kaniltóst. við fengum okkur smá eggja hræru og tóst og fundum svo sæti út í horni eftir að hafa labbað framhjá borðum sem þögnuðu og allir litu við þegar við gengum framhjá.
Drifum okkur svo í gallann og útí brekku, vorum komnar þangað um 10 30 leytið. Öll skíði voru þá leigð út og ekki von á fleirum fyrren klukkan hálf 4. Við skunduðumst þá á skauta, en þær stærði sem eftir voru voru 42 go stærra. Má því geta að ekki hafi miklar listir verið leiknar. Vorum þar til hádegis og var leiðinni heitið uppá hótel í hádegismat.
Já og hvað, maður er nú orðinn pínu spenntur hérna!
já haha skoo við vorum semsagt á leið í mat en eitthvað hljóp í okkur, veit ekki hvort það var kuldinn, hreina loftið (magnað hvað maður tók eftir því) ofbirtan eða hvað en við fórum í snjókast. Katie tróð inná mig og ég var sko ekki að leyfa henni það svo ég hljóp á eftir henni. Það fór ekki betur en svo að hún rann á svellbunka og beint á rassinn. Lá þar kyrr í nokkrar mínótur og kveinkaði sér. Ákvað að standa upp en lét sig falla aftur þegar hún sá bara stjörnur. Góðhjartaður maður af öðrum kynþætti rétti okkur hjálparhönd og studdi við hana þar til uppá hótel var komið. Skórinn tekinn af okklin orðinn 4 faldur og hún gat ekki labbað fyrir verkjum.
ómæ og hvað gerðuð þið,
haha við lágum uppí rúmi það sem eftir var og kíktum bara í kvöld og morgun mat enda komnar með nóg af vandræðalegum þögnum augnlitum og neitun á að sitja á sama borði og við. Laugardagsnóttin fór svo í að bölva einhverjum þegar þeir settu eldskynjarana í gang við hassreykingar. Hef aldrei séð þefað eða verið umkringd jafn miklu dópi og þessa helgi. Þess má geta að kvöldmaturinn var kominn úr suðrinu, fried kjúklingur svört baunasósa ribs og fleira tilheyrandi.
en bíddu hvað gerðuð þið þá? haha við lágum uppí rúmi og horfðum á mtv, einkum real life. Get sko sagt ykkur allt um hvernig er að vera nýkomin úr fangelsi í florida, vera djammalkahólisti, vera í blönduðu sambandi, hvað er að gerast hjá britney elskunni og síðast en ekki síst hvernig er að vera hvítur og upplifa "smá" hatur frá latinos og svörtum.
ómæ go hvað fóruð þið svo bara heim? hehe já svo fórum við heim að lokum en leituðum fyrst að rútunni okkar í hópi þessarra 10 rúta sem voru þarna útí í snjóbylnum. allir voru að fara í bronx og nokkrir til brooklyn. Fann aldrei rútuna okkar, sá samt þarna eina rútu sem ég hafði ekki spurt bílstjórann hvert hann væri að fara. Ég leit á hann og byrjaði að labba að honum. Hann glotti og sagði mér að stoppa því þetta væri ekki rútan mín. Ég hváði og spurði hvernig í ósköpunum hann vissi það og hvert hann væri að fara. Hann sagði að það væri auðvelt. Það væru sko engir hvítingjar í hans rútu! Ég sá rautt og langaði mest að segja honum að bílstjórinn minn hefði allavega haft allar tennur í munninum en þessi hafði 4 tennur uppi og 2 niðri. En labbaði í kjánalega í burtu. Kvaddi svo eina vin okkar þarna en það var gamla konan í búðinni. Hún hafði einmitt alist upp í Glen Cove en flutt þegar hún var barn. Sagði okkur að þegar krakkarnir hennar urðu 16 stæði nýr bíll á planinu svo það voru 5 bílar á planinu í dágóðan tíma þar sem þú kæmist ekki neitt þarna án bíls.
Fann svo rútuna og við horfðum á spænska morðmynd og hlustuðum á spænsk ástarlög til skiptis. Þegar við komum inní hina ástkæru manhattan hlupum við inní penn og stukkum í lestina. Nutum þess að vera á meðal hvítra aftur.
Vá þetta hefur verið skondin ferð, já þú getur sko sagt það. Þetta var nokkuð spes upplifun.
Og hvað eitthvað meira í fréttum?
Jájá hef 1 eða 2 sögur í viðbót en þær verða að bíða betri tíma þar sem batterýið mitt er að vera búið bæði tölvan og mitt. Þar að auki er partý í gangi og ég og Matt höfðum sleepover í herberginu mínu. En það kemur fyrr en seinna.
Já ókei, bíð bara spennt
Já gerðu það, er nefnilega með eina nett vandræðalega löggusögu í pokahorninu.
Haha en takk fyrir að segja mér þessa langloku! Jájá ekkert mál takk fyrir að lesa sko, nenniru samt að kvitta og láta mig vita hvað þér finnst!
já ekki málið hehe
Athugasemdir
Hæ ástin mín
Það var mikið að fá söguna frá þér þú verður að blogga oftar svo þetta gleymist ekki, en hvað um það bestu kveðjur
Pabbi
Pabbi (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:38
hehe þessi ferðasaga er yndisleg hehe:) og við skulum ekki einu sinni ræða spice girls tónleikana jiii :) hafðu það gott snúlla :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:32
Hehe, þetta var nú svakalegt ævintýri sem þið lentuð í...
Hlakka til að heyra löggusöguna þína... Er búin að vera hérna úber forvitin eftir kommentið frá þér um daginn
Og til hamingju með súper löngu bloggfærsluna þína
Kveðja af Klakanum, Ágústa Sv.
Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:45
hahaha snilld, þú lendir aldeilis í ævintýrum, góð afþreying í leiðilegum skólatímum, skrifaðu meira!!
Jóhanna Margrét Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:47
Það er naumast, gátuði ekki bara skellt á ykkur brúnkukremi og fittað inn?
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 20:15
jei gaman að sjá hvað fólk er duglegt að kommenta, gamlir sem nýjir hehe... kem svo með löggubloggið mjög fljótlega!
Heiðrún, 19.2.2008 kl. 02:54
úfff engin smá saga hérna á ferðinni frk. Heiðrún Ólöf! Þú hélst mér alveg á tánum frá upphafi til enda :) snilldsnilldsnilld
Hjördís Sif (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:52
Hæ sæta, skemmtileg saga og ég bíð spennt eftir næstu æsisögu af litlu hædí í stóru NY;)
Katrín (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:24
Blogg?
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.