15.11.2007 | 20:23
I was in the right place but it was the wrong time!
jájá ég veit, of langt síðan síðast. Veit ekki afhverju ég á svona erfitt með að setjast niður og skrifa um daginn og veginn þegar ég er í tölvunni á hverju kvöldi að pirrast yfir bloggsíðum sem eru ekki uppfærðar daglega! En eins og vanalega þá hefur margt gerst og því gæti þetta endað í mjög löngu bloggi sem enginn nennir að lesa eða punktum! sjáum hvernig þetta endar.
Halloween var þarna einhvern tímann fyrir löngu, eða nánar tiltekið í lok október. Ég skar út pumpkin sem kom svona ljómandi vel út. Þetta er babydevil ef einhver sér það ekki!
Tina hélt Halloween party fyrir bekkinn og vini Matthew's og var það svaka stuð, pizzur samlokur pasta og læti og allt haft í garðinum. Svo notalegt veður í lok október. Sjá sætu krakkana.
Matthew er uppi í miðjunni á milli hotwheelcars og svíns. Hann fór sem Yoda úr starwars en gafst fljótlega upp á grímunni haha...
litla snúllan mín fór hins vegar sem Rauðhetta og hún var sætasta rauðhettan.
Um kvöldið fór ég ásamt nokkrum stelpum inní new york til að horfa á skrúðgönguna í þorpinu(aka grenwich village). Það var aðeins of mikið fólk en rosa gaman.
Eyddi síðustu viku með Richelle og Jacob, en hann er stærsta 14 mánaða barn sem ég hef séð hehe... Þau undu sér vel heima hjá honum enda ekki til það dót sem er ekki í leikherberginu hjá þeim.
Nú ég fór líka á stað sem heitir B.B.King og er víst frekar frægur. Hittumst allar stelpurnar í New York fylki og einsog vanalega þá var enginn önnur frá Íslandi. suprisesuprise. Borðuðum brunch og hlustuðum á gospel tónleika. Voða gaman þrátt fyrir að maturinn hafi verið frekar lélegur.
Við stúlkurnar, ég Katie, einhver, Philo, Suzie, Bine og Nadine.
Þess má geta að Philo og Nadine eru báðar í Rematchi. Nadine er að spá í að fara til Texas og Philo fer hugsanlega í bæ sem heitir Sleepy Hollow, hversu spúkí er það?
Fór á Sunnudaginn síðasta inní borgina með Richelle, skruppum á Museum of National History. Margir þekkja það úr bíómyndum og einnig fékk það sér bíómynd um sjálft sig í Night at the Museum. Það var hin mesta skemmtun, alveg sjúklega stórt safn og frekar hættulegt. Var næstum étin af risaeðlu og stöppuð niður af fíl. Eða þannig...
Fór á tónleika í gærkveldi í garðinum. (Madisonsquaregarden) alveg fáránlega stór höll haha. Sáum Cute is what we aim for, gym class heros, plain white t's og Fall out boy. Það var aðeins of gaman og fékk ég nokkur svona "trúi ekki að ég sé hérna" móment með tilheyrandi hristingum. hehe... Af einhverri asnalegri ástæðu gleymdum við myndavél og féllu nokkur tár við þá uppgötvun.
Svo er Thanksgiving í næstu viku. Á fimmtudaginn svo nánar sé tiltekið. Veit ekki alveg hvað ég geri um daginn, verð heima að hjálpa til eða úti einhversstaðar, eða fari inní borgina að sjá hina heimsfrægu skrúðgöngu macy's. Sjáum hvernig veðrið verður. Nenni ekki að skrifa meira, var að setja inn fullt af myndum en á eftir að skrifa undir þær, það verður að bíða betri tíma.
Haustið er komið með alla sína liti. Aðeins öðruvísi að upplifa haustið hérna en á Íslandi. Laufin verða rauð, appelsínugul, brún fjólublá gul falla svo fallega á jörðina. Þar til kínverskir strákar blása þeim í hrúgur hehe. Öðruvísi en á Íslandi þar sem laufin skipta um lit, svo kemur vindur blæs öllum laufunum burt. Svo er kominn vetur.
Jei Elín ætlar að ríða á vaðið og kíkja til mín í desember, get ekki líst tilhlökkun minni nógu mikið. Verðum að gera dagskrá og kíkja á eitthvað skemmtilegt, Christmas spectacular á víst að vera geðveikt og svo er náttúrulega broadway alltaf klassi með leikritin.
Takk elsku Steinunn mín fyrir fyrsta pakkann sem ég fæ hingað út. Pínu svekk samt að fyrsti pakkinn var jólagjöf og því fékk ég ekki að opna hann. Var næstum búin að því en Tina bjargaði mér fyrir horn og faldi pakkann hehe... og Jóhönnusnúllan mín takk fyrir pakkann þinn. Rosalega gaman að fá diskinn og blöðin. haha gott að hann gaur gat loksins tekið bílpróf þökk sé vinum okkar!
úfff einsog ég sagði langt blogg en samt í punktum.
ble
hædí
Athugasemdir
Hæhæ. Ég er ennþá að öfunda þig útaf FOB...!
Hljómar allt voða vel þetta með Halloween, ég vildi að ég hefði getað komið til USA svona 2 vikum fyrr og getað upplifað Halloween. Aftur á móti, þá fór ég í svaka svona Thanksgiving-veislu í kirkju hérna á svæðinu, og vá, þetta var svo kreisí. Kalkúnn og tilheyrandi og pumpkin pie og svona.. geggt næs. Síðan er nottla alvöru Thanksgiving ekki fyrr en eftir viku..
Ágústa í Atlanta (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 02:35
hæ kjútí!! mikið er ég ánægð með að fá loksins blogg vúbbídú!! en já ég trúi þessu ekki uppá þig að þú hafir ekki munað eftir myndavél!!?!?! heiðrún ólöf hvaðahvaða... þú mannst það bara á næstu tónleikum hehe .... en já vona að þú hafir skemmt þér eitthvað yfir "pakkanum" hehe og þá sérstaklega bílprófinu híhí :) láttu í þér heyra sem allra fyrst :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:30
ekki slæmt það að hafa verið á tónleika með þessum hljómsveitum!!! þú manst bara eftir myndavélinni næst! ;)
með pakkann, þá sendi ég hann frá Voss, ég vissi ekki að það tæki svona stuttan tíma! Miðað við að þegar ég sendi þér bréf frá eyjunni hérna, þá tók það u.þ.b mánuð!
en það fylgdi jólakort með sem þú mátt bara opna ef þú hefur ekkki þegar gert það! hehe :P
steinka (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.