all it takes is one shoe!

helló ég er mætt á svæðið.

Sit hérna uppí sófa að hafa það kósý, Tony Bennett er í sjónvarpinu syngjandi á skautasvellinu fræga. Það er nefnilega verið að kveikja á stóra fallega jólatrénu við Rockafeller center. Ashley Tisdale sem er fræg úr High school musical og Nick Lachey x-inn hennar Jessicu Simpson eru að kynna þetta. Búin að sjá Carrie Underwood, Celine Dion, Sean Kingston og fleiri góðkunningja hérna hehe... Hefði verið til í að vera þarna, en hei allavega er ég að horfa á þetta í beinni. 

Var einmitt að sjá brot frá fyrrum heimili trésins og fyrrum eiganda þess. Þar var bara þakkað guði fyrir góða heilsu trésins en miklar áhyggjur voru hafðar af trénu. Ég veit svo sem ekki hverjum það er að þakka en tréið er komið heilu og höldnu upp og búið að kveikja þessi 200þús perur. 

Annars er allt semí gott að frétta, Thanksgiving var í síðustu viku og það var æðislegt að upplifa hana, við héldum hana hérna og kom fjölskylda Paul's til okkar klukkan 2 og við settumst niður að borða klukkan 3 án frekari orða þá get ég sagt að við stóðum upp klukkan 7 hehe  Boðið var uppá butterscotch súpu í forrétt og svo var 26 punda kalkúnn (einn leggur er máltíð fyrir 3) sæt kartöflustappa með eplum og kanil og fleira góðgæti. Í eftirrétt var svo hnetusmjörssúkkulaðikaka, epla pie og graskerspekan hnetu pie sem enginn annar en ég gerði! jeijei ég bakaði þessa líka fínu böku og hún leit barasta út alveg einsog þær í bókunum hehe...

Föstudagurinn var leti frameftir öllu, á laugardeginum fór ég að versla með nýrri stelpu hérna, Sabina frá svíþjóð. Byrjaði aðeins á jólagjöfunum, ef einhver ætlar að vera svo sætur að senda mér gjöf má hann alveg láta mig vita svo ég geti gengið frá nokkrum lausum endum. 

Um kvöldið fórum við svo út, ég, Vickoria og Isabelle fórum inní nyc á einhvern klúbb sem heitir held ég nicky midtown. Staðurinn sem slíkur var voða fínn, en ég og Vicky vorum ekki að fýla fólkið þarna svo við stukkum með 1,30 lestinni heim og skruppum inní greens vorum þar í smástund spjölluðum við vini mína þar og skruppum svo á annan bar í PW. Töluðum þar við eigandann og vin hans. Sögðum þeim eða eiginlega bara vininum að við hefðum verið að djamma á klúbbi og drukkið og ég væri að keyra hehe... vil samt taka það fram að ég var ekki full bara hress. Svo blaðraði ég að ég væri 20 en ekki 21. Heyrðu haldiði að gaurinn hafi ekki verið lögreglumaður í nyc. Blush talandi um vandræðalegt!  

Sunnudagurinn fór í símann, talaði við mömmu og jóhönnu og skrapp í bíó um kvöldið, sá Enchanted, ohhh hún var svo sæt hehe og skemmtileg hehe...

hmmm hvað meira, fékk pakka frá mömmu og pabba í síðustu viku. Það var æðislegt, pils peysur, nammi og Teppið mitt!! Æðislegt að fá pakkann,  og nammið hehe...

Svo kom pínu uppá í fyrradag, ég fann gat á nammizipblock pokanum mínum, með besta namminu, lakkrísbitum og Kúlum. Það er semsagt einn stykki mús í herberginu mínu. Allt var sett í gang og nú eru fleiri gildrur inní herbergi en ég get talið hehe mikki náði samt beitunni í einni gildrunni fyrstu nóttina án þess að nást svo þetta er gáfaður skratti! Höldum áfram að reyna en þar til músin næst þá er ég komin í gesta herbergið !aftur! hehe ég er einsog flóttamaður hérna úfff haha

og til að bæta gráu ofan á svart þá hefur endajaxlinn verið að drepa mig frá því í síðustu viku. Hann er eiginlega komin alveg upp ss neðri hægri! Eftir að hafa gengið á verkjatöflum ákvað ég að takast á við óttann og fara til tannlæknis! Bara gaursins hérna í Sea Cliff hann er víst þekktur fyrir að takast á við hrædda sjúklinga! Allavega ég fór þangað og hann er svona líka fínn gaur. Sagði mér að daginn áður hefði J.Lo skroppið til hans en hann er búinn að vera tannlæknirinn hennar í mörg ár skemmtileg tilviljun, verst að ég fór ekki deginum áður! Allavega hann gaf mér sýklalyf og ég fer aftur í næstu viku en þetta hefur skánað mikið, get allavega bitið saman tönnunum núna hehe...

 

æji nenni ekki meiru úff!! Lofa bloggi í næstu viku ef ég fæ einhver komment, hvað varð um alla sem lásu í byrjun? allir hættir að lesa?

hædí 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

200þús ljósaperur, pant ekki lita að þeirri einu sem er sprungin! Hvað á ekki að gerast við þig í herberginu? Hvað kemur næst? Slanga?

 Annars vona ég nú að endajaxlavesenið þitt endi vel, getur víst verið hell þetta drasl. En já, ætla að halda áfram að lesa :-) heyrumst

Gísli Davíð (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:41

2 identicon

jiii ertu til í að vera laus við öll kvikindi úr þessu húsi áður en ég kem í heimsókn... þú hefur alveg 6 mánuði til stefnu!!! :) en annars gaman að lesa blogg frá þér... þurfum svo að halda annan símafund við fyrsta tækifæri svo ég deyji ekki úr próflestri á næstu dögum :/ ennnn hafðu það gott snúlla og haltu áfram að blogga. :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 10:07

3 identicon

Hæ ástin mín Smá kveðja héðan úr brjálaða veðrinu, bíð alltaf eftir nýju bloggi eða myndum, gaman að hafa heimiisdýr hjá sér, vertu góð við músina þú veist jólin og allt það, vona að þér hafi líkað við það sem kom úr pakkanum, vona að allt gangi vel

ástar kveðjur Pabbi 

Pabbi (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:03

4 identicon

úff.. engin smá máltíð á Thanksgiving heyrist mér.. Bandaríkjamenn kunna þetta greinilega, og dúleg þú að baka böku.. Hmmm get bara kommentað á allan matinn sem þú talaðir um, kannski af því ég er svo svöng! haha.. Og já þú mátt búast við smá jólagjöf frá mér :) híhí
Annars bara gaman að heyra frá þér og frábært að allt gengur vel dúllídúll :)

Hjördís Sif (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:16

5 identicon

mmm.... allar þessar kökur! væri til í að smakka e-h af þessu! hehe

en vá hvað þetta var soldið týpiskt þú með lögguna! HAHA! :P

ég vona að Mikki náist sem fyrst! Þú ert bara eins og Rauðhetta, dýrin laðast að þér!

kannski muntu síðan rekast á j.lo í næstu viku! hmm.. hver veit!? ;)

allavega, þú ert nú öflug í að blogga! hlakka til eftir næsta bloggi!

steinka (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 12:16

6 identicon

Jább, gaman að fá svona mús. Ég þarf bara að vera viðbúin svona allskonar boðflennum þegar það fer að vora. Þessir kreisí maurar. Þeir fara í alla mylsnu og svona..

Ómægodd, mig langar svo til NY aftur. Allt þetta jóla jóla byrjað núna, og mig langar að fara að skauta á Rockafeller Center, þó að það að skauta sé ekki minn besti hæfileiki..hehe. Hlakka til að kíkja til NY aftur í apríl, þó að ég þurfi að hanga á einhverjum leiðinlegum fyrirlestrum og kennslustundum.

Er einmitt að fara að fá pakka að heiman bráðum. Jólagjöf og hjartapúðinn minn og eitthvað svona..hehe. Þó að ég sé búin að vera hérna í næstum mánuð, þá var ég fyrst að opna harðfiskpokann minn áðan..hehe. Vantar bara íslenkt smjör..

Jæja, ætla út að labba með hundinn, það er komið svo gott veður. 

Hey, ég er loksins komin með ljós og viftu inní svefnherbergi... geggt næs. 

Verðum í bandi... 

Ágústa Sverrisdóttir í Roswell (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:53

7 identicon

Hæ honí! Bara láta vita að ég man eftir þér ;)

Til hamingju með kökurnar hef heyrt að það sé ekkert það auðveldasta að gera svona ekta beeendaríska pæ og omg já omg þessir risa kalkúnar eru merkilegir!

HaHa! er þá j lopez hrædd við tannlækna? En þú heppin að vera hjá tannlækninum hennar ;) "ú þessar hendur voru í munninum á j-lo" hahahah! snilld!

En já gleðileg jól elskan ef ég heyri ekkert í þér þangað til.. verðuru ekki annars þarna um jólin? ohh mig hefur alltaf langað að prófa svona beeeenderísk jól... þúst... allt ekkað svo spennandi hjá þeim! =D

Anna Birna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:13

8 identicon

og já omg! hvað sagði eða gerði löggimanninn? :o

Anna Birna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:15

9 identicon

Hey...ég fékk pakkana minn í dag, frá famelíunni heima á Klakanum... Erfitt að freistast ekki til að opna þá fyrir jól. Samt má ég opna þá áður en ég fer til DisneyWorld, þar sem ég kem ekki heim fyrr en seint á jóladag..heh, það verður skrýtið..

En hey, talandi um bakstur..þá fékk ég einhverja svaka uppskrift frá counselorinum mínum, frá einhverri annari au pair. þetta er svona 5 lita kaka... kallast Parrot Cake, m.a.s. mynd og allt..ógó cool. Samt held ég að ég ætli ekkert að baka þetta hér.. enda nógu mikill sykur sem þessir krakkar fá.. 'nuff said..

Skal meila uppskriftina á þig...

Bæjó. 

Ágústa Sv. (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband