Just because we use cheats doesn't mean we're not smart

Jæja maður byrjar þetta bara vel, 7 jan og nýtt blogg hehe... Þó svo að maður sé nú ekki búinn að gera mikið síðan síðast þá er þetta betra en ekki neitt.

Allavega man ekki hvort ég var búin að segja frá því hérna en ég semsagt týndi myndavélinni minni þegar Elín var hérna og fann hana ekki hvað sem ég leitaði. Á laugardaginn pantaði ég því nýja myndavél, bara svona einsog ég átti nema hún var aðeins dýrari.  Heyrðu svo ætlaði ég að hitta Richelle snöggt og greip því brúnu töskuna mína og viti menn þá leyndist myndavélin mín þar! haldiði að það sé? Búin að leita í þessari tösku síðan ég týndi myndavélinni! Allavega þetta sparaði mér 300 dollara sem fara bara uppí töskuna mína. Er nefnilega búin að ákveða að kaupa mér tösku í afmælisgjöf. Er ekki alveg búin að ákveða hvernig tösku en það verður einhver dýr og flott hehe einhverjar ábendingar?

Fórum út að borða fjölskyldan í gær, The wild Fig hehe eða villta fíkjan. Þau hafa talið Matthew í hug um að það sé villt fíkja sem eigi staðinn og ef einhver talar í símann eða er með læti þá kemur fíkjan og tekur aðeins í þig. Rosa skemmtilegt að fylgjast með honum, alltaf þegar einhver læti voru í eldhúsinu eða köll frá kokkunum þá varð hann alltaf svaka alvarlegur og ssssssss hann er að koma... æji kjánalegt að skrifa þetta en þetta var svo krúttlegt   Happy Þetta var grískur veitingastaður og vá ég held ég verði að segja að grískur matur er nýja æðið mitt. Sérstaklega Thasíkí eða maður segir þetta allavega svona.  Var þokkalega södd og fór heim og lagðist á meltuna. Það var þó ekki lengi því Richelle plataði mig með sér í bíó. Fórum á Juno, veit ekki hvort það sé byrjað að auglýsa hana en efast um að það sé byrjað að sýna hana. Þetta er snilldarmynd og hugsa ég þetta sé besta dialog sem ég hef séð í bíómynd í langan tíma. Mæli allavega með henni, svo eru svo skemmtileg lög í henni. Finnst þá sérstaklega lagið Anyone else but you standa uppúr. Góð endir á helgi.

í dag fór ég svo og sótti um social security number sem er bna kennitalan en hana þarf ég til að geta sótt um skilríki til að sleppa við að bera vegabréfið mitt útum allt hehe...  Hitti svo Richelle og fórum við í hádegismat á -hvað annað - nema grískan stað í manhasset hann var nú ekki alveg jafn góður og fíkjan en rosa gott samt, fengum okkur svo göngutúr upp og niður plandome. Þar sem veðrið var æðislegt, sól og um 14 stiga hiti. Poppuðum inní Greens og spjölluðum aðeins við Adrian. Fór svo heim og var bara eitthvað að stússast.

Planið á morgun er að ég er að vinna frá 2-6 en ætlaði að reyna að poppa í Sephora fyrir það og kaupa mér eitthvað fyrir húðina þar sem maður á gjafabréf þangað og jafnvel í tónlistarbúð og kaupa soundtrackið fyrir juno. Á morgun er svo spáð sól og um 18 stiga hita þannig að það er spurning hvort maður taki krakkana niðrá strönd á leikvöllinn þar, sé til. Er allavega að fýla hitann hehe... Um kvöldið ætlum við svo að fara útað borða þar sem miðvikudagurinn hentar ekki svo vel til þess.

Svo er Spicegirls í nassau colliseum þann 6 feb, hlakka sjúkt til og efast ekki um annað en það verði geggjað. 

Svo var maður nú að fá þær fréttir að ma og pa ætli að kíkja á mann fljótlega, eitthvað staðfest??

ætla ekki að láta þetta vera neitt lengra í bili. 

 Hædí.

 Skelli inn textanum hérna, endilega lesið!


You're a part time lover and a full time friend
The monkey on your back is the latest trend
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
I'll kiss you on the brain in the shadow of the train
I'll kiss you all starry eyed my body swingin' from side to side
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
Here is the church and here is the steeple
We sure are cute for two ugly people
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
Pebbles forgive me, the trees forgive me
So why can't you forgive me
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
I will find my niche in your car
With my MP3, DVD, rumble pack guitar
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
Up up down down left right left right B A start
Just because we use cheats doesn't mean we're not smart
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
You are always tryin' to keep it real
I'm in love with how you feel
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
We both have shiny happy fits of rage
You want more fans, I want more stage
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
Don Quixote was a steel driving man
My name is Adam I'm your biggest fan
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
Squinched up your face and did a dance
Shook a little turd out of the bottom of your pants
I don't see what anyone can see in anyone else...but you
but you 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu ég er ekkert smá ánægð með þetta bloggátak þitt.... vonandi heldurðu þessu áfram :) en já ég var að spá hvort þú gætir ekki sent pínu hita til íslands.... kuldinn er ekki alveg að gera sig..... :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:09

2 identicon

gaman að þú fannst myndavélina þína! með töskuval, þá er svo mikið í boði, ég er viss um að taskan bara finnur þig! svo að þú veist hvað þú átt að kaupa þegar þú sérð hana! ;)

ég hef aldrei heyrt um þessa junomynd! kannski samt ekkert að marka mig þar sem ég er nýkomin inn í siðmenninguna! hehe

annars líst mér mjög vel á þetta framtak þitt! 2 blogg bara strax komin! :P

Steinka (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:05

3 identicon

Grískur matur er ótrúlega góður, fórum alltaf á grískan stað þegar mamma og pabbi komu til Addis í Eþíópíu og vá hvað ég gat étið endalaust á honum. Verst að það er enginn svona staður hérna á Íslandi!

Styð Jóhönnu í því að þú sendir smá hita hingað, mamma og pabbi eru í 30 stiga hita núna og lofuðu að senda 1-2 gráður hingað, allt er betra en þetta frost rugl sem er hér á klakanum

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:25

4 identicon

ókei, róa á hitanum þarna hjá þér! Hér í DK er rigning og um 4 stiga hiti! haha.. En njóttu þess litla mín :) Ég er að deeeeyja úr öfund með Spice Girls tónleikana, mig hefur langað að sjá þær á tónleikum síðan Spice Girls æðið helltist yfir mig þegar við vorum litlar :) Eins gott að þú skemmtir þér ótrúlega vel fyrir mig líka, ég mun vera með þér í anda! híhí

Hjördís Sif (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:49

5 identicon

Hæ ástin mín gaman að lesa frá þér, þakka kommentið með raketturnar, þær voru svona amerísk stærð þetta árið vegna veðurútlits. Á ekki von á að geta hringt í þig Bestu afmæliskveðjur

Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband