6.10.2007 | 23:08
jájá
jájá ég veit löngu kominn tími fyrir nýja færslu fékk 10 komment þrátt fyrir að mamma hafi farið í kommenta leiðangur hehe... gaman að heyra frá ykkur öllum.
Ástæðan fyrir bloggleysi og msn leysi og email leysi er netið. Paul tengdi sína tölvu inná netið og síðan þá hefur það eiginlega ekki virkað. Er að bíða eftir að þetta detti út. Best að nýta það meðan maður getur.
Fór á kanó síðasta sunnudag það var mjög gaman og þreytandi hehe vorum uppgefnar eftir það. Við vorum 4 saman í bát, ég Ann-Katrin, Katie og Philo, allar þýskar og mjög fínar. Hittumst um kvöldið og fengum okkkur ís í Port Washington, sátum við sjóinn og spjölluðum. Mjög næs...
Svo er ég bara búin að vera að vinna þessa vikuna, bjargaði Matthew úr tré í gær. Málið er að hann elskar að klifra í trjánum í garðinum og í gær fór hann aðeins of hátt. Hann var úti með vini sínum og mömmu hans sem var að droppa honum heim eftir skólann. Mamman fór heim og Matt kallaði á mig. Ég var nú ekki alveg að fýla þetta þar sem ég er jú frekar hrædd við hæðir og hann var pínu hátt uppi. Hann sagði mér frá stiga sem var bakvið hús og ég gæti sótt hann og þá kæmist hann niður. Ég tékkaði á því en þá sá ég að stiginn var undir sólpallinum og það má guð vita að ég fer ekki þarna undir, veit ekki hvað er þarna. Svo ég náði mér í sólstól bar hann hinu megin við húsið og bjargaði drengnum. Var svona (mjög lítið) frá því að kalla á brunaliðið og láta þá sjá um þetta. hehe vandræðalegt.
Annars er ég að fá nýtt rúm, því þessi elska sem var hérna á undan mér skildi (einsog áður hefur komið fram ) allt eftir ógeðslegt og pöddur. Og þar voru bed bugs engin undantekning. Við bara vissum ekki af því. Ég var með 60 bit á mér í síðustu viku og flutti mig í gestaherbergið á mánudaginn. Svo bitin eru öll að hverfa... Þau pöntuðu nýja dýnu sem kom á miðv, en þá er ég með svona spes rúm að dýnan passar ekki í það. Verður að sérpanta, þau eru nú ekki alveg á því og ætla að kaupa nýjan gafl sem er synd því þetta er ógeðslega töff, antík og læti... En ég vil heldur vera bug free!
Veðrið hérna er yndislegt, er ekki að trúa því að það sé október, pínu kalt á morgnana en svo er brennandi hiti um 10 leytið. Í gær var 29°hiti og ég þurfti að labba útum allt hehe var að deyja!Ætla einmitt að kíkja á ströndina á eftir í smá stund, þó það sé ekki tan veður þá ætla ég bara að sitjaþar og hafa það kósý..
Er ein heima núna, fólkið fór til Pennsilvania til að hitta afa og ömmu, ég var ekki alveg að nenna því því ég fýla ömmu ekkert mikið. Þau fara hvort eð er aftur í vetur þangað og þá fer ég með. Hitti stelpurnar í gær, fórum á Green's aftur hehe og vorum þar, hitti þýsku stelpurnar og eina brasilíska, er að vinna í myndunum pabbi ætlaði að taka í gær en æji gleymdi því.
Komst svo að því að það eru 3 íslenskar stelpur í usa núna sem aupair, kannski maður hringi og hitti þær í ny?
Ætla ekki að hafa það lengra í bili en setti inn myndir frá kanónum örfáar reyndar en hei!
hædí
Athugasemdir
víví loksins blogg... en þú hefur samt greinilega löglega afsökun þannig að hér með er þér fyrirgefið :) en annars þá hlómar þetta allt ótrúlega vel hjá þér og ég geeet ekki beðið eftir að koma og heimsækja þig snúlla :) en annars verðum við bara í bandi betur fljótlega....... heyri í þér.,... síjú :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 23:40
hahaha æjji þú ert svo mikil hetja!:D stolt af þér!;D
haha en allavega er það gott að þú ert að skemmta þér og hlakka til að fá næsta blogg:D alltaf e-ð að ske hjá þér!
en hey! www.nfvi.is opnað!:D vúhúú!
Elínin (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.