28.8.2007 | 20:12
daginn í dag,
Er komin heim frá Martha´s Vineyard. Komum um klukkan 1.30 á sunnudagsmorgun. Vá þetta var erfið ferð... Charlotte sofnaði ekki fyrr en klukkan 11 hún sem er vön að sofna klukkan 7.30 á kvöldin. Matthew sofnaði á öxlinni á mér klukkan 9 svo það var ekkert vesen með hann. Ég sat í miðjunni og þurfti að reyna að sussa á Charlotte en það var ekki alveg að virka. Við misstum reyndar næstum því af ferjunni því við fórum að ná í kvöldmat.
Á sunnudaginn var ég í fríi sem og reyndar í dag en um kvöldið fórum við í Dave & Buster´s sem er leikja arcade, við fengum okkur að borða þar og spiluðum nokkra leiki. Hitti stelpu sem heitir Rochelle og er frá Canada. Hún er búin að vera hérna í ár og ætlar að vera fram í apríl. Hún virkaði mjög næs. Við fórum svo á bar sem heitir Green´s og er víst aðalstaðurinn hjá aupair-um. Nýbúin að fá viðvörun frá mömmu fékk ég mér bara sprite. Við fórum svo bara heim að sofa.
Í dag vaknaði ég klukkan 10 við fuglasöng og birtuna í turninum mínum, fór niður um 11 leytið og fékk þær fréttir að Eileen væri að koma klukkan 12. Hún er semsagt community counsellorinn minn. Virkaði fín en æji Gwenda segir að hún sé soldið löt. Hún spurði spurningar eftir lista og merkti við. Stóð svo upp og fór hehe. Svo er mánaðarlegur fundur á morgun, þar sem allar aupair-arnar á Long Island hittast.
Annað merkilegt í dag. Ég keyrði í fyrsta skipti hérna... jeijie og keyrði ekki á neitt hehe... Keyrði um Sea Cliff, til Glen Cove, Manhasset og gegnum Port Washington. Skoðaði skrifstofuna hans Paul og sá lestarstöðina þar sem ég kem til með að taka lest til Manhattan.
Ágætur dagur, Gwenda tók svo bílinn minn og keyrði til kærastans. Hún var að hitta pabba hans í fyrsta skipti en hann flaug frá Florida til að hitta hana áður en hún fer heim. Hún kemur aftur á morgun einhverntíman þar sem hún er í fríi á morgun.
Amma og Afi Matthew´s komu í dag að sækja hann en hann ætlaði að gista hjá þeim í Queens. Þau ákváðu hinsvegar að keyra til Philadelphia þar sem þau eiga hús og hafa hann þar til á sunnudaginn. Hann grét hins vegar alla leiðina og vildi fara heim þar sem hann saknaði fjölskyldunnar. Hann kemur því heim á morgun. Ég verð að vinna á morgun frá 10 til 1. Meðan Tina fer í gymið og neglur og eitthvað hehe ameríka...
Setti inn nokkrar myndir frá Manhattan og Orientation og svo Martha´s Vineyard. Tók reyndar skammarlega fáar myndir en þið verðið bara að sætta ykkur við það.
Svekk dagsins, komst að því að þegar Tina & Paul fóru út að borða buðu okkur en við buðumst til að vera heima með krakkana. Meg Ryan sat á næsta borði við þau... *svekk*
Hillary Clinton hélt ræðu á Martha´s, mér buðust miðar en þetta var kvöldið sem við vorum að fara *svekk*
Natalie Portman bjó í næstu götu við mig í Sea Cliff, hún flutti í Júní *svekk*
Hædí
updeit, skrifaði þetta í gær en gat ekki póstað því. Verð sótt á eftir af 2 stelpum hérna í nágrenninu. læt vita hvernig er á fundinum.
Athugasemdir
hehe til hamingju með aksturinn...verðum samt að passa að felix kallinn frétti þetta ekki....hann gæti orðið doldið abbó !! en heiðrún mín þú átt eftir að hitta þúsund seleba áður en þú kemur heim og ég hef það sterklega á tilfinningunni að þú mundir hitta eitthvað seleb þegar umboðsmaðurinn þinn á íslandi kemur í heimsókn til þín í ameríkuna hehe :)..... en hafðu það gott....heyrumst sem fyrst,,, jafnvel á morgun :):)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:18
Hljómar eins og þú sért að skemmta þér konunglega þarna úti. Gaman að fygljast með og ég skal reyna að vera líflegri með bloggin mín sjálfur...heyrumst
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.