loksins nýtt!

jæja nú skal ég gefa mér nokkrar mínótur í að blogga.

Síðasta helgi var fín, á föstudeginum vann ég aukalega hjá music kennara Charlotte, maðurinn hennar er í samtökum leikara og handritshöfuna og þar af leiðandi kýs hann fyrir allar verðlaunaafhendingar. Ég horfði því á bíómyndir heima hjá þeim sem er nýjar í bíói hérna, ekki slæmt. Horfði á The Kite Runner, Juno og smá hluta af Atonement. Hugsa að ég fari samt í bíó á Atonement þar sem hún lofaði góðu.

Á laugardeginum fórum við á Chinaclub sem er frægur klúbbur við times square. Okkur leist nú ekkert á blikuna mér og Katie þegar við þurftum að fara í gegnum málmleitarhlið á leiðinni inn. Einsog við færum að fara í flugvél. Göntuðumst með að það væri nú þvílík ólukka að hafa gleymt byssunni heima! og við það komment fengum við extra leit hehe... Bandit Eyddum mestum tíma kvöldsins að forðast indverja og báðum tyrki um aðstoð hehe. Vorum svo samferða öðrum tyrkjanum heim í lestinni þar sem hann var að fara út á flugvöll. 

Vann svo venjulega í vikunni. Var alveg uppgefin á föstudaginn en ég var með krakkana frá hálf átta um morguninn til miðnættis. Hélt þeim uppteknum svo þau myndu þreytast og gera mér lífið minna erfitt en ég gleymdi að reikna með því að ég varð alveg uppgefin.  Á laugardaginn var ég eitthvað að stússast, skilaði kjól en kom við í Sephora, ég hreinlega get ekki farið þangað ein. Missi mig alltaf svo svakalega. Eyddi 110 dollurum í gær og 120 á þriðjudaginn í síðustu viku. alveg svakalegt. InLove

Nú annars fór ég ásamt Vicy og Richelle og Paul í þetta svaka fína partý á þriðjudaginn síðasta. Endaði á að klæðast pilsi frá Tinu og bol sem ég keypti í englandi um árið! Löbbuðum inn og þurftum að kvitta okkur inn og sýna skilríki og læti.  Löbbuðum svo útí enda staðsins þar sem okkar partý var. Leið okkur einsog lambi á leið í slátrun þegar við löbbuðum fram hjá borðunum. Allir hættu að tala og litu upp og horfðu á okkur, ekkert smá óþæginleg tilfinning. Þess má geta að Alec Baldwin var á svæðinu en hann er heiðursfélgi klúbbsins. 

Okkur var svo fengnir drykkir og sest niður til borðs salat, steik eða kjúklingur , og ávaxta tarta! Vicy fékk sér baby kjúkling og ég hef aldrei séð annað eins. Hann var svo lítill. Get veðjað að kjúklingurinn hafi ekki verið 2 daga gamall þegar honum var skellt á pönnuna svo lítill var hann. Lá við að það væri skurn á honum. Annars var þetta mjög gott. Paul var með stutta ræðu þar sem ástríða hans á erfðaskrám kom í ljós. LoL Spjölluðum við einhverja kalla á borðinu okkar ásamt manninum sem var yfir þessu öllu. Fórum svo heim um 10,30. Paul hafði leigt bíl til að keyra okkur heim. Og honum fannst aðeins of þröngt að vera í venjulegum bíl svo hann tók limma á leigu hehe æji hann var svo krúttlegur. 

Annars fór ég á blockbusters í gær og leigði mér 3 myndir horfði á 2 í gær. High school musical 2 sem er klassi og Maria full of grace. Sem kom mér virkilega á óvart, mjög góð mynd. Mæli með að þið tékkið á henni. 

Í dag er svo dagurinn. Superbowl! The Giants and the Patriots eru að keppa og held ég með risunum þó svo að Patriots séu með fullkomna season. Ætlum að fara á bar stelpurnar og hafa gaman. Allavega allt að verða vitlaust hérna. Á von á góðum leik og tel ég að ég sé búin að læra nógu margar reglur til að geta skilið leikinn hehe... Whistling

Á Þriðjudaginn er svo Super Tuesday. Þar sem kosningar fara fram í einhverjum 20 fylkjum fyrir forsetakosningarnar.  

Á miðvikudaginn er svo komið að deginum sem ég hef beðið eftir síðan ég var 10 ára. Spice Girls koma í bæinn. Eða colliseum allavega. Á von á að hafa brilliant time. hehe.

Næsta helgi er svo fríhelgin mín og ætla ég og Katie að skella okkur á skíði. Fundum skíðaferð sem hljómar vel. Borguðum í gær og er ég aðeins farin að kvíða hehe. En hei ég kemst allavega á skíði og skauta og sleða og sund og ég veit ekki hvað og hvað.

Kíkið á þetta!

skitrip

 

 

           jæja segi þetta gott í bili!

          

                     hædí!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta hljómar nú bara scary þessi málmleit á klúbbnum! en samt gott öryggis vegna...  ekki slæmt að hafa verið í e-h fancý partý með Alec Baldwin! hehe ;P með spice girls tónleikana, þar sem ég er að deyja af öfund hérna, þá vil ég samt að þú skemmtir þér ótrúlega vel, en þú mátt/ "verður" að taka myndir og myndbönd!!! :P mér líst vel á þessa skíðahelgisdæmi! þú munt án efa standa þig á skíðum, síðan geturu annars farið á skautana og þetta sleðadæmi hljómar spennandi! ;)

allavega, það var gaman að fá blogg skvís!

steinka (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:18

2 identicon

öfund!! spice girls ohhh vá hvað það verður gaman hjá þér!! :) og já ég er sammála þér með high school musical 2...algjör snilld haha :) ... en haltu áfram a skemmta þér og við verðum í bandi :) 

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Heiðrún

Steinunn: já málmleitin var frekar spes, maður tók alveg ; á ég að taka af mér beltið. Viltu fá eyrnalokkana líka? Jámm lofa að taka fullt af myndböndum hehe eða 2 allavega. Einhver spes lög sem þú villt heyra? Já maður verður sko allur blár eftir skíðin ætlum sko að reyna við brettin. Hvernig gengur atvinnuleitin?

Jóhanna: já við verðum að vera í bandi fljótlega sorry að ég svaraði ekki, var að öskra Go Giants Go!!! hehe

Kristjana: Maður er aldrei of gamall til að endurupplifa barndóminn. Ég mun sko gráta á tónleikunum og samt mun ég vera þarna! En takk fyrir tárið, þú kannski geymir það fyrir mig? Já maður tökum bókað svona bíltúr aftur þegar ég kem heim, maður verður svo ruglaður af tímamismuninum hvort eð er!!! 

Heiðrún, 4.2.2008 kl. 03:54

4 identicon

úff...amerískur ruðningur, superbowl, men hef varla séð þreyttari íþrótt, auglýsingaar á 10 mín fresti, en jæja einhverjir horfa á þetta þó ég geri það ekki :p

 skemmtu þér annars ótrúlega vel á Spice Girls, ég hefði ekkert á móti því að vera í þínum sporum og vera að fara á þá!

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 18:02

5 identicon

Ég er nú ansi hrædd um það að þú verðir að blogga oggupínupons... Míns er forvitin. Sérstaklega eftir kommentið þarna á blogginu mínu.. ( )

Hey, sí jú leiter....

Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband