jei

úff kominn tími á nýtt blogg, hitt var aðeins of niðurdrepandi... 

Updeit. Meindýraeyðirinn kom og ég hef ekki verið bitin síðan 7,9,13! Var spurning einusinni en þúst það var ekki alveg eins svo við vonum það besta!

 Var að vinna í vikunni einsog vanalega en Matthew þessi elska var veikur á fimmtudaginn, fékk hita á miðvikudag og ekkert smá mikið. Veit ekki hversu mikið þar sem það er ekki til hitamælir í húsinu hehe... Fór svo með þau á Makkan á föst því Matt er búin að vera svo góður undanfarið. Vá hvað ég myndi ekki meika að vera einstæð mamma með 2 börn, það er ekkert smá mikið batterý að taka þau eitthvert annað en á leikvöllin hehe...

Fór út að borða í gær með nokkrum stelpum, á mexikanskan stað, ætlaði að leggja og keyrði inná bílastæðið, þá stóð alltí einu maður fyrir framan mig, þá var þetta vallet staður, keyrði næstum yfir greyið manninn sem ætlaði að leggja bílnum mínum! Töff! Hittum svo vin einnar stelpunnar og vini hans.

Fór að djamma í gær, jeijei fyrsti alvöru klúbburinn sem ég fer á hérna, var voða flottur eftir að við fundum hann leituðum í hálftíma að honum hehe... Cool 

Klúbburinn var mjög flottur, ólíkur þessum íslensku, stelpur dansandi í búrum og endalausir litir stórt dansgólf og mjög töff... Eini gallin var að ég fýlaði ekki músíkina... Pínu stór galli en hún var í lagi öðru hvoru... Annar galli var að 60% voru latinos 30% svartir og 10%restin sem segir að ég var í miklum minnihluta hehe...  Það var samt mjög gaman að sjá alvöru dans þar sem hipphoppið réð ríkjum. Íslenskt hliðarsamanhliðar með snúning hér og þar var ekki alveg að virka. Leið einsog ég væri í einhverri dansmyndinni þið vitið hvað ég meina Tounge

Í dag var svo komið að því, ég fór í klippingu jeijei tók lestina og svo subwayið niðrí sóhó. Sá Nyc university leit vel út! Labbaði inn og jii minn! Stelpa tók á móti mér og tók töskuna mína og pokana (stoppaði í nokkrum búðum á leiðinni) Leiddi mig inní klefa og sagði að ég gæti farið í sloppin yfir bolinn eða farið úr bolnum. Ég var nú ekki alveg að fýla að vera topless í slopp til að lita á mér hárið!  svo ég hélt mig í bolnum hehe fór svo út og fékk axlanudd meðan ég beið eftir klipparanum. Hann kom svo og haha minnti mig á einhvern hippa síðan ég veit ekki hvenær, með krullur dauðans og sítt svart hár. Hann var samt voða fínn. Klippt og litað og fékk svo handarnudd meðan hann var að klippa hárið! Allt voða næs... Stökk svo í lestina og hina lestina og kom heim að passa. Jei er með fína hárið mitt að horfa á sjónvarpið!

Ákvað að vera næs við sjálfa mig og panta brauðstangir af dominos svona ostafylltar jammí... Allavegar gaurinn hringdi 3x til baka til að endurtaka pöntunina og svo til að staðfesta og svo að lokum til að staðfesta heimilisfangið! Allt fyrir 6 ostabrauðstangir og sprite! Skemmtileg saga, en gaurinn var að koma og hann rétti mér stóra pizzu með einhverju dóti og kjúklingavængi! Eftir 4 símtöl tókst þeim samt að rugla þessu Haha en ég fékk stóra pizzu og kjúkling fyrir 10 dollara hehe...

Svo á litla snúllan mín hún Char 2 ára afmæli á morgun, það verður bara lítil veisla um 40 manns hehe já það er lítið og hoppukastali og getur verið að það verði trúður! Verður gaman að sjá þetta. Keypti einmitt handa henni svona baðdót með Dora The Explorer. En hún er háð þessu þáttum, syngur með öllum lögunum og það versta er að ég er farin að syngja líka hehe en hehe hún elskar þetta!

Tók nokkrar myndir á fimmt af húsinu og ætlaði að skella þeim inná netið, setti kortið í tölvuna og ýtti því inn, var ekki að taka eftir því að þetta væri lítið kort svo það datt inní vélina. Vandræðalegt! þurfti að fara með vélina í tölvubúð og útskýra fyrir þeim hvernig ég týndi kortinu í vélinni en hann náði því út svo á morgun mun ég henda fullt eða allavega nokkrum myndum á netið jeijei!! LoL 

Heyrðu svo er ég komin með netsíma, þarf að tengjast netinu og þá er ég komin með íslenskt númer jei, er samt í smá veseni með að tengja símann, pabbi? Er með net í fullum styrk en get ekki tengt símann. Þarf að vinna í þessu! 

 Finnst rosa gaman að lesa öll commentin, hver er að kommenta fyrir nefndina?

hædí

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ snúlla!!! þú verður að skella inn mynd af nýja hárinu þínu :):) ... annars tökum við almennilegt íslenskt hliðarsamanhliðar á svona stað þegar ég kem að heimsækja þig og tjékkum á því hvernig fólki finnist það híhí :)  en já ef þú pælir í því... hver er þá alltaf í nefnd?!!! hmm... kannski nefndarstjórinn!!? ;):) heyri í þér beibí :)

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband