15.1.2008 | 02:39
Totally Legally Blonde
jæja kominn tími á nýtt blogg sýnist mér, eða einhver var svo næs að minna mig á það.
Er búin að vera pínu lasin uppá síðkastið eða frá miðvikudeginum (svona er þetta að vera orðin svona gömul, passið ykkur) Á föstudaginn eftir vinnu eða um 7,30 fór mín í sturtu og svo beint uppí rúm, var alveg uppgefin eftir vikuna. En sú hvíld var góð þar sem laugardagurinn var strembinn. Dagurinn byrjaði með því að Matthew vakti mig klukkan 8,30 voða sætur með kossum og læti - geri aðrir betur.
Lá svo uppí rúmi til hádegis en dreif mig loks á lappir og fór í búðina að kaupa sæta diska glös og svoleiðis. Byrjaði að vinna klukkan 4 og það var sko skipulagt. Leika- taka til, matur bað uppí rúm hehe... Krakkarnir voru sofnaðir kl 7,45.
Ég hljóp þá niður kláraði að ganga frá og svo komu stelpurnar kl 8,30. Við pöntuðum kínverskan en það gekk eitthvað hálf klúðurslega og þeir hringdu í okkur eftir klukkutíma og voru þá alveg hinumegin frá okkur hehe...bílstjórinn ekki alveg sá skarpasti. Nú maturinn kom til okkar um 10 leytið og borðuðm við hann með svöngum maga! Tina og Paul komu heim um 11 leytið og við drifum okkur út og var ferðinni heitið á Savannah. Það var svona líka rosalega gaman. Að sjálfsögðu var ég með kórónu - það þarf ekki að spurja að því. og fékk ég alveg óteljandi söngva misgóða en söngva samt hehe Allavega það var alveg ótrúlega gaman með stelpunum engir skandalar engin rifrildi og ég átti áhugavert samtal við peyja sem var aðeins of líkur árna má! Ég að sjálfsögðu spurði hann hvort það væri einhver tenging á milli þeirra en það virtist ekki vera!
Á sunnudaginn var bara sofið út fyrir utan það að Matthew kíkti a mig um 9 leytið og spurði hissa afhverju ég svæfi alltaf svona lengi! Ég mumblaði eitthvað og hélt áfram að sofa hehe. Var svo bara eitthvað að stússast og um 3 leytið fór ég að taka mig til. Tókum lestina kl 5 inní nyc og fórum á legally blonde söngleikinn
Það var algjört æði! Vorum í rosagóðum sætum og þetta var bara alveg magnað. Góður söngur, flottir dansar og bara allt fullkomið. Þegar við komum svo út var svo byrjað að hellirigna, úfff mín var ekki sátt!!
Dagurinn í dag var svo tekinn rólega, skrapp í mollið (fyrsta skipti síðan elín fór) og langaði hreinlega að hlaupa burt aftur hehe. Þurfti að kaupa eitthvað handa Tinu og Paul í brúðkaupsafmælisgjöf (15ár). Stoppaði þar í 45 min og hljóp svo út hehe takk Elín... Kom við hjá Eileen og sótti bréf frá henni sem ég þarf að senda til ct. og svo heim. Þægilegur dagur.
Annars var Matthew sætastur í morgun, hann hljóp inn til mín 5mín í 8 og vakti mig með kossum, sagði svo eitthvað við mig og sagði að það væri ?suðurafríkanska? fyrir Ég elska þig. Honum fannst bara að ég ætti að vita það áður en hann færi í skólann. Sætastur?
Komnar nokkrar myndir á netið, á samt eftir að fá fleiri frá laugardagskvöldinu.
Takk fyrir gjafirnar elsku sæta fólk, jóhanna steinunn og gísli davíð. Finnst rosa vænt um þetta.
Mamma takk fyrir blómin,
hædí
Athugasemdir
m&m búð? allt er nú til í þessu Útlandinu! vona að þessi söngleikur hafi nú verið skemmtilegur, myndin er ágæt svo hann hefði nú átt að vera það. Annars ertu að missa af yndislegum snjó sem ákvað að kíkja aftur í heimsókn til okkar og jújú, ég er enþá á sumardekkjum og kemst samt allt sem ég vil fara! Mátt samt alveg senda smá hita hingað til okkar
kv. frá bókhlöðugimpinu sem er en að bíða eftir hinu gimpinu sem ætlaði að mæta með mér í dag
Gísli Davíð Karlsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:04
eins gott að þú fékkst nú kórónu! haha ;) en ef þér mislíkar rigninguna máttu endilega fá eitthvað af snjónum hérna þar sem það virðist snjóa endalaust hérna núna!!! :) og eitt enn, með "pakkninguna", þá verður þú bara að fyrirgefa mér! þar sem það var ekki til allt hérna heima til að gera þetta flott (eða skárra þar sem ég var að pakka) hehe
allavega, er ekki enn búin að kaupa miða út, en um næstu mánaðarmót ætla ég að redda þessu ef ég ætla ekki að enda ein í vél út! ;P
hlakka ekkert smá mikið til að hitta þig!!!
steinka (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 11:27
jajá það er bara verið að skjóta á mann í kommentum hérna.... ussussuss.....
æi hvað það hefur verið gaman hjá þér sæta :) vona að þú sert ánægð með afmælisgjöfina og svolleiðis :) annars heyri ég nú bara í þér á eftir :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:54
æjhh en gaman hjá þér.. mig langar á Legally Blonde leikrit, og í kórónu, og í M&M búð og að versla í USA og fá blóm og og og.... :) haha.. Og hann Matthew, hann er krútt :)
Annars segi ég bara hafðu það gott.. knúsiknús :)
Hjördís Sif (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:08
Jújú, mikið rétt, myndirnar mínar vorum teknar um borð í Vigra. Við verðum að stofna svona klúbb fyrir Vigrabörn þegar við erum komnar heim. Hittast einu sinni í mánuði og borða soðna ýsu með kartöflum og hamsatólg (ég samt sleppi henni) og syngja sjómannalög...feðrum okkar til heiðurs..hehe. :P Er það ekki geðveikt sniðugt..? (Ehh, ég er komin með svefngalsa..hehe)
Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.