6.8.2007 | 10:20
bless ísland,
Við stelpurnar hittumst heima hjá mér á laugardaginn og grilluðum, Erna tók stöðu yfirkokks aftur og stóð sig með stakri prýði. Svo skruppum við aðeins í bæinn. Dikta tók fyrir mig nokkur lög eftir að læknirinn horfði afsakandi á mig þegar ég hóstaði... Hjördís komst inn á sínum skilríkjum þrátt fyrir að vera ennþá táningur til hamingju
En nú er komið að leiðarlokum hjá mér á Íslandi í bili. Ég held til Keflavíkur og þaðan áleiðis til New York. Ég er pínu spennt en samt sjúklega kvíðin. Er á fullu eða Jóhanna er á fullu við að updeita Fionu og svo höldum við í hann. Endilega ef þið eigið leið um NY þá bjallið í mig. Er ekki komin með númer strax en ég skal láta ykkur vita um leið og það fæst...
hædí
Athugasemdir
mér líst ekkert smá vel á þessa nýju síðu þína beibí :) þú mátt samt ekki gleyma að blogga líka á sápukulunum.... :) gangi þér vel snúlla :)
Jóhanna Hlíf (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 16:09
Jæja, hvernig er svo BNA?
Gísli Davíð (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 07:48
Hæ sætan mín! Velkomin til amó, þú átt eftir að hafa það gott þarna rúsína...
Anna Birna (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:06
Jæja Heiðrún, komin vika og engar fréttir! Mig langar í nýtt blogg frá þér :)
Hjördís Sif (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.