28.10.2007 | 02:05
halló
hvernig byrjar maður á færslu? Er svekkt með kommentin hérna við síðustu færslu, hvað varð um alla!
Tók fullt af myndum af húsinu vegna eftirspurnar:
haha einsog þið sjáið þá er það ekki að ganga sérlega vel að setja myndirnar inn þannig að þið bara kíkið á þær á netinu, setti líka inn myndir úr afmælinu.
Fór að djamma í gær, klúbb sem heitir Savannah, var ekkert smá flottur og æðisleg tónlist. Full af fólki og aðeins betra en síðast hehe. Skemmti mér rosa vel ef þið skiljið. Skutluðum svo einhverju fólki heim og svona. Vil ekkert fara meira út í það, þið bara spyrjið ef þið viljið.
Fékk nýjan síma í dag, hinn dó! Haldið að það sé ekki svona svaka flottur motrola haha!
Haldið að maður sé ekki flottur með bleika myndavél og bleikan síma haha!
Verslaði aðeins í dag, fórum í century 21 sem er department store með merkjavörur á lækkuðu verði! Keypti mér guess úlpu og peysu og fleira, mátaði D&G pils var voða fínt hehe kannski næst
Er að passa núna og Isabelle er að passa aukalega fyrir Robin sem er meðeigandi Pauls. Hún lennti í svaka veseni á leiðinni og missti af stopsigni og akkurat þá var löggan þar. Hef aldrei séð jafn mörg stop skilti og hérna og veit ekki hvað maður hefur neyðarbremsað oft án nokkurar ástæður haha... Isabelle þarf samt að fara fyrir dóm og læti, Robin ætlar að hjálpa henni með það samt þannig að þetta verður allt í góðu!
Heyrðu haldiði svo að maður sé að fara Fall out boy 14 nóv. Það verður alveg sjúklega gaman, keypti miða í gær, fer með Vicktoríu, þýsk aupair sem á stelpu í sama bekk og Matthew er í!
Já gaman að því, nenni ekki að hafa það lengra. Hver ætlar svo að verða fyrstur til að kíkja í heimssókn?
hædí
Athugasemdir
Okei öfund...! Mig langar í bleikan síma, og væri heldur ekkert á móti því að sjá fallout boy :) Skemmtilegar myndir af húsinu... og já ég er forvitin að vita hvað gerðist á þessu djammi, hljómar eins og þú sért með eitthvað slúður í pokahorninu :) híhíhí
Hjördís (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:12
Virkar kósí hús :) nema ég fæ ennþá hroll fyrir þína hönd þegar ég hugsa um þessa maura sem voru í rúminu þínu bjakk hehe.
Fall out boy tónleikar já það verður örugglega skemmtilegt.
En hvernig er það errtu ekki búin að sjá neina celebrities ennþá í NY?? ;)
Ásta Ragna (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:09
hæ sæta!! dó hinn síminn?????????? ekki blái kúlaði????...þurfum við að fara að hringja í Alex eða hvad for noget??!! en allavega þá er ég að fíla þennan bleika... en já mér heyrist þú hafa tekið mig allsvakalega á orðinu góða...kannski of??!!! hmm... jæja svo er það slúður símtal...helst í gær!!
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:45
Hva, hvernig ferðu að því að drepa síma á svona stuttum tíma? Og hvað á það að þýða að fá sér ekki iPhone, nújæja, fallega bleikur sími sem þú átt :)
Gísli Davíð Karlsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:30
haha nei kjánaprikin ykkar, ekki fallegi nýji viðerumeinségogjóhanna síminn! hann lifir góðu lífi! Heldur hinn síminn sem fólkið mitt lætur mig hafa og borgar fyrir! Þess má geta að ég fann annan eins nema dökkbleikan á götum nyc í kvöld ef einhverjum langar í!!
Heiðrún, 1.11.2007 kl. 03:08
hah já ok ég ætlaði að segja það...ohh mig langar í... en ég á svo kúl viðerumeinségogheiðrún síma :) hahhaha ....æi þú ert snillingur litla dúlla... gaman að heyra í þér áðan.... og sjitt sakna þín endalaust alltof mikið... heyri í þér !!
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:34
Já takk :D mig langar í ;)
Ásta Ragna (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:38
vá hvað ég öfunda þig!!! þetta er bara ameríski draumurinn, BLEIKUR sími, DJAMM, shopping o.fl.... ;P
Skemmtilegar myndir! Hlakka ekkert smá mikið til að sjá þetta í alvöru! :P
steinka (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:21
Váá flottur sími:D reyndar eins sími og ég ætlaði að fá mér en hann var uppseldur en það er annað mál1:D Verínæs!:D og váá ég er að komaa!:D hlakka meira en allt til að hitta þig, sakna þín svo mikið! En jæja láttu heyra í þér, hef ekki talað almennilega við þig síðan, ég veit ekki hvenar!:/
Elínin (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.