9.3.2009 | 20:26
disney
Jæja kominn marsmánuður og læti.
Ákvað að henda inn nýju bloggi þar sem allir virðast svo spenntir að heyra um paradís!!
já ferðin var í einuorði fullkomin. Fórum úr kuldanum í ny á fimmtudeginum 12 feb og vorum við krakkarnir sótt í limmu sem tók okkur til foreldranna sem höfðu báðir farið til vinnu og þaðan út á flugvöll. Flugum til Orlando eftir smá seinkun í vélinni sem olli miklum pirringi hjá yngsta meðliminum en þetta var hennar annað flug (var 12vikna í því fyrsta). Flugum með JetBlue sem er svona líka fínt félag. Hver og einn með sitt sjónvarp svo ég horfði á Ellen og MTV og krakkarnir á Spongebob.
Svo lentum við um kvöldið og náðum í bílinn og keyrðum til Mömmu Tinu. Þau búa í samfélagi fyrir eldri borgara, mjög töff risa gosbrunnur við innganginn og læti. Þar sváfum við um kvöldið og eyddum föstudeginum þar. Fórum í sundlaugina -aðeins of gott að komast aftur í sund!! Keyrðum um á kerrunni og skemmtileg heit. Þau splæstu í golf kerru til að keyra um á svæðinu, kerran gengur á rafmagni og er því einstaklega sparneytin og dugir vel til að komast á milli sundlaugarinnar, tennisvallarins og hússins. Svo var matarboð um kvöldið og kom þá frændinn sem leit út einsog Tony úr Sopranos og var mikið karpað um stjórnmál mér til mikillar gleði
Nú á laugardaginn sjálfann þá keyrðum við til baka og alla leið til Port Canaveral þar sem skipin legga frá. Skiluðum bílnum og tókum rútu uppað skipi. Þegar við stigum út sögðum við skilið við töskurnar sem birtust svo í herberginu okkar seinna. Við löbbuðum inn, chekkuðum okkur inn og krakkana í barnaklúbbin. Fórum svo um borð í skipið. Það var í einu orði sagt ótrúlegt.
Eyddum 2 dögum á siglingu og var þá deginum skipt: Fórum í morgunmat svo voru krakkarnir sendir í krakkaklúbbinn og fullorðnafólkið fór í sund eða sólbað. Krakkarnir sóttir, farið í hádegismat og svo allir í sund. Svo fara stelpurnar 2 að hvíla sig og við hin syndum lengur svo er kíkt í bíó eða eitthvað svoleiðis fram að kvöldmat.
Maturinn var æði, sama fólkið sem sinnti okkur öll kvöldin. Endalaus matur og góður líka. Borðaði meðal annars, tunfisks steik, snigla, steikur, mahi-mahi, lamb, önd, og nóg af sushi!! hehe... Dásamlegir eftirréttir og fallegir staðir.
Á 3 degi komum við að St. Maartin. Lítil og sæt eyja. Foreldrarnir skelltu sér í hjólreiðatúr og var ég með krakkana. Svo hittum við þau og gengum meðfram ströndinni. Fengum okkur svo hádegismat á flippuðum stað þar sem við sátum úti og grillið við hliðina á okkur bókstaflega. Fjölskyldan fór svo aftur um borð í skipið en ég ákvað að rölta um, kíkja á pósthúsið og skoða mannlífið. Rölti og settist svo niður við ströndina, með bók og drykk í hönd - lífið gerist ekki mikið betra. Nema hvað. Allt í einu sé ég hóp af fólki og þau tala eitthvað furðulega, ekki ensku og ekki spænsku. Ég legg við hlustir og viti menn þetta voru Íslendingar haha!!! Hópur af 20 íslendingum að norðan held ég voru mætt á ströndina á St. Maartin. Þetta gjörsamlega made my day haha..
Svo daginn eftir vorum við á St. Thomas, þar fórum við í ferð í nokkurskonar sædýra safn. Sáum risa skjadbökur og iguanas? hákarla og hvali. Fórum einnig í bát þar sem við fórum niðrá botn, æji nokkurskonar kafbát. Það var gaman, heyrðu já ég gaf páfagauk að borða haha!
Nú daginn eftir það þá var dagur á sjó og héldum við okkur við sama plan og áður. Daginn eftir það vorum við komin til Castaway Key. Sem er disney eyjan, þar er skipið "the flying dutchman" úr Pirates of the carribbean. Ætluðum ekki að komast inn vegna mikils vind sem hafði ruglað flóðinu en þetta gekk allt upp sem betur fer. Eyjan var æði. yndisleg strönd og volgt vatn. Svo fórum við í Stingray ævintýra ferð, veit ekki hvað stingray er á íslensku þið googlið þetta bara! Allavega þá fræddumst við um þá, gáfum þeim að borða og snorkluðum svo fyrir ofan þá. Æðislega gaman.
Svo var sjóræningja kvöld eitt kvöldið. Allir í sjóræningja fötum og þema út um allt, borðuðum "sjóræningja mat" og svo var dansi kvöld uppá dekki. Litlan mín var alveg að elska það og var þetta hennar besta kvöld. Captain Hook hafði sem sagt rænt skipinu en mikki kom sem betur fer flúgandi yfir dekkið og rak hann burt. Svo kveikti hann á kyndli og þá fór þessi flotta flugeldasýning í gang.
Daginn eftir vorum við komin í land og mikil sorg í gangi við morgunmatsborðið. Krakkarnir kvöddu hvort annað - við sátum á borði með Raines fjölskyldunni frá Queens. Litlan mín sýndi öllum náttfötin sín sem hún bar svaka spennt í bakpoka. Við kvöddum töskurnar kvöldið áður og sáum þær ekki aftur fyrren í NY sem var þvílíkur lúxus.
Æji þetta var bara frábær ferð í alla staði, verð að gera svona aftur.
Svo komum við heim og þá beið mín valentínusargjöf þar sem ég var í burtu á daginn sjálfann. Risa blómvöndur, dvd, súkkulaði bangsi og sætt kort hehe...
Svo er dómsdagur á morgun og daginn eftir það Britney!!! Myndir komnar inn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 02:41
Inauguration 20. janúar
Komiði sæl og blessuð! Langt síðan síðast ég veit en þetta verður þá bara örlítið lengra blogg!!
Látum okkur sjá, í dag er náttlega merkilegur dagur. Barack H. Obama var svarinn í forsetaembættið. Ég fylgdist með næstum frá byrjun en þetta er búið að vera í sjónvarpinu í allan dag. Litlu stelpurnar algjörar dúllur og ekkert smá sem líf þeirra er að breytast. Barack svar svo eiðinn þó svo að hann hafi gleymt smá hehe... Annars var það alveg magnað að fylgjast með þessu. 2 milljónir manna flyktust til D.C. en það er meira en 6fallt ísland til að vera vitni að þessu. Nú er svo nágrannaballið sem Obama sjálfur ákvað að hafa og voru þau hjúin að ljúka sínum fyrsta dansi sem eitt áhrifamesta fólk í heimi. Michelle klæddist æðislega flottum hvítum kjól frá hönnuðinum Jason Wu. Stelpurnar láta sér ekki leiðast heldur en þær flugu alla vini sína frá Chicago og er nú heljarinnar náttfatapartý í hvíta húsinu - ekki slæmt það!!
Nú annars er ég ekki búin að vera að gera mikið. Skrapp til Canada í nokkra daga og átti þar hið fínasta frí. Var sótt á flugvöllin og fórum þaðan beint á barinn Madison, sem minnti mig pínu á íslenska stemmninu. Lifandi tónlist á öllum hæðum (4) Allt lokaði kl 2 en ein vinkona Richelle ákvað að skreppa heim með gæja sem hún hitti 2 tímum fyrr. Við fengum okkur pizzu og svo kom neyðarkall frá stelpunni. Gæinn var ss. fyrir bæði kynin og var íbúðin hans full af nöktum karlmönnum sem hún var ekki að fýla. Sóttum hana og fórum svo heim að sofa. Daginn eftir var slappað af, og farið í bíó. Sunnudaginn fórum við í verzlunarmiðstöð og þar keypti ég mér vetrarúlpu og hefur mér aldrei verið svona "ekki" kalt um vetur áður. Svo fórum við út að borða með foreldrum Richelle - kínverskt hlaðborð yumm!!! og bíó! mánudagur var svo tekinn sem túristadagur. Fór á alla helstu staðina í miðbæ Toronto. Cn turninn sem er víst hæðsti eða einn af hæðstu turnum heimsins. kínahverfið (engar töskur þó ) hippahverfið og ég veit ekki hvað og hvað. Hittum svo vin hennar 'Chelle - Daniel söngvarann mikla. Héngum með honum og viti menn skruppum aftur í bíó haha.... Þriðjudeginum eyddum við svo í miðbænum með vinkonum hennar og svo fórum við á "broadway" sýninug ( skruppum í leikhús) og sáum Dirty Dancing. Þegar við komum út var svo búið að snjóa -fyrsti snjórinn sem ég sé í Canada haha og lékum við okkur í honum í dálitla stund. Svo kem ég heim og klukkan orðin 3, kíki á póstinn sem betur fer og sé að fluginu mínu sé cancelað! omg ég panikkaði. Leitaði að öðrum flugum og það var annað hvort kl 12 eða 7 um kvöldið. Þetta var á gamlárs btw!! Nennti ekki að eyða öðru gamlárs í lest þannig að ég tók fyrra flugið. En þá var málið að við þyrftum að fara frá húsinu hennar um 6.30. Vegna umferðar og snjós. Þannig að 3 tíma svefn var málið þá nóttina og svo brunuðum við til Buffalo. Komá flugvöllin kl 10.30 og sá að fluginu mínu var frestað til 3. Lét mér leiðast á flugvellinum og las og las. Svo misstum við af brautartímanum þannig að ég var ekki komin heim til jfk fyrren um 5 leytið (65min flug). Svo tók við lest og lest og bið og lest. Var komin heim í hús um hálf átta, pantaði kínverskt og fór í bað og að sofa. Var því sofnuð kl hálf tíu á gamlárs og fagnaði því ekkert voðalega! Fékk einmitt nokkur símtöl og man ekki neitt eftir því, enda held ég að ég hafi nú ekki meikað mikið sens!
Svo átti maður afmæli. Orðin svaka gömul núna díííí!! Var að vinna um daginn, fékk söng á bókasafninu en litla mín kjaftaði hehe svo fékk ég köku og pakka um kvöldið. Þaðan var svo haldið á annað heimili okkar og það sem íslendingarnir muna aldeilis eftir Savannah!! Það var þvílík skemmtun og ekki skemmdi fyrir að Holly og Chris mættu á svæðið. En Chris er víst frá East Meadow. Maður fékk að sjálfsögðu mynd en ekki hvað?? Ætla ekkert að fara nánar út í það enda allir búnir að sjá þetta á feisbúkk...
Heyrðu talandi um litlu mína. Okkur (mér) tókst hið ómögulega. Stelpan er orðin koppaþjálfuð. Og yfir nóttina líka. Erum samt ekki alveg að trúa þessu þannig að við krossum fingurna bara! En já nú er þungu fargi af mér létt. Stelpan má fara í sundlaugina á skipinu!!
Omg við erum að fara í siglingu eftir 3 vikur!!! Get ekki beðið enda skítkalt alveg!!!
Svo ætla ég bara að segja það hérna að ég er að koma heim í maí-júní ekki alveg komið á hreint en ég hef cirka mánuð í að ákveða hvaða flug ég vil heim . Nú vil ég vita hvort einhverjir af mínum góðu (en fáu) lesendum geti ekki hjálpað mér með vinnu plíííííísss... Allt veltur á því. Svo fer maður í Bifröst í haust.
Annars held ég að þetta sé orðið ágætlega langt í bili!
Hérna er svo mynd af hjónunum.
bleble
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2009 | 20:59
jamm
heyrðu ætlaði bara að láta ykkur vita af því að ég henti inn alveg gasilljón myndum í gærkvöldi! Er ekki búin að skrifa neitt undir þær en þetta er allavega komið online. Allir að kíkja á það og láta mig vita!
Annars bara til hamingju með nýja árið :D:D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2008 | 16:41
Annar í jólum!
Jæja Gleðileg jól! Jólin hér voru svaka góð, eða mjög góð miðað við að ég var langt frá familíunni.
Ég hlýt að hafa verið rosalega góð í ár því jólasveinninn var einstaklega góður við mig.
Svo vil ég þakka öllum íslensku jólasveinunum mínum, takk fyrir mig allt var æðislegt og var maður hálf klökkur á að opna þetta allt!
Annars er ég að fara til Canada eftir circa 3 tíma þannig ða það er spurning um að drífa sig útá flugvöll!!
Gleðilegt nýtt ár líka!!!
Heiðrún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 03:32
20. des
jæja gott fólk, 2 færslur í desember! geri aðrir betur!!
Lítið búið að gerast svo sem. Komin með allar jólagjafir og fyrir nokkru meira að segja! Er núna að duna mér bara að pakka inn og slappa af eða þannig.
Annars kom alveg "þvílíkur" snjóbylur í gær. Eða sko það snjóaði alveg heila 8 cm. Allt fór í flækju hérna, allir skólar á long island voru lokaðir nema skólinn hjá Matthew! Jafnvel þótt að það byrjaði ekki að snjóa fyrren kl. 11. Allavega var þetta orðið svo "svakalega" slæmt kl 2 að ég var vinsamlegast beðin um að labba í skólann og taka ekki áhættuna á að klessa bílinn! Vinnan hjá Tinu var lokað kl. 1 svo allir kæmust nú örugglega heim í þessu óveðri. Díses ég gat ekki annað en hlegið að þessu, allir svo alvarlegir - hversu slæmt er þetta? Það er ekki öruggt að keyra í þessu veðri. Þurfti svo að skreppa í bankann í dag og Tina hringdi í mig 10 min seinna bara til að athuga hvort ég væri ennþá á lífi. Hversu slæmir vegirnir væru og hvort ég væri að fara eitthvað langt! Tek það fram að það var pínu snjór á gangstéttinni en göturnar voru auðar. Æji þau eru ágæt!
Annars fór ég á magnaða tónleika á miðvikudaginn. Oasis voru að spila og voru þetta bestu tónleikar sem ég hef farið á. Ljósashjóið var svo magnað og laugin og strákarnir voru alveg geðveikir. Þessar raddir og að sjá þá svona nálægt. haha vá þetta var svo flott og gaman og við vorum í geggjuðum sætum. MSG var alveg troðfullur og selt jafnvel 2 í sömu sætin. Tóku öll gömlu frábæru lögin ásamt nýjum og var stemningin mögnuð. Tók einhver video sem ég set inn á endanum langar samt að búa til smá video klippu. Ef einhver veit um imbaprúf forrit til að gera það þá kvitta takk... Samt athyglisvert að bræðurnir Liam og Noel stóðu eins langt frá hvor öðrum og þeir mögulega gátu. En þeir voru einmitt settir í bann í oktober í canada fyrir slagsmál á tónleikum haha...
En heyriði talandi um canada. Ég ætla að skreppa þangað á föstudaginn til að kíka á hana 'chelle mína. Flýg til Buffalo og svo keyrum við þaðan. Ætlum að stoppa við Niagara falls og í casinóin. haha Spurning hvort maður komi þaðan með milljónir. Svo er planið að kíkja á skíði um helgina og svo bara skoða og njóta þess að vera þarna. Langar að kíkja á gríska húsið sem var í myndinni My big fat greek wedding en við sjáum til hvort við finnum það. Svo verður kíkt á location frá Hairspray myndinni. Annars veit ég ekki alveg hvað ég er að pæla því mér er nógu kalt hérna við frostmark en það er -13°c í toronto núna. Hefði ég athugað það áður en ég bókaði miðann þá hefði ég eflaust farið til florida í staðinn. HAHA Annars er snjór eiginlega allstaðar núna, snjóaði í LasVegas (fyrsta skipti í 27 ár) ásamt Malibu og öðrum stöðum í Cali, new mexico og stöðum sem á ekki að snjóa.
Svo er ég með fleiri fréttir af Stúarti. Hann fór í nokkra daga eflaust vegna þess að það hlýnaði aðeins. En svo fyrir 2 dögum fór ég að vakna aftur við þessi djös læti. Sá sem hélt að mýs væru hljóðlátar hefur ekki kynnst mínum því þær eru jafn háværar og ég veit ekki hvað. Svo síðustu nótt ákvað ég að láta ekki bjóða mér þetta lengur ætlaði að confronta helvítis músina. Svo ég læddist úr rúminu og labbaði um gólfið og þær kipptu sér ekkert upp við það. Kveikti ljósið og sá þær svo undir skrifborðinu. Stuart hafði sótt sér liðsauga því þarna voru 2 helvítis hávaðasamar mýs! Þær litu á mig og héldu svo bara áfram. Sá sem sagði mér að mýs væru hræddari við mig en ég við þær var dead wrong! Þeim var sko drullusama þó að ég væri að fylgjast með þeim. Þannig að ég gafst upp að lokum og flutti mig yfir í annað herbergi. Paul setti svo upp helling af gildrum og áðan sá ég að önnur músin var dauð!!! HAHAH sá hlær best sem síðast hlær múhaha! Bara ein eftir. Ég mun halda ykkur updeituðum.
Annars eru jólin bara eftir örfáa daga. Matthew tekur þátt í helgileiknum í kirkjunni sem er hluti af fermingarfræðslunni hans. Þannig að fjölskyldan neyðist til að fara í kirkju, en það hefur ekki gerst síðan Matthew var skýrður. Annars verður aðfangadagur einstaklega "kózý" amma mætir á svæðið með heimabakaða pizzu með lauk og papriku og læti bara. Mér verður þá eflaust hugsað til Hamborgahryggsins, jólaölsins, kartaflanna og sósunnar ásamt rauðkálinu heima með slef í munni! En jájá ég verð heima næstu jól, lofa!!
Annars segi ég þetta gott í bili elskurnar, hvernig væri svo að kvitta eða eitthvað!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 21:51
7. des
jæja haha ég sem ætlaði að verða geðveikt dugleg í desember. Ætlaði að blogga á hverjum degi en byrja svo ekki fyrren þann 7. haha æji það er alltaf næsta ár. Annars hef ég ekki mikið að segja. Búin að vera að versla jólagafir fyrir íslendingana mína á fullu og er það næstum komið. Á bara eftir að kaupa pínku pons fyrir mömmu og svo er allt tilbúið. Ekki seinna vænna þar sem þetta verður að fara í póst fyrir fimmtudaginn.
Svo var ég að vinna í gær. Leit út um gluggan og sá að það var byrjað að snjóa. Fyrsti snjórinn á þessum vetri. Æji ég er ekkert hrifin af snjónum. Finnst hann sætur í 30 sek eða svo og svo má hann bara fara. Allt verður svo kalt og blautt og leiðinlegt. Vildi að það væri hægt að halda honum á einu svæði - í fjöllunum bara. Þetta viðhorf mitt ásamt því að mér er alltaf kalt lætur fólk oft efast um hvort ég sé réttilega íslensk. Ég læt það nú liggja á milli hluta.
Svo sendi ég pakka til Íslands í síðustu viku. 7 shamlessly stuttir jólasveinku búningar þar á ferð. Ættu að koma til Íslands á morgun. haha verð að sjá myndir stelpur!!
Hef ekkert meira að segja. Reyni að láta aftur heyra í mér fyrir jól
já og begga þetta með kommenta kerfið opið í ákveðinn tíma bara, kann ekki að stilla það eða veit ekki hvort það sé hægt meira að segja en þú verður bara að kíkja við oftar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2008 | 02:37
Happy Thanksgiving
já það er hátíð í bæ eða svona næstum. Nei jólin eru ekki komin heldur er hin hefðbundna þakkargjörðarhátíð í dag. Ég er reyndar að fagna henni ein eða næstum því! Fjölskyldan fór til MV ásamt einu stykki af ömmu og afa. Ég ákvað að vera heima og slaka á bara.
En já ég sagði að ég væri næstum ein. Er með herbergisfélaga þessa dagana sem mér liggur mikið á að koma út. Sambúðin gengur ekki svo vel. Þvílík læti um miðja nótt sem heldur mér vakandi eða vekur mig. Ekki alveg sátt. En hámarkinu var náð í gær nótt. Þessi þvílíku læti voru undir fataskápnum og sama hvað ég öskraði og flassaði ljósunum vildi hún bara ekki hætta. Ég varð svo pirruð á þessu að ég fór og sparkaði í skápinn og viti menn undan honum kom oggupoggu ógeðsleg mús. Hljóp undan skápnum og út úr herberginu. Ég var svo útúr því þreytt þannig að ég yppti bara öxlum, lokaði hurðinni og fór aftur uppí rúm. En viti menn stuttu seinna heyrði ég hana skvísa sér undir hurðina og aftur undir skápinn. Þá gjörsamlega fríkaði ég út og kallaði á liðsauka sem kost að því að undir skápnum lá nammi frá suður afríku. Sem þýðir það að h******ð hún Gwenda er ennþá að gera mér lífið leitt. Allavega þá flutti ég niður í sófa og svaf þar það sem eftir var morguns.
Annars hefur lífið bara verið ljúft. Fór aftur í 6 flags fyrir einhverjum vikum og var þá pínd í hvorki meira né minna í alla rússíbanana.hér um bil... Fór meðal annars í hæðsta og hraðasta rússíbana í heiminum og vá þetta var einsog geimflaugarskot. haha en gaman.
Svo fór ég á körfuboltaleik, NY Knicks og dallas mavericks. Góður leikur knicks voru yfir allan tíman nema síðustu fokking 10 sekúndur. Leikurinn fór í yfirtíma og að lokum unnu dallasarnir þetta
svo skellti ég mér á killers tónleika og var það býsna gaman. er að fara aftur í janúar vegna mikils áhuga victoriu. Einnig fór ég á geðveika Coldplay tónleika með Duffy í upphitun. Þvílík snilld sem þessir tónleikar voru!!!
Einnig var Halloween í lok October. Músin mín var sætasti engill sem sést hefur á jörðinni og Matthew var öflugur Anakin Skywalker. 50 manna partý var haldið hérna með 2 metra butler sem hræddi krakkana og reykvél. Draugum í trjám, köngulóm í mat og ég veit ekki hvað og hvað.
Æji vá veit ekkert hvað meira ég á skrifa látum þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.10.2008 | 00:56
18.okt
Jæja lofaði alvöru færslu og hér kemur hún!
Alltaf gaman að sjá nýtt fólk kommenta hitt fólkið mætti taka sér það til fyrirmyndar
Fjölskyldan fór til MV um síðustu helgi. Ég var ein heima sem var nææææææs. Kíktum á Dave&Busters á laugardagskvöldið sem var mega stuð. Vic og ég keyrðum svo til Jersey á sunnudeginum, fórum í 6flags. Það var æði, fór meira að segja í pínulítinn rússíbana sem fór ekki í hringi. Fór svo í fallhlíf og fleiri tæki. Mjög gaman og æðislegt veður. Svo klukkan 6 þegar allt varð dimmt var spiluð spooky tónlist og reykur allstaðar. Svo sá maður fólk í búningum labba um og hræða fólk. híhí öskraði nokkrum sinnum enda með mjög lítið hjarta.
Annars fór ég á Death cab tónleikana um daginn. Vááá hvað þeir voru geðveikir. Bandið náttlega flott en staðurinn ekki síðri. Þeir tóku öll frægu lögin og þau nýju. Maður var með gæsahúð allan tímann. Ég tók nokkur myndbönd en einsog vanalega er myndavélin ekki nálægt.
Ég og Vic fórum í gær og hittum nýja stelpu, 19 og frá þýskalandi einsog allir aðrir híhí. Er með 2börn á sama aldri og ég. Hún virkaði mjög fín, talaði allavega fórum í keilu þar sem hún kemst hvergi annars staðar inn... Fórum svo eftir það á rúntinn inní Manhattan með Aaroni. Keyrðum yfir Manhattan br inn og stoppuðum á diner og fengum okkur kvöldmat. Ákváðum þar að taka stelpuna á smá túristarúnt. Fórum niðrí battery park og sáum frelsisstyttuna, keyrðum þaðan hringinn framhjá seaport of yfir brooklyn br. Keyrðum aðeins um í brooklyn og keyrðum á svona promenade. Þar sem sást yfir til Manhattan, útsýnið alveg magnað. Þaðan fórum við yfir Williamsburg br aftur inní manhattan og skoðuðum times square sem er ekki nokkrum manni bjóðandi nema um miðja nótt. Fórum svo fram hjá Rockfeller center og meðfram central park. Keyrðum svo yfir queensborough br og fórum heim. Fórum sem sagt yfir allar brýrnar á austurhluta manhattan híhí...
Svo á litla músin mín afmæli á þriðjudaginn verður alveg 3 ára en hún heldur því reyndar fram að hún verði bara 1 árs. Verðum með bökunarafmæli í PW þar sem krakkarnir 20 talsins munu bara sínar eigin möffins. Svo á föstudaginn eru Killerstónleikarnir og á mánudaginn er það Coldplay og föstudaginn þar á eftir er Halloween!
Matthew er alveg að verða vitlaus fyrir Halloween. Garðurinn orðinn einn kirkjugarður og bein útum allt. Þeir fundu svo reykvél í kjallaranum sem var skoðuð í dag. köngulóavefur í öllum trjám og grekar svona creepy. Matthew segir að þetta sé betra en jólin. Algjör dúlla.
æji man ekki meira, segjum þetta gott íbili.
Hædí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 02:34
au pair
Heyrðu Victoria sendi mér þetta um daginn á skype. Algjör snilld. Ætla að setja mitt mark á þetta líka.
If you are or have been an Au Pair in the US, then you will find yoursel in that :
You know you are an Au Pair in the US when...
...you always introduce yourself with "hi, my name is (your name), I'm from (country) and I have(amount of children you are taking care of) children!
Algjörlega, Hi ég er Heidi frá Iceland og hef 2 börn, 6 og 3
...everybody is greeting you with a "Hi! How are you?" and you can't respond fast enough. So, say it first!
já nákvæmlega
...the worst thing is when the dad works from home
haha nei í rauninni ekki en börnin verða brjáluð, farið í koddaslag og svoleiðis.
...you spend all your money at the Mall and you still have nothing to wear
haha gerði það allavega, ekki svo mikið lengur enda á ég ekkert til að vera í...
...you hate Dora, Hannah Montana and SpongeBob
hmmm Já sammála með Dora en ekki hin, hinsvegar er hægt að bæta transformers og blue's clues inní þetta
...you say "silly" instead of "stupid"
alltaf við fullorðna jafn sem börn
...You go to PLAYDATES
jább ég og vic og hinar höfum playdates á kvöldin
...you've seen more movies in one month than in your whole life at home
ehhh nei
...you drive over 30 minutes to a friend's house and you think it's not far
hvaða hvaða 30 min er ekki svo mikið, rétt í mollið. það er nú engin major vegalengd. Svipað og hafnarfjörðurinn bara haha
...you only have other Au Pairs as your friends
í upphafi já
...you can make bacon
heyrðu ekki málið, poppar því bara inní öbbann í 15 sek á pappa
...you say 'like' and 'totally' every three words
jább alltaf að útskýra eitthvað
...someone ask you stupid questions like "Do you have cars in your country?" or " You don't have Valentine's day??" or "Where is your country?"
jájá kannast allir við þetta, er rafmagn, hús eða lyftur?
...you don't think it's wrong to have cake AND ice cream
ehhh hvað er vandamálið?
...you park as close as possible from the store so that you don't have to walk even one yard, too far
ef ég er með krakkana gjörsamlega, fer í aðra búð ef ég fæ ekki stæði nálægt nú eða bara drive thru
...you cherish moments of silence more than ever before
haha jább
...you say 'GOOD JOB' a hundred times per day
já allavega
...you wonder why you slept so bad all night long and you notice the next morning that you slept on a barbie, sandtoys, etc...
jújú hefur komið fyrir
...your host parents wake you up at 8.30 on a sunday morning to empty the dishwasher!
neiiii myndu aldrei gera það
...you need to be creative to find new punishments because time-outs don't work anymore ;)
neibb time out virkar alveg ennþá.
...you're sure you don't want to have kids within the next 100 years!
haha ef þá eftir 100 ár jiii minn
...you're ready to drink anytime of the day
jább ekkert sem heitir of snemma eða mánudagur
...you start to love Disney movies again
já algjör plús við þetta starf
...you've learnt what being patient means
haha ójá
...you know what a LCC is
nei reyndar ekki en pottþétt love care confidence eða eitthvað álíka
...you know you should never SHAKE A BABY!!!
haha ógvöð já tók mig 3 daga námsskeið að læra það
...you take a nap after dropping the kids at school (even though you woke up only 2 hours ago :D )
haha já eða 1,5 tíma
...you have to watch your host parents' dog while they're on vacation to the Carribean
haha neibb enginn hundur svo ég fer með!!
...you are driving to the busstop to pick up your kids, even if it's only 200 meters away from your house!
haha nei erum ekki svo heppin að hafa bus hérna. En keyri samt í skólann
...the kids call you mom cause you spend too much time with them
já kemur of oft fyrir
...you think $157.95 (or $160 for the luckiests) per week for all the reponsabilities you have is ridiculous
já eða 220$ alveg útúr kú þegar ég gæti verið ólögleg með 700$
...your host parents leave you a note of the schedule of the day/week with really important stuff to do, like 'sharpen some pencils', 'cut some carrots' or 'organize the daughter's hair accessories'
neiiii geri það ef ég vil en annars ekki
...one cup of coffee doesn't make you awake anymore, it just makes you alive
er svo óheppin að drekka ekki kaffi
...you use Purell instead of washing your hands
haha já nákvæmlega, minnir mig á að ég þarf að kaupa meira
...you are the waitress (waiter) when your host parents have people over for dinner
nei ekkert svoleiðis
...you miss the good ol' days when you could go to the bakery and get real bread and real butter (not that American shit they call bread...hahaha)
omg já
...you don't WALK to the bank, but DRIVE to get your money
haha já drive thru banki er snilld
...you sing children songs instead of songs from the radio
kemur fyrir en annars fá krakkarnir bara að hlusta á z100 eða flest lögin allavega
...you forgot what sleeping on a sunday morning means
neinei er með frí flesta sunnudaga og krakkarnir eru ekkert að koma í heimsókn. - vita betur
jii finnst ykkur þið ekki hafa lært mikið um líf mitt sem aupair?
lofa að koma með almennilegt blogg fljótlega!!
hædí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2008 | 01:55
kreppa??
Jæja sæl öll sömul var búin að lofa einhverjum nýju bloggi og hér kemur það!
Það skiptir ekki máli hvar ég skoða, allt er á niðurleið dollarinn kominn í 116kr sá ég danska kr í 20 og pundið í 220 jiiii minn eini hvar ætlar þetta að enda. Greyið krakkarnir sem eru í námi erlendis, gengið búið að hirða helminginn af lánunum. Var að komast að því að launin mín hafa hækkað um 14þús á viku miðað við gengi!
Maður fer að verða einsog mexicanarnir og senda peninga heim!! Myndi reyndar hagnast stórlega á því. Verst að ég eigi ekki pening til að senda heim haha of dugleg að eyða í ekki neitt!!
Annars vil ég óska familíunni heima innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!!! Kominn tími til haha þó svo að sá gamli hafi næstum ávallt staðið fyrir sínu. Hvernig væri að senda mér mynd?
Annars bætist alltaf við tónleikana hjá mér! Einsog ég hef sagt svo oft áður (og segi aftur þar sem e´g keypti miðana með svo miklum fyrirvara híhí) death cab á mánudaginn hvorki meira né minna!! Ekki lítil spenna í gangi þar! Svo kemur nýtt föstudaginn 24 eru það The KILLERS sem taka sviðið (algjört klúður, sváfum yfir okkur og þurftum að versla miðana á ebay ) ætlum að gefa þeim annan séns eftir AC ferðina sem klúðraðist svona svakalega haha. Nú mánudaginn eftir það eru það Coldplay sem taka sviðið í Izod center í NJ. Smá vesen líka með það (kemur á óvart?) Ekki er hægt að taka lest þangað og við höfum ekki nema rétt 2 tíma til að koma okkur þangað þannig að tadatada ég ætla að keyra! sjæs aldrei farið í þessa átt áður! Verður gaman að sjá.
Svo er komið að stóru tilkynningunni ahhhhhhhhh OASIS spila í MSG þann 17 des og mín náði prime sætum á þá pilta. Án gríns öskraði þegar ég sá að þeir væru að spila! Er núna búin að eyða 340$ í þetta sem voru fyrir einhverjum vikum aðeins 22000 sem er ekki óviðráðanlegt miðað við nöfn en er núna 40 þús krónu sem er náttlega fáránlegt
Annars var Rosh Hashana síðustu 2 daga. Fyrir þá sem eru ekki sterkir í hátíðisdögum gyðinga, þá voru þeir að halda upp á ný árið! Gleðilegt nýtt ár! Svo er Yum Kippur á fimmtudaginn og Sukkot á mánudaginn þar eftir. Já mikið að gera hjá gyðingum þennan mánuðinn. Gaman hjá mér líka þar sem það er enginn skóli! Tók krakkana einmitt í sædýrasafnið út í riverhead á "nýársdaginn" GamanGaman
Heyrðu svo má ekki gleyma taddada haha er að fara í fjölskyldu frí í febrúar! Leggjum af stað á valentínusardaginn sjálfann 14.feb og komum aftur viku seinna 21 held ég. Hvet er förinni heitið? Jú í Karabíska hafið! Ahhhh verður gott að komast í sólbað úr kuldanum.
Erum að fara á tilbúin ? tilbúin?
Disney siglingu!!!! jább mín ætlar að tjilla með mikka og mínu og guffa. En toppurinn verður að skreppa á dansiklúbbinn með öskubusku og þyrnirós. 3 sundlaugar og allt geðveikt flott. Stoppum á nokkrum eyjum og verður þá eflaust skúbadævað með stingrays, hugsanlega synt með höfrungum! (já the real deal!) híhí verður eflaust nokkuð gaman!!!
æji vá er að hlusta á kappræðurnar já Biden og Palin. Æji gvöööð hvað Palin er eitthvað heimsk þessi elska! Algjör brandari að horfa á hana. ágætis skemmtun engu að síður.
Ætla að segja þetta gott núna samt. Er með skemmtilega punkta sem ég set eflaust inn eftir einhverja daga en segjum þetta gott.
kv. Heidi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)