6.1.2008 | 18:54
And I Saw God Cry In The Reflection Of My Enemies
jæja Gleðilegt nýtt ár, kominn hvað 6janúar og fyrsta blogg nýs árs mætt á svæðið. Ég gaf mér pínu áramóta heit eða allavega í janúar. Frá og með deginum í dag mega ekki líða meira en 2 dagar milli blogga. Ég á pottþétt eftir að gleyma þessu en ætla að gera mitt besta.
Nú áramótin eru nýliðin ég skrapp með stelpunum inní nyc og var það mismikið stuð, byrjaði ágætlega fórum á klúbbin Eden en vorum farnar þaðan út fyrir miðnætti sem olli ýmsum vandræðum. Ég skildi við stelpurnar og tók taxa uppí central park að hitta vinkonu mína og hennar fólk. Sá kúluna falla og þetta sem þeir kalla flugelda. Kúlan var nú bara pínu lítil og flugeldarnir... tja pabbi setur upp betri sýningu en nyc Fór þaðan í metroið og lennti á þessu líka spjalli við lögguna það var bara asskoti gaman hehe... Svo stökk ég inní Sea Cliff lestina sem ég hef btw aldrei gert áður skipti í Jamaica (sem er versta hverfi nyc) og labbaði svo heim frá lestarstöðinni kl 2 um nótt tók mig klukkutima og var mér orðið pínu kalt í endann hehe...
Vicky átti afmæli daginn eftir og skrapp ég til hennar í smá kaffi. Var svo heima bara eitthvað að stússast það sem eftir var vikunnar. Vinna og læti. Var föstudagurinn mjög erfiður og margt sem ég var ekki undirbúin undir en ætla ekkert að gefa nein díteils... hugsa að þið viljið ekkert vita þetta!
Á fimmtudaginn dró annars til tíðinda. Fór á Hokkí leik með Lotte, Islanders vs. Panters það var hörkugaman og var ég öskrandi líkt og sönnum stuðningsmanni ber að gera. Sátum í rosalega góðum sætum en host pabbi Lotte er general manager þeirra eyjamanna. Kostuðu miðarnir 120 dollara stykkið en það er eitthvað sem ég myndi aldrei borga. Nú eftir leikinn fórum við og hittum hann og vorum eitthvað að spjalla hann sagðist þurfa að tala við strákana og bauð okkur með. Löbbuðum við inn og sáum að kæróurnar voru komnar til þeirra. Fannst mér ég eitthvað kannast við stelpuna sem stóð við hliðina á nr 89. Leit aðeins betur og ráðfærði mig við Lotte. Pínulítil ljóshærð stelpa sem notar alltof mikið make up. Var þetta þá enginn annar en Hilary Duff. Já pínu skondið!
Kíktum svo í partý til vinkonu vinar Lotte og það var spes upplifun. Keyrðum uppað húsinu eða héldum það en þurftum þá að hringja bjöllu og fara í gegnum hlið og læti. Húsið var það stærsta sem ég hef séð og var partýið haldið í sundlaugarhúsinu. Þar inni var eldhús bar risarisa stór heitapottur 4 sjónvörp á hverjum vegg búningsklefar og svona 20 auka sundföt fyrir gesti. Úti var svo sundlaug sem er álíka stór og "djúpa" laugin í Árbæjarlaug. Ekki slæmt. Allir í manolos eða jimmy choos skóm með designer tösku og föt. Okkur leið nú hálf kjánalega klæddar í hm hehe en já þetta var upplifun.
Tók helgina svo ósköp rólega kláraði að vinna á föst og beilaði á djammi með stelpunum og var komin uppí rúm og sofnuð klukkan 10. Voða næs í gær fór ég svo í bankann og lagði pínu inn keypti mér nýja myndavél online og vann svo í gærkveldi. Var svo komin uppí rúm um miðnætti. Er að fara núna að hitta Richelle þar sem hún er að vinna með litla strákinn sinn ætlum að hanga eitthvað. Svo er nýr Despó í kvöld og mikil spenna fyrir honum. Heyrðu við sjáumst svo bara á morgun eða hinn.
Já og vil benda á að nokkur video og myndir frá jingle ball eru komin inn á samt eftir að merkja þetta. Svo eru nokkur öskur inná en ég var semsagt með óþolandi gelgju fyrir framan mig sem eiginelga hætti ekki að öskra, þetta er misslæmt en þið bara hafið þetta í huga!
hædí
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár :) :)
úff ég hefði nú ekkert á móti því að kíkja í búningsklefann hjá hokkíliðinu, hvað þá að sjá Hilary Duff :Phihi
Erna Ósk (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:23
Jú, er alveg til í að skella mér í heimsókn til þín í NY í sumar eða eitthvað.
Fer væntanlega í þetta dæmi þarna á Long Island 13.-18. apríl. Á enn eftir að panta það, veit ekkert hvernig það verður allt. Þau fara í spring break eitthvert á einhverja strönd þarna vikuna áður, og ég held að ég eigi að fara með þeim.
Langar svooo aftur til NY, allavega áður en ég fer heim sko..hehe.
Ágústa Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:11
já veistu ég er ánægð með áramótaheitið þitt..... og það er eins gott að þú standir við það góða.... en vá myndböndin af tónleikunum eru aðeins of skemmtileg... ég er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.... :) en þú veist það góða að ég hef staðið hliðiná þér ansi oft á tónleikum og heyrt þig öskra þannig að ég þekki nú alveg þín öskur frá þessar gelgju hehhe... en allavega skemmtu þér og við heyrumst svo :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:29
ótrúlega gaman að sjá myndirnar og myndböndin! þessi öskur sko... haha ;P
en vá hvað ég hefði verið til í að vera þarna!!! og síðan öfunda ég þig geðveikt mikið fyrir að fara á spice girls!!! eins gott að þú takir líka myndbönd þar!!!
þetta er náttúrlega bara svindl að þú færð að fara á bæði backstreet boys og spice girls tónleika! en samt er ég fegin að það ert þú sem ert að fara ef ég fæ ekki að fara! hehe ;)
mér líst vel á þetta áramótarheit þitt! núna er bara að standa við það svo að ég hlakka til eftir bloggi þann 8. eða 9. janúar! núna er bara pressa á þig! ;P
steinka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.