22.1.2008 | 03:37
halló
jájá þetta áramóta heit mitt gekk ekki lengi en batnandi manni er best að lifa right?
Er samt eitthvað ekkert búin að vera að gera uppá síðkastið. Síðasta vika fór í að vinna og gekk það svona sæmilega, Charlotte er alveg að gera alla vitlausa á heimilinu. Fer í "Time-out" aðra hverja mínótu og er hótað hina en þetta ætti að ganga yfir á næstu 2 mánuðum vonandi... Fór með krakkana í krakkasafnið bæði miðvikudag og föstudag, það var næs. Tíminn fljótur að líða hehe
Á föstudaginn fór ég með stelpunum út að borða, fórum á nýjan sushi stað í Glen cove sem er víst að verða frekar frægur. Sushi-ið var mög gott, áhugavert að finna söl- bragðið. Fór svo snemma að sofa enda uppgefin eftir vikuna. Laugardeginum eyddi ég með stelpunum, kíktum í broadway mollið en það var útsala á bitten línunni. Keypti skó, jakka, hálsmen og náttbuxur ásamt sólgleraugum á 45 dollarar. Ekki slæm kaup þar. Var svo að vinna um kvöldið og Vicky kom til mín um miðnættið.
Á sunnudaginn fór ég svo til Katie og vorum við að plana ferð saman en það kemur í ljós seinna. Kíkti svo í mollið til að reyna að finna kjól fyrir fína boðið. Fann einn en ætla að fara aftur á morgun með vicky, hann er pínu dýr en svo flottur. ohhh what can you do... Fórum svo um kvöldið á Savannah en það var djamm í gangi þar. Höfðum svaka gaman, fórum í truth or dare og var það mjög áhugavert. Fórum í smá keppni innbyrðis en skulum ekkert vera að díteila það hérna.
Í dag er svo MLK day eða Martin Luther King day, veit ekki hvort þetta er fæðingar eða dánardagur eða hvað. Nokkurskonar holiday allavega.
Er svo á morgun að fara að sækja um NY ID. Vona ða ég hafi allt sem ég þarft, hehe var að skoða listann og ekkert lítið sem ég þarf að mæta með.
Já meðan ég man, Paul var boðið í annað partý einsog jólapartýið nema hann þarf að tala og eitthvað en þetta er haldið í The Grand Havana Room sem er alveg þvílíkt flottur -members only- klúbbur og alls ekki hver sem er sem kemst þar inn. Ég er rosa spennt og mátti bjóða 2 stelpum. Tek Richelle og Vicky með mér. Við hittum Paul þarna og tökum svo bíl heim. Hugsa að þetta verði alveg æðislegt. Veit allavega að þeir eru að borga 150 dollara fyrir hverja manneskju sem mætir.
Læt þetta duga í bili.
hædí
Athugasemdir
hæhæ!!! æi hvað þetta hljómar allt skemmtilega........ þetta er eiginlega bara ótrúlegt hvað þú ert að gera mikið af fáranlega skemmtilegum hlutum :) haltu áfram að skemmta þér snúlla :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:44
jeiii blogg! :) það er bara alltaf nóg að gera hjá þér! með þetta partý í havana klúbbnum, kannski leynist bara hinn leyndi draumaprins meðal fólksins!?? hehe ;P
steinka (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:45
nei sælinú, NY ID? hvað er næst? Green card? ;-p
Annars er ég að verða svaðalega góður í stærðfræði með öllum þessum commentum hérna, gott að einhver viðhaldi stærðfræðikunnáttunni minni, því ekki gerir námið það (þó að þetta kosningakerfi sem ég er að læra um núna sé ágætlega flókið stærðfræðilega séð)
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:35
æji eeen gaman hja ter.. endalaus VIP party og fjor bara :)
Hjordis Sif (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 11:06
Hvurslags... Á ekkert að fara að blogga?????
Já, og svo langar mig svoo að kíkja í heimsókn einhvern tímann til þín til NY... Það væri geggjó gaman...
Bæjó
Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 06:28
heyrðu já dittó hérna, hefði ekkert á móti því að kíkja til þín hehe... en jú stefni á blogg í kvöld.
Heiðrún, 1.2.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.