counting christmas

jæja kominn nýr nokkrir dagar í jól og ekkert blogg, uss

 

heyrðu músin náðist, ég fann hana klemmda hálstaki og öskraði pínu en ekkert sem maður er ekki búinn að jafna sig á! Maður er nú orðinn svo harður eftir að hafa verið hérna í 4 mánuði haha... Tina spurði samt hvort ég laðaði ekki pottþétt betri karlpening að mér heldur en gæludýr, svari nú hver fyrir sig! Cool  

Man annars ekkert hvað ég er búin að vera að gera uppá síðkastið. Er búin að fara að djamma síðustu  2 helgar og þar af inná manhattan um síðustu helgi. Fórum fyrst inná mjög töff stað með góðri tónlist en ég get svo svarið það að við vorum eina fólkið á svæðinu sem var, tja hvað á ég að segja, þess þurfandi að fara í ljós til að falla inní hópinn. hehe...

Svo á þriðjudaginn fórum ég og Katie í þetta svaka fína boð haha... Paul reddaði mér inní partý hjá Wilmington Trust sem er með höfuðstöðvar í Rockafeller Plaza. Sjitt þetta var svo sjúklega töff haha... Löbbuðum inn og þá voru menn þar sem tóku af okkur jakkana og hengdu upp og svo var okkur rétt hvítvínsglas. Þegar við löbbuðum inn var svo endalaust af æðislega góðum mat og við fengum okkur smá af því. En aðallega eftirréttum. 3 mismunandi eftirréttir voru í boði, pecan caramell brownies, súkkulaði í piparmyntu mjólk og graskers og rjómaosta sleikjó með granola! ómæ haha þetta var svo rosalega gott fæ vatn í munninn alveg. Hittum eiganda fyrirtækisins og hann var svona líka næs við okkur og við vorum svona alveg einsog sex and the city hehe. Eftir boðið fórum við svo í eftirpartýið með eigandanum og öðrum ceo-unum og var það haldið á bar á næsta stræti. Barinn er kallaður Johnny Utah og er með kúreka ívafi. Þar gat maður farið bull-riding sem ég ætla pottþétt að gera við tækifæri, samt þegar maður er í gallabuxum en ekki fínum kjól hehe...

Heyrðu svo fer að styttast í að litla sys komi að kíkja á mig þó svo að henni sé eflaust ekki vel við mig þessa stundina þar sem hún verður heppin ef hún getur tekið með sér auka par af nærum. Þar sem ég er að fá svo mikið sent jeijei!!

En áður en hún kemur þá á ég stefnumót með Richelle á föstudaginn, þeir aðilar sem ætla að kíkja á okkur eru meðal annars,

Backstreet Boys
Alicia Keys
Avril Lavigne
Boys like Girls
Fall out Boy
Timbaland ásamt Onerepublic og Keri Hilson
Jonas Brothers
Jordin Sparks
Colbie Caillat
Ashley Tisdale og einhverjir fleiri 

Ég er ekkert smá spennt og hlakka þvílíkt til. Svo er hugmyndin að hitta Katie og Lotte eftir tónleikana og fara á klúbbinn Avalon sem er inní kirkju. Ég veit ekki alveg hvernig mér líst á það en við sjáum til.

 

heyrðu þar til næst,

ble 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá, þetta hljómar ekkert smá fancy partí! þú hefur án efa verið að fíla þig í botn þar! hehe ;)

en okay, litli lúðinn þinn!!! BACKSTREET BOYS o.fl!!!!!!!!!!!! (smá afbrýðssemi í gangi hérna...) en samt, ég vona að þú munir þó bara skemmta þér ennþá meir, svona fyrir hina í leiðinni! :P og svo líka eitt, mundu eftir MYNDAVÉLINNI!!!!

annars er bara komin spenningur í fyrirhugaða ferð til fyrirheitna landsins! :)

steinka (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:07

2 identicon

hæ sæta !! :)

sko með karlmennina sem þú laðar að þér.. þá eru það pottþétt eldri menn.. eigum við eitthvað að ræða alla drengina sem voru alltaf að tala við þig á nasa hahah 40 plús hehe... :)

en já þetta partí hefur verið ekkert smá skemmtilegt... hitti einmitt mömmu þína um daginn og hún var að lýsa þessu fyrir mér... jiii minn þú ert nú meiri prinsessan :)

en annars þá öfund ég þig svo svakalega af þessum tónleikum að ég veit bara ekki hvernig ég á að höndla þetta.... og já ég segi það sama og steinunn EKKI gleyma myndavélinni... pant fá sent vidjó af backstreet :) - svo er líka mikil öfund í gangi út í elínu að vera að fara til þín... en tjahh það eru ekki nema svona ca 160 dagar or som þangað til ég kem heh ... :)

allavega...skemmtu þér ógisslega vel á tónleikum og hafðu það gott snúlla.... sakna þín brjálað mikið og vildi óska að þú yrðir heima um jólin!

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:18

3 identicon

Backstreet Bosy tónleikar!!! men, afhverju er ég ekki þarna úti! Nújæja þú skemmtir þér á þeim á meðan ég verð hér á klakanum að læra....vika eftir af geðveikinni

 Annars fékk ég að troða smá litlum pakka með Elínu til þín, verður vonandi ánægð :) 

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:31

4 identicon

Bara svaka fancy partí í gangi hjá þér, hljómar allt saman obbosslega spennandi! :) Og já ég væri nú ekkert á móti því að kíkja á Backstreet boys tónleika, passaðu bara á þér tennurnar :) haha.. og að sjálfsögðu mundu eftir myndavélinni :)
Annars segi ég bara hafðu það gott yfir jólin og ekki borða yfir þig af amerísku gúmmelaði.. eða jú annars, gerðu það bara :P

Hjördís Sif (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 19:06

5 identicon

Held að maður kæmist aldrei kæmist á svona fancý djamm á íslandi, hljómar geðveikt spennandi. Og þessir tónleikar líka váá. Bara geðveikt! :)

Vona að þú hafir það gott um jólin í ameríkunni, færð að upplifa þau á annan máta þetta árið. Heyrumst fljótlega, kv. Ásta 

Ásta RAgna (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband