12.10.2007 | 02:11
Bed Bugs
Nú er mér hreinlega ofboðið, ókei ég var búin að segja frá þessum bitum sem ég fékk og að þetta væru bed bugs. Dýnunni var hent og ný pöntuð. Ókei nýja dýnan kom en passaði ekki í rúmið. ohh en ókei, á þriðjudaginn fór Tina og keypti nýjan rúmbotn og ný teppi og allskonar fínerí. Jæja svaf í herberginu mínu síðustu þriðj/miðv nótt og um 5 um daginn byrjaði mig að klæja. Allavega löng saga stutt pöddurnar eru ennþá í rúminu mínu.
Tina ákvað svo að skoða aðeins upplýsingar á netinu um þessi ógeð. Hún hringdi í mig stuttu seinna um 2 leytið í dag og ég var við það að fara að gráta í allan dag. Það kom semsagt í ljós að pöddurnar lifa ekki bara í dýnunni heldur í veggjum gólfi og allstaðar bara. Þær velja eina manneskju og vilja halda sig við hana. Þess vegna var ég ekki bitin fyrstu dagana sem ég svaf í gamla rúminu. Þær voru að leita að Gwendu. Já málin eru þannig að nú er ég blóðið þeirra. Þær geta labbað 10 fet sem er eitthvað langt er ekki alveg viss. Og ef ég sef ekki í rúminu koma þær að leita að mér, hversu ógeðslegt er það!!! Allavega ég þarf að sofa einhversstaðar í nótt svo ég ætla að sofa í sokkum og líma buxurnar við mig.
Tina kallaði svo á meindýra eyði og komst að því að þessar pöddur eru þær verstu til að fá inní húsið til sín. Erfiðast að eyða þeim. Meindýra kallarnir koma því á morgun og sprauta allt húsið. Þetta tekur einhverja 3 tíma og má enginn vera í húsinu á meðan. Þetta er einmitt tíminn sem Char tekur nap yfir daginn. Veit ekki alveg hvernig við reddum því þar sem hún sefur ekki í bílnum eða neinstaðar annarsstaðar. En ef ég losna við pöddurnar þá er mér sama um vælandi stelpu hehe...
En núna semsagt er ég að undirbúa mig andlega undir nóttina, vitandi að ég er beita fyrir pöddurnar. Sé ekki fram á mikinn svefn.
Annars rigndi sjúklega mikið í dag, byrjaði klukkan 2 og endaði um 7,30. Hef aldrei séð jafnmikla rigningu. Vegir voru lokaðir, bæði við sjóinn og inní landi því niðurföllin önnuðu ekki eftirspurn. Frekar fyndið hehe... Niðurfallið hérna fyrir utan var fullt og frussaðist yfir allt hérna. Vorum víst heppin að hafa rafmang! pínu fyndið að pæla íþessu, hefðum líklega verið rafmagnslaus hehe æji...
En góðar fréttir; Jei myndavélin mín kom í dag! Ýkt sæt og pínu lítil hehe...
Krúttleg? hehe
Athugasemdir
oooooooojjjjjj!!!! hversu kripi....
en uuu lordi hvad tetta er töff myndavel... OG BLEIK! geeeggjad
Annars er eg ad fara ad djoina tig i amerikunni i endann oktober... öööössss...
Signy (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 07:05
Okei ojjjj þessar pöddur er algjör viðbjóður, ég fæ hroll við tilhugsunina eina.. I feel your pain Heiðrún mín! Og erum við eitthvað að ræða þessa myndavél, ótrúlega krúttleg og sæt
Mig langar líka í..!
Hjördís Sif (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:37
ojjjjjjj!! hversu ógeðslegt er þetta...... það er eins gott að þessar pöddur verði endanlega farnar þegar ég mæti til Ameríku!! ojjj!!!! en vó ég er að fíla þessa myndavél....... spurning um að taka nýja rúdólfsmynd á hana við tækifæri :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:54
Hæ!
Þessar pöddur hljóma ekkert smá krípí!!! Vona að það næst að eyða þeim! Annars verður þú bara að leita að nýju fórnalambi fyrir þær! ;)
Þessi myndavél er ekkert smá krúttleg! Til hamingju með hana!
Steinka (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:24
jáhh, hljómar ekki vel að hafa einhverjar pöddur út um allt, minnir mig á geitungabúið mitt :p annars biður maður bara að heilsa frá fróni hér kl. 3 á laugardagsnóttu
Gísli Davíð Karlsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 02:51
oj oj oj... vorkenni þér Heiðrún mín :S ég hata pöddur, hvað þá pöddur sem elta mann! ertu að grínast! þetta reddast vonandi, kallarnir hljóta að ná þeim í burtu.
en hey, þetta er bara rosalega svipað minni myndavél ;) nema þessi er bleik og alveg örugglega eitthvað minni en mín ;)
vonandi hefuru það bara fínt ;) svona fyrir utan bitin og leiðindin ;)
Særún (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:51
Oj ertu að grínast, færðu ekki pöddu martraðir vitandi af þessu. Uff vona að þið losnið við þessi kvikindi.
Já ekki smá kúl myndavél, ég var einmitt að kaupa mér canon vél en hún er bara grá og venjuleg hehe. Þín er bleik og öðruvísi mjög flott ;)
Annrs sendi ég bara bestu kveðjur héðan :) Hafðu það gott -
Ásta Ragna
Ásta Ragna (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:01
já ég hef bara eitt að segja við þessu................ sófi - uuuuuuuuu bófi!!!!!
bahahha..... æi þú ert snillingur
pant fá nýtt blogg :)
nefndin (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.