This is the most beautiful breakfast I´ve ever had

Þetta sagði litli snúðurinn minn í morgun og knúsaði mig. Ég semsagt galdraði fram úr erminni 9 pönnukökur 6 jarðaber og slatta af sýrópi. Og allt á 55 sek, ekki slæmt? 

Annars gengur lífið sinn gang hérna á Locust Place. Matthew fer í skólann alladaga nema næstu 2. Það er semsagt nýtt ár hjá gyðingum, það eru svo margir gyðingar í NY að þeir halda uppá þeirra háðtíðadaga líka og gyðingar hafa sjúklega marga hátíðadaga. Charlotte er sami litli prakkarinn en samt svo mikil prinsessa. Hún er farin að tala miklu meira en hún gerði þegar ég kom. Hvað segir ykkur það um stelpu og framtíðina þegar fyrsta oðrið sem hún sagði var shoe... Hún stækkar um skóstærð á 3 mánaða fresti en á samt 15 pör!

Á laugardaginn keyrði ég í fyrsta skipti til Manhasset, bær sem er í 20 min fjarlægð frá mér, hitti franska stelpu sem heitir Izabelle, fórum í mollið og ME LIKE! á eftir að eyða ófáum aurunum þar get ég sagt ykkur. Þaðan keyrði ég svo alein heim og viltist ekki. JEI! Átti að byrja að vinna klukkan 6 en það var enginn heima, Paul's vinnupartý var um daginn og þau voru öll þar. Svo kom Tina heim með Char og sagði að hún nennti ekki aftur í partýið og ég ætti bara að fara, þegar Paul kom heim var hann orðinn soldið pínu mikið léttur og fór að segja mér hvernig innri manneskja ég væri, ég ætla ekkert að fara útí það. Getum bara sagt að ég sé ennþá að stríða honum á þessu.

Ég fór svo með honum í partýið og skemmti mér mjög vel, lennti í heitri umræðu um gettó, þrælahaldið og menntunarkerfi bandaríkjanna sem var mjög áhugavert. Paul drakk ennþá meira og var orðinn mjög skemmtilegur í lokinn haha...

Á sunnudaginn fór ég inní Manhattan, við skoðuðum Times square, broadway, fórum í skoðunarferð um Sameinuðu þjóðirnar og keyptum okkur svo kvöldmat löbbuðum í Central Park og borðuðum þar.  Central Park er ekkert smá flottur garður, með tívólíi og tjörnum og klettum og ég veit ekki hvað! Risastór og neðar en borgin, umkringdur trjám svo þú heyrir ekkert í umferðinni, ef þú lokar augunum er einsog þú sért uppí sveit að hlusta á fuglana! æði. Tókum svo lestina heim.

Á mánudaginn fór ég aftur inní borgina, var að byrja í skólanum. haha það var fyndið. Allir í bekknum eru svona þvílíkt alvarlegir og fullorðnir lögfræðingar og nanana ein konan var frá frakklandi og bjó til sápuóperu þar um mansal, sýndi SÞ það og vinnur núna fyrir sþ gegn mansali! ekkert lítið það. Þarf að skila 3 ritgerðum og einu stóru lokaverkefni. Veit nú ekki samt alveg hvort ég ætla að skila öllu þar sem ég er ekki að fá neina einkunn fyrir þetta sé til.

Svo fékk ég herbergið mitt í gær, jei. Gwenda fór semsagt á fimmtudaginn í síðustu viku en skildi allt eftir ógeðslega skítugt og pöddur og allur pakkinn. Sprengdum eiturbombu fyrir pöddurnar og hentum mest öllu dótinu. Fórum svo í Target og keyptum nýtt á rúmið og fleira. Kom mjög skemtilega út, verð að taka myndir af því og setja inn þegar herbergið er klárt!

 

Læt þetta duga í bili!

hædí 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vúhú nýtt blogg !!!! heyrðu já ég get sko aldeilis haldið mikla ræðu um hátíðisdaga og venjur gyðinga fyrir þig,... ég er að segja þér það að þessi alþjóðabraut er að koma allsvakalega að notum skohh !!! ;) :) en annars þá hljómar þetta allt rosalega vel hjá þér og ég bara get ekki beðið eftir því að skreppa í heimsókn til þín og sjá þetta allt saman :) vúhú!! vertu nú duglega að blogga beibí og hafðu það gott...eða jafnvel betra en það!!! verum í bandi...ble

Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:18

2 identicon

vá hvað þetta allt hljómar svo skemmtilegt þarna hjá þér! central park!!! en ertu þú að hafa einhver óbein áhrif á Charlotte... fyrsta orðið shoe!!! ;P

hlakka til að sjá herbergið þegar það verður tilbúið! Gaman að lesa bloggið þitt, haltu áfram að vera svona dugleg að blogga! :)

steinka (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:15

3 identicon

vá það er bara stuð á minni. Það er eins gott að þú sért búin að finna helstu mollin í nágrenninu áður en við komum, get ekki beðið eftir að kíkja á þig og prinsessu lífið sem þú lifir ;)

Erna Ósk (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband